Feykir


Feykir - 31.07.2014, Síða 2

Feykir - 31.07.2014, Síða 2
2 Feykir 29/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Skúffur og glatkistur Það er alltaf sérlega ánægjulegt þegar menn taka sig til og láta eitthvað gott af sér leiða, samfélaginu sínu og öðrum til heilla. Þess ber að geta sem vel er gert og þegar þetta er ritað er mér ofarlega í huga framtak félaga- samtaka hér í bæ, hin nýútkomna Króksbók II. Raunar held ég að óvíða sé öflugra félags-, menningar- og tómstundastarf miðað við höfða- tölu en hér á Norðurlandi vestra. Á meðal þeirra sem láta sífellt gott af sér leiða er Rótarýklúbbur Sauðárkróks. Vegna fjölda áskor- ana hafa þeir nú endurútgefið svokallaða Króksbók sem inni- heldur ógrynni upplýsinga um þennan höfuðstað Norðurlands vestra. Það þarf ekki að fjölyrða um að að baki svona útgáfu liggur gríðarleg sjálfboðavinna. Eljusemi og áhugi og viljinn til að miðla til annarra drífur menn áfram og úr verður vönduð afurð sem lifir vonandi lengi. Það sem kannski helst vekur hrifningu aðkomumannsins mín eru kaflar um það sem hvergi eða óvíða annars staðar er skráð. Það getur t.d. verið dýrmætt að vita að maður fer fram í Varmahlíð en ekki út eða af hverju menn báru nöfn eins og Stebbi Dýllu og Siggi Diddi í Skólakjallaranum. Það er einmitt slíkur fróðleikur sem á vanda til að verða skúffum og glatkistum að bráð og er þá oft skarð fyrir skyldi. Mér er þannig farið að vera sífellt með nefið ofan í prentuðu máli. Sé ég ekki við lyklaborðið verða bækur og blöð eða skólaverkefni gjarnan fyrir valinu. Því fagna ég eins og margir aðrir að við eigum þá arfleifð að geta endurútgefið bækur Guðrúnar frá Lundi, fagnað 400 ára ártíð sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar og 800 ára ártíð Sturla Þórðarsonar, en auk Króksbókar er allt þetta til umfjöllunar í þessu síðasta tölublaði Feykis fyrir sumarfrí. Í þeirri viðleitni minni að verða einhvern tímann áður en yfirlíkur fullgildur Skagfirðingur, - já eða skír og hreinn eins og góður maður orðaði það – tek ég með mér Króksbók II í fríið og les hana spjaldanna á milli. Hver veit nema Sturlunga, Heimanfylgja Hallgríms Péturssonar og Tengdadóttir og Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi fái að fljóta með. Kristín S. Einarsdóttir bókaunnandi. Nýir eigendur láta vel af viðtökum Hótel Hvammstangi Í vor hófu nýir eigendur rekstur á Hótel Hvamms- tanga. Það voru þau Aðal- heiður Dóra Sigurðardóttir (Alla Dóra) og Þröstur Óskarsson sem keyptu hótelið og hófu rekstur seinni partinn í maí. Stefnan er sett á heilsársrekstur. Að sögn Öllu Dóru eru sex herbergi á hótelinu en þau hafa áhuga á að fjölga þeim, enda nokkurt rými sem hægt væri að breyta í herbergi. Hún segir þau stefna á að hafa opið allt árið en áður hafði hótelið einungis verið opið á sumrin. Þegar Feykir sló á þráðinn til Öllu Dóru í síðustu viku lét hún vel af viðtökunum það sem af er sumri. „Þetta hefur gengið vel, miðað við hvað við komum seint inn.“ Ekki stendur til að vera með veitingarekstur á hótelinu en vínveitingaleyfi er til staðar og segir Alla Dóra barinn hafa verið opinn í fyrsta sinn í síðustu viku og vera kunni að svo verði af og til næsta vetur. Aðspurð um aðdragandann að því að þau hjónin fóru út í þennan rekstur segir Alla Dóra að þau hafi flutt á Hvammstanga fyrir ári síðan, eiginlega bara fyrir tilviljun. Húsið þeirra í Hafnarfirði var óselt og sáu þau sér leik á borði að skipta á því og hótelinu og gekk það eftir. /KSE Þröstur og Alla Dóra á veröndinni við Hótel Hvammstanga. Safnast saman í Selvík í Skaga Sögudagur á Sturlungaslóð 16. ágúst Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 16. ágúst. Sögudagurinn verður nú haldinn í sjötta sinn og hefur verið farið vítt og breitt um Skagafjörðinn undanfarin ár, á Víðimýri, Hóla, Miklibæ, Örlygsstaði, Fosslaug og víðar. Dagurinn byrjar með því að safnast verður saman í Selvík á Skaga kl 14 þar sem Helgi Hannesson leiðsögumaður og framhaldsskóla- kennari mun segja frá Flóabardaga. Félagar frá Grettistaki í Húnaþingi vestra verða á staðnum og munu sjá um að börnin hafi eitthvað fyrir stafni. Boðið verður upp á kaffi og djús. Til að komast í Selvíkina er beygt að félagsheimilinu Skagaseli og ekið meðfram ströndinni (til baka) að víkinni. Um kvöldið kl 20 hefst Ásbirningablótið í Kakalaskála í Kringlumýri hjá Sigurði Hansen. Erindi flytja Einar Georg Einarsson kennari og sagnaþulur frá Laugarbakka og Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra. Bára Gríms- dóttir og Chris Foster verða með tónlistaratriði. Veislustjóri verður Sigurður Hansen og í boði verða kræsingar að hætti miðaldamanna fram- reiddar af Hótel Varmahlíð. Pöntunarsími á blótið er 453 8170. /Fréttatilkynning Ben Griffiths til Stólanna Mfl. karla í knattspyrnu hjá Tindastóli Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli hefur fengið nýjan leikmann til liðs við sig. Það er hinn bandaríski Ben Griffiths sem hefur bæst í leikmannahópinn og mun leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til Stólanna eftir að leikmannaglugginn opnaði. Næsti leikur hjá Stólunum er fimmtudaginn 7. ágúst, en þá taka strákarnir á móti KA á Sauðárkróksvelli og hefst leikurinn kl. 19. /GSG Frjálsar íþróttir Þóranna Ósk Íslandsmeist- ari í sjöþraut Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 19.-20. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Tindastól/UMSS, varð Íslands- meistari í sjöþraut kvenna, hlaut 4066 stig. Þóranna var eini keppandi UMSS á mótinu. Þá tók Jó hann Björn Sig ur- björns son þátt í und an rás um í 200 metra hlaupi á heims meist ara- móti ung linga í Eu gene í Banda- ríkj un um. Hann komst ekki áfram úr undanriðlum. /KSE Laxveiðin það sem af er sumri Húnvetnsku árnar á góðu róli Blanda var fyrsta laxveiðiáin á landinu til að fara yfir 1000 veidda laxa í sumar samkvæmt veiðitölum sem birtast vikulega á vef Landsambands veiðifélaga. Þar voru komnir 1060 laxar á land á miðvikudaginn í síðustu viku en heildarveiðin í fyrra fór yfir 2600 laxa. Á vef Lax-ár, sem er leigutaki árinnar, er haft eftir veiði- mönnum sem þar voru núna seinnipartinn í júlí að eftir tvær vaktir voru þeir komnir með yfir 20 fiska og höfðu allt í allt skráð hátt í 50 fiska í veiði- bókina. Veiðin hefur verið með ágætum á öllum svæðum í ánni skv. samtali við veiðimennina. Á vefnum Vötn og veiði er sagt frá stórlaxi sem veiddist í Víðidalsá í vikunni og var sá 102 sentímetrar og líklega um 22-23 pund. Veiddist hann á neðsta svæðinu. Úr Víðidalsánni voru komnir 190 laxar á miðviku- daginn í síðustu viku en þar má veiða á níu stangir. Var áin í fimmtánda sæti á landsvísu. Úr Vatnsdalsá voru svo komnir hátt í 250 laxar. Þrátt fyrir að það væri heldur færra en í fyrra, og ekki útséð með að veiðimet verði slegin eins og þá, mega menn vel við una, enda veiðin með því besta sem gerist á landsvísu. /KSE Frá Sturlungadegi 2013.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.