Feykir


Feykir - 10.07.2014, Síða 3

Feykir - 10.07.2014, Síða 3
26/2014 Feykir 3 Tillaga að deiliskipulagi á Melstaðatúni á Skagaströnd Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar samþykkti þriðjudaginn 24. júní 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Melstaðatúns skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir Melstaðatún, eins og það er skilgreint í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022. Melstaðatún er sunnan við Laufás, um 350m norðan þéttbýlisins á Skagaströnd. Svæðið er um 1,3 ha. að stærð og afmarkast af Spákonufellshöfða að sunnan og vestan, lóð Laufáss og Réttarholtshæð að norðan en gamla Skagavegi að austan. Deiliskipulagstillagan felur í sér svæði fyrir gistingu, tjaldsvæði og gestahús ásamt aðstöðuhúsi á Melstaðatúni með það fyrir augum að þar verði skjólgott og aðlaðandi útivistarsvæði/áningarstaður fyrir ferðamenn og tengist m.a. gönguleið um Spákonufellshöfða. Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd og á vefsíðu sveitarfélagsins www.skagastrond.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á tölvupóstfang skagastrond@skagastrond.is fyrir 25. ágúst 2014. Skagaströnd 7. júlí 2014 Sveitarstjóri SVEITARFÉLAGIÐ SKAGASTRÖND TÚNBRAUT 1–3 545 SKAGASTRÖND Nýprent óskar eftir að ráða (enn einn) kláran starfsmann > Viðkomandi þarf að hafa áhuga á hönnun og myndvinnslu og kunna lagið á Adobe InDesign og Adobe Photoshop auk þess sem reynsla af teikniforritinu Adobe Illustratror og WordPress eða öðrum vefumsjónarforritum er æskileg. > Starfsmaðurinn mun einkum vinna við uppsetningu á aug- lýsingum í Sjónhornið auk almennrar uppsetningar- og hönnunarvinnu, annast umsjón með útprentun á risaprent- ara og tengda vinnu svo sem upplímingar á skilti og í glugga. > Ágæt íslenskuþekking er nauðsynleg og umsækjandi þarf að búa yfir ríkri þjónustulund og góðri framkomu. > Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. borgarflöt 1 550 sauðárkróki sími 455 7171 HONNUN PRENTUN SKILTAGERD > Óskað er eftir að áhugasamir sendi umsókn og ferilsskrá á netfangið harpa@nyprent. is en frekari upplýsingar um starfið veitir Þuríður Harpa framkvæmdastjóri Nýprents. FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Starf yfirmanns í eldhúsi Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki óskar eftir að ráða yfirmann í eldhús í 100% starf. Um er að ræða afleysingu í 6–8 vikur vegna forfalla. Staðan er laus frá 14. júlí nk. eða eftir samkomulagi. Menntunar- og hæfniskröfur: Nám og reynsla á sviði matreiðslu. Þekking og reynsla af verkstjórn og rekstri eldhúsa. Færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og áreiðanleiki í starfi. Góð íslenskukunnátta. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Stefánsdóttir yfirmaður í eldhúsi í síma 455 4015, netfang: eldhus@ hskrokur.is og/eða Herdís Klausen framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 455 4011, netfang. herdis@hskrokur.is . Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Kjalar stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 13. júlí öllum umsóknum verður svarað. Hægt er að sækja um rafrænt á www.hskrokur.is Annað mótið í Norðurlandsmótaröðinni í golfi var haldið á Arnarholtsvelli við Dalvík sunnudaginn 6. júlí. Golfklúbbur Sauðárkróks var að venju með keppendur í flestum flokkum og þau stóðu sig öll með stakri prýði. Mikið vatnsveður hafði verið dagana á undan og völlurinn var mjög blautur og ringdi mest allan daginn. Ágætis árangur var hins vegar þrátt fyrir erfiðar aðstæður og nældu keppendur frá Golfklúbbi Sauðárkóks sér í nokkur verðlaun. Arnar Geir Hjartarson var í öðru sæti í flokki 17-21 árs á 72 höggum, Elvar Ingi Hjartarson varð í þriðja sæti í flokki 15-16 ára á 75 höggum. Hákon Ingi Rafnsson varð í öðru sæti á flokki 14 ára og yngri á 94 höggum. Hildur Heba Einars- dóttir sigraði í flokki 12 ára og yngri á 62 höggum og Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjenda- flokki á 56 höggum. /Fréttatilk. Norðurlandsmótaröðin á Dalvík Golfklúbbur Sauðárkróks Sýning verður í Ártúnum í Blöndudal dagana 19. júlí til 4. ágúst Handverksmunir og málverk Sigríðar Ólafsdóttur eru til sýnis Opnunartími er kl. 14-18. Verið velkomin. Aðalgatan ekki malbikuð í sumar Framkvæmd kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Sýslumannsbrekkan á Blönduósi verður ekki malbikuð í sumar en fram kemur í fundargerð byggðar- ráðs Blönduósbæjar frá 25. júní sl. að gert hafi verið ráð fyrir 8 millj.kr. kostnaði við framkvæmdina en ekki 16,7 millj.kr. eins og raun ber vitni. Byggðarráð vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015. Í bréfi frá tæknideild Blönduósbæjar sem tekið var fyrir á fundinum var gert grein fyrir kostnaði við malbikun og lagningu kantsteins við Aðal- götuna. Kostnaður við 1300 fm. malbikun er áætlaður 7,3 millj. kr. og við 200 fm. kantstein 550 þúsund krónur. Kostnaður við að laga og breyta gangstétt við húsið Tilraun er áætlaður um 500 þúsund krónur. Samtals kostnaður við götuna er því 16,7 millj.kr. „Í fjárhagsáætlun Blöndu- ósbæjar fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir kostnaði við fram- kvæmdir við jarðvegsskipti og lagnir að upphæð 8. m.kr. Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015,“ segir í fundargerð. /BÞ

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.