Feykir


Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 2
2 Feykir 10/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Fyrirmyndir Eins og hefur tæplega farið framhjá mörgum þá var bardagakappinn Gunnar Nelson að keppa um síðastliðna helgi. Þá flykktust margir Íslendingar að skjánum til að fylgjast með landa sínum taka Rússann í bakaríið og var ég ein af þeim sem kom mér fyrir framan sjónvarpið. Líkt og aðrir vil ég ekki missa af því þegar Íslendingar sigra heiminn, hvort sem um er að ræða handbolta, skák, júróvision, Magna í Rockstar eða eins og að þessu sinni, Gunnar í bardaga- íþróttum. Ég fylgdist spennt með bardaganum og upplifði það svolítið eins og að horfa á heimildamynd frá sléttum Afríku þar sem ljón veiðir antilópu. Ljónið bíður færis, stekkur á bráð sína, snýr hana niður og nær á henni tangarhaldi. Það býður eftir að antilópan þreytist og gefist upp og hnykkir nokkrum sinnum á til að flýta fyrir uppgjöfinni. Ég verð að viðurkenna að þarna leit ég undan, mér fannst þetta ekki það fallegasta sem ég hef fylgst með Íslendingum taka þátt í út í heimi. Og þar sem allt þetta átti sér stað uppúr kl. 20 á laugardagskvöldi var sonur minn ekki farinn í háttinn. Hann trítlaði inn í stofu þegar útsendingin stóð sem hæst og ég greip náttúrulega fyrir augun á honum þar sem mér fannst þetta ekki, eins og gefur að skilja, við hæfi þriggja ára barns. Í kjölfar bardagans hafa skapast miklar umræður á alnetinu um fyrirmyndir og hvers konar fyrirmynd Gunnar er fyrir börnin okkar. Ef ég fer aðeins út í þá umræðu þá vildi ég náttúrulega ekki að sonur minn myndi sjá ósköpin sem gengu á í sjónvarpinu þetta kvöld. Þrátt fyrir það þá hef ég svosem engar sérstakar áhyggjur af því að hann myndi taka Gunnar Nelson eða aðra sér til fyrirmyndar í þessum efnum. Í hans tilfelli er stallurinn nú þegar frátekinn fyrir hans helstu fyrirmynd í lífinu og það er enginn að fara að skáka henni í bráð. Þar situr afi drengsins sem fastast. Strákurinn veit ekkert skemmtilegra en að brasa með afa sínum í sveitinni, hvort sem það er að vinna á gröfunni, gefa hestunum eða moka skít. Afi getur allt og veit allt best! Sama hve mikið við reynum að halda fyrir augun á börnunum okkar þá munum við ekki geta gert það um ókomna tíð. Þau munu alltaf sjá misgóðar fyrirmyndir og þá er ég alls ekki að leggja dóm á hvort Gunnar sé af öðru hvoru tagi. Hver verður bara að meta það fyrir sig. En burtséð frá því þá breytir það engu um þá staðreynd að það erum við sem stöndum börnunum næst sem eru þeirra helstu fyrirmyndir. Ef við hlúum vel að þeim og göngum á undan með góðu fordæmi þá efast ég ekki um að þau vaxi úr grasi sem heilsteyptir og góðir einstaklingar – hvað svo sem gengur á í sjónvarpinu. Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Leggja bundið slitlag á Svínvetningabraut sumar en lögn klæðingar skal vera lokið fyrir 1. september 2014 og skal verkinu vera að fullu vera lokið 1. október. /BÞ Samgöngubætur í Húnavatnshreppi Hér má sjá vegakaflann sem um ræðir. Mynd: Vegagerðin KS tapar dómsmáli vegna Krossaness Deilt um lax- og silungsveiði Í febrúar var í Héraðsdómi Norðurlands vestra dæmt í dómsmáli Kaupfélags Skagafirðinga gegn Páli Dagbjartssyni og Sigurði Þorsteinssyni, vegna veiðiréttar í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Dómkröfur KS voru að viðurkennt yrði með dómi að jörðinni Krossanesi í Skagafirði tilheyrði veiðiréttur í Húseyjar- kvísl í Skagafirði. Þá krafðist KS þess að viðurkennt yrði með dómi að Krossanesi fylgdi eitt atkvæði í Veiðifélagi Húseyjar- kvíslar, en deilumálið snerist um lax- og silungsveiði. Í niðurstöðu dóms segir að ríkissjóður hafi selt umrædda jörð, Krossanes, í þremur hlut- um. Í afsali til Sigurðar Óskars- sonar árið 1992 var veiðiréttur í Húsaeyjarkvísl undanskilinn. Við þinglýsingu afsalsins var rituð athugasemd um að óheimilt væri að undanskilja veiðiréttinn. Hins vegar sé ekkert minnst á veiðirétt í Húseyjarkvísl í afsölum til stefnanda eða stefnda, Páls. Ágreiningur málsaðila snúist um veiðirétt fyrir landi Krossaness. Síðar á þessu sama ári seldi Sigurður Óskarsson dóttursyni sínum, stefnda Sigurði spildu úr jörðinni en 1993 seldi ríkissjóður stefnda Páli, spildu úr jörðinni. Stefndi reisti tilkall sitt m.a. á því að hans partur upphaflegu jarðarinnar teldist lögbýli og óheimilt hefði verið að skilja veiðiréttinn frá lögbýlisjörðinni. Í dómsorðum segir m.a.: „Skilja verður kröfu stefndu um að jörðinni Krossanesi fylgi eitt atkvæði þannig að atkvæðis- rétturinn tilheyri þeim og verður hún tekin þannig til greina.“ KS var gert að greiða hvorum hinna stefndu rúmar sexhundruð þúsund krónur í málskostnað. /KSE Sveitarstjórn Húnavatns- hrepps hefur samþykkt umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni, til að endurbyggja Svínvetninga- braut nr. 731, í 6,5 m breidd og leggja bundnu slitlagi á um 5,15 km löngum kafla frá slitlagsenda vestan við Hnjúkahlið austur fyrir heimreið að Köldukinn. Útboðið hefur verið auglýst og verða þau opnuð þann 1. apríl nk. Að sögn Gunnari Helga Guðmundssyni svæðisstjóra Norðursvæðis hjá Vegagerðinni verður farið í framkvæmdirnar í Heilbrigðisráðherra tilbúinn til viðræðna við Svf. Skagafjörð Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar að það sé tilbúið til þess að hefja viðræður við sveitarfélagið um framtíð Heilbrigðisstofn- unarinnar Sauðárkróki og um möguleikann á yfirtöku sveitarfélagsins á rekstri stofnun- arinnar með samningi við ríkið. Næstu skref, að sögn Stefáns Vagns Stefáns- sonar formanns byggðarráðs, er að mynda starfs- hóp til þess að fara yfir málið og að setjast að samningaborðinu við ríkið. „Þetta er það sem við erum búin að vera bíða eftir frá því fyrir jól, þegar við óskuðum eftir þessu bréflega við ráðuneytið, og erum búin að ítreka nokkrum sinnum. Þannig að það er afskaplega ánægjulegt að ráðuneytið sé tilbúið til viðræðu um þetta við okkur,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki. Málið verður tekið fyrir á fundi byggðaráðs í dag. Stefán Vagn segir málið vera á byrjunarstigi en það er stórt og mikilvægt fyrir Skagfirðinga. „Allir eru sammála um mikilvægi þessarar stofnunarinnar og mikilvægi þess að halda henni hérna heima. Sveitarstjórnin er búin að vera einhuga um að fara í þessar viðræður, og ítreka ég mikilvægi þess að vanda sig og að ná góðum samningi,“ segir Stefán Vagn að lokum. /BÞ Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki. Mynd: Pétur Ingi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.