Feykir


Feykir - 22.04.2014, Síða 19

Feykir - 22.04.2014, Síða 19
15/2014 Feykir 19 Hagnaður upp á 1,7 milljarða á síðasta ári Kaupfélag Skagfirðinga 125 ára þann 23. apríl Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn laugardaginn 12. apríl sl. Í ársskýrslu fyrir síðasta ár kemur fram að hagnaður ársins var 1,7 milljarðar króna á móti 2,2 milljörðum árið áður. Eiginfjárhlutfall er nú um 67% en eigið fé fyrirtækisins er um 21,5 milljarðar. Veltufé frá rekstri var 2,7 milljarðar í árslok. Í inngangsorðum Þórólfs Gísla- sonar kaupfélagsstjóra að ársskýrslu kemur fram að starfsemi félagsins hefur tekið miklum stakkaskiptum síðasta aldarfjórðunginn. Til að mynda hefur sjávarútvegur fjórfaldast að umfangi, sauðfjárslátrun fjórfaldast og vinnsla mjólkur- afurða þrefaldast síðan árið 1989. Heildarfjöldi starfs- manna var rúmlega 700, sem er nokkur fjölgun á milli ára. Stærstu einstöku rekstrar- þættir í samstæðu félagsins eru: Kaupfélag Skagfirðinga svf. 10,0 milljarðar, FISK Seafood hf. 9,5 milljarðar, Fóðurblandan hf. 6,2 milljarðar, Sláturhús KVH ehf. 1,7 milljarðar og Vörumiðlun ehf. 1,0 milljarðar. Stærstu einstöku fjárfesting- arnar á síðasta ári voru í mjólkursamlagi, þar sem lokið var uppsetningu á nýrri fram- leiðslulínu fyrir ostavinnslu og bygging nýrrar þurrkstöðvar á vegum FISK Seafood hf. á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Þórólfur Gíslason heldur ræðu á 120 ára afmæli Kaupfélags Skagfirðinga. Feykir, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, stendur fyrir málstofu í tengslum við atvinnulífssýninguna Skagafjörður - Lífsins gæði og gleði Þýðing héraðsfréttamiðla fyrir landsbyggðina Í málstofunni verða málefni héraðsfréttamiðla til umfjöllunar, hvaða gildi þeir hafa fyrir samfélagið og menningar- og sögulegt hlutverk þeirra. Eftirfarandi aðilar flytja erindi: Birgir Guðmundsson dósent í fjölmiðlafræði við HÍ - Lýðræði, svæðisbundin miðlun og límið í samfélaginu. Þórhildur Ólafsdóttir fjölmiðlakona frá Akureyri - Að vera fréttamaður á landsbyggðinni. Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur - Þörfin fyrir svæðisbundna fjölmiðla og hlutverk þeirra. Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Ströndum - Svæðismiðlar, sjálfsmynd og ímynd. Málstofan fer fram laugardaginn 26. apríl í nýrri álmu Árskóla, á Þekjunni í stofu A, og hefst kl. 11. Fundarstjórn verður í höndum Sigríðar Kristínar Þorgrímsdóttur. Skagafjörður2014 Lífsins gæði & gleði ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI DAGANA 26. - 27. APRÍL Skagafjörður Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL Þá keypti Kaupfélagið 15% eignarhlut í Steinullarverk- smiðjunni og á nú alls 39,5% hlutafjár í verksmiðjunni. Kaupfélagsstjóri kemur inn á það í inngangsorðum sínum að þrátt fyrir mikinn vöxt félagsins á síðustu árum og fjölgun starfa sé brýnt að í Skagafirði verði byggt upp iðnaðarfyrirtæki sem skapi 50-100 ný störf. Í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu og ríkisvaldið sé Kaupfélag Skag- firðinga tilbúið að leggja veru- lega á sig til að svo megi verða. „Norðurland vestra er það svæði sem hlýtur að verða næst á lista stjórnvalda varðandi uppbyggingu iðnaðar. Nú þegar framkvæmdir komust af stað á Húsavík er brýnt að horft verði hingað,“ segir orðrétt í inn- gangsorðum ársskýrslunnar. Jafnframt kemur fram í inngangsorðum að árið 2013 hafi um margt verið fyrirtækinu hagfellt hvað varðar rekstur. /KSE Helstu tölur úr rekstrarreikningi (samstæðu) eru eftirfarandi: Rekstrartekjur 28.571.230 Rekstrargjöld 24.873.750 Hagnaður f. afskriftir 3.697.480 Afskriftir 963.972 Hagnaður f.fjármagnsliði 2.733.508 Fjármagnsgjöld 522.529 Tekjuskattur 532.154 Aðrir liðir 25.196 Hagnaður ársins 2013 1.704.021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.