Feykir


Feykir - 25.09.2014, Qupperneq 3

Feykir - 25.09.2014, Qupperneq 3
36/2014 3 Samspil tímans og sólargangsins Sólúr afhjúpað á Skagaströnd Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Listskreyt- ingasjóðs ríkisins, afhenti verkið og Magnús Pálsson afhjúpaði skjöld þar sem gerð var grein fyrir verkinu. Hann sagði einnig frá þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki tilurð þess og greindi frá því hvernig stuðla- bergsstöplarnir varpa skugga á eyktarmörkin eftir sólarstöðu. Listaverkið er tilvísun í samspil tímans og sólargangsins þar sem gömul eyktarmörk eru í heiðri höfð. Verkið samanstend- ur af tveimur stuðlabergsstöpl- um sem eru sniðnir þannig til að rauf á milli þeirra getur varpað geislum sólar niður á eyktarmörk. Geisli sólar í hásuðri fellur t.d. á „hádegi“ sem er markað í stétt í kringum verkið. Á stuðlabergsdrangana er rist stórum stöfum: „Tíminn Á laugardaginn var nýtt listaverk eftir Magnús Pálsson afhjúpað á Skagaströnd. Um er að ræða verkið Sólúr, en það var fjár- magnað af Listskreytingasjóði ríkisins. Sveitarfélagið Skaga- strönd sá um kostnað við að koma því fyrir en verkið stendur á torgi í miðju bæjarins. Um 40 manns voru viðstaddir athöfnina. Listaverkið Sólúr á Skagaströnd. MYND: KSE Takk fyrir Skokkhópurinn þakkar kærlega fyrir frábæran stuðning í Króksbrautarhlaupinu síðastliðinn laugardag en hlaupið var að þessu sinni tileinkað Dýrleifu Tómasdóttur. 80 manns gengu, hlupu eða hjóluðu 1350 kílómetra. Við vekjum athygli á því að söfnun stendur enn yfir. Hægt er að leggja inn á reikning: 0161-15-550405 Kennitala: 240560-3729. Skokkhópurinn þakkar öllum fyrirtækjum og einstaklingum þeirra framlag. Sérstakar þakkir fá Suðurleiðir fyrir akstur á hlaupadegi. Kærar þakkir! Skokkhópurinn STEINULL HF. er eins og vatnið og vatnið er djúpt og kalt“. Magnús Pálsson er þjóðkunn- ur listamaður og hefur verið einn helsti þátttakandi í nýrri skilgreiningu á hugtakinu list í íslenskri myndlist, sem hug- myndasmiður og lærimeistari. Hugmyndaleg listsköpun hans hefur alltaf verið afar persónuleg. Hann hættir aldrei að koma á óvart með verkum sínum. Magnús fór að láta að sér kveða í íslensku listalífi á árunum milli 1960 og 1970 eftir að hafa verið í listaskólum í Reykjavík og Austurríki og lært að búa til leikmyndir í Englandi. Á þessum árum urðu miklar breytingar í íslensku listalífi. Hann og aðrir listamenn sem þá voru að koma fram á sjónarsviðið litu öðrum augum á myndlistina en áður hafði verið gert og fóru allt aðrar leiðir. Þeir voru kallaðir nýlista- menn. Magnús Pálsson er einn af þeim listamönnum sem hefur notið meiri og meiri viður- kenningar, bæði innan lands og utan eftir því sem hann hefur lagt listinni til fleiri verk. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.