Feykir


Feykir - 25.09.2014, Side 9

Feykir - 25.09.2014, Side 9
36/2014 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja á þessari kunnu vísu eftir snillinginn Pál Ólafsson. Mun tilefnið það að hann hafi séð hey í skóm Ragnheiðar konu sinnar. Ég vildi ég fengi að vera strá og visna í skónum þínum. Því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Minnir að það hafi verið skáldið Jón Þorsteinsson á Arnarvatni sem orti svo í rysjóttri tíð. Það er nú svona sitt á hvað: sólskin er öðru megin. En nepjustælingur norðan að. nú verð ég miðlum feginn. Sú magnaða skáldkona Hulda mun hafa ort þessa. Oft mig dreymir ást og vor, einskins þá ég sakna. En mig skortir einatt þor aftur til að vakna. Þá kemur hér næst vel gerð vísa sem er eftir konu sem var á sinni tíð magnaður hagyrðingur og átti reyndar ekki langt að sækja þá náðargáfu. Mun afi hennar hafa verið hinn landskunni Bólu-Hjálmar. Mun hann hafa átt son sem Hjálmar hét og mun hafa búið á koti sem kallað var Hauganes og mun hafa verið reist sunnan Djúpadalsár í Blönduhlíð. Höfundur vísunnar, Sigríður Hjálmarsdóttir, mun hafa alist upp á Hauganesi og kennt sig við þann bæ æ síðan. Flutti svo að Búðum á Snæfellsnesi ásamt manni sínum Bjarna Jónssyni. Áttu þau soninn Kristin Bjarnason sem var landskunnur hagyrðingur hér í Húnaþingi á sinni búskapartíð hér. Sonur hans Ásgrímur bóndi í Ásbrekku í Vatnsdal var einnig kunnur fyrir sínar snjöllu vísur. Mun Sigríður alla tíð hafa saknað Skaga- fjarðar eins og reyndar vísan sýnir. Grimm forlaga gjólan hörð gleðidag vill ræna. Man ég Skaga fagran fjörð fjöll og haga græna. Ef ég man rétt mun hin kunni hagyrðingur og mikli Skagfirðingur hafa verið að lesa okkar ágæta blað Feykir og séð þar vísu sem honum fannst ekki vel gerð. Andrés Valberg yrkir svo: Norðlendingar æði oft við erfiðleika glíma. Ekki vantar í þá loft oft þeir vitlaust ríma. Oft voru þeir að gantast í vísnagerð Andrés og Sigfús Steindórsson í Steintúni. Eitt sinn er Andrés sá vísu á prenti eftir Sigfús sem honum fannst vera með rímgalla varð þessi til. Sinni að hleypa sálar dróg Sigfús betur kunni. Sá af stuðlum sýnir nóg í síðustu hendingunni. Vísnaþáttur 626 Hugsað hefur Andrés til Skagafjarðar er hann orti þessa mögnuðu hringhendu. Illt er að forðast öldu föll yfir borð fer röstin. Fyrir norðan átti ég öll yngstu sporðaköstin. Vel er við hæfi á þessum haustdögum að helga gangna- og réttavísum nokkurn sess hér í þættinum. Degi áður en þessi þáttur er í smíðum var undirritaður í göngum í suðvestan roki og rigningarhryðjum. Erfitt var þá að notast við útigleraugun og sama hefur Þórarinn Hjartarson á Tjörn í Svarfaðardal reynt er hann orti þessa ágætu gangnavísu í bleytu slyddu. Bölvað fyrir ber augu er bleytuslorið. En glatað fyrir gleraugu það get ég borið. Gaman að heyra örlítið meira frá Þórarni Hjartarsyni. Eitt haust leitaði féð óvenju hátt í smölun og rakst mjög illa. Þórarinn orti þá. Féð er að verða vandamál sem vesen bakar smölunum. Það fyllir hverja fjallaskál en finnst ekki oní dölunum. Féð er að verða vandamál með vitlausasta móti. Upp við kolsvart klettastál það kroppar í hreinu grjóti. Oft gengur á ýmsu þegar gleðimiklir réttardagar fara í hönd með ýmis einkenni sem bæst hafa við hið venjulega útlit. Held að þessi sé eftir Sigurjón Runólfsson, áður bónda á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Andlitið er örum skreytt eftir réttarbrasið. Og það vantar yfirleitt alla reisn í fasið. Kannski hefur Ágúst Sigfússon (Villu Gústi) ætlað í göngur eða réttir er hann orti svo. Fyrir allt mitt ferðalag fæ ég litla borgun. Nú má ekki drekka í dag ef duga skal á morgun. Hef oft í þessum þáttum biðlað til lesenda eftir vísum eftir Gísla Stefánsson, áður bónda í Mikley í Skagafirði. Því miður hefur það lítinn árangur borið. Var Gísli eins og stundum er sagt talandi skáld og áttuðu menn sig stundum ekki á því að það sem hann sagði væri vísa. Gott að leita til hans með lokavísuna. Mun hann á síðari Stafnsréttardegi hafa stigið þar upp á réttarvegginn og ávarpað viðstadda svo. Nú kem ég til að kveðja og kveða eitt lag. Þakka fyrir þægileg heitin þennan réttardag. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Ég hef svo lengi sem ég man eftir mér tekið þátt í íþróttum. Íþróttir eru stór hluti af mínu lífi og það er mikill missir að missa af hinu daglega sprikli. Í gegnum tíðina hef ég prófað hinar ýmsu gerðir af hreyfingu. Hingað til hef ég ekki fundið hreyfingu sem mér þykir leiðinleg, að því undanskildu að nota tæki í tækjasal. En til að finna það rétta, þarf maður að prófa sig áfram. Á grunnskólaárum varð auðvitað fótboltinn fyrir valinu sem helsta íþróttin, en hjólreiðar og útihlaup flutu alltaf með. Og auðvitað var mætt á Héraðsmótið góða í frjálsum íþróttum, þ.e.a.s. þegar maður gleymdi því ekki. En eftir meiðsladrjúg lokaár í grunnskólanum og með nýja spennandi möguleika opna þegar menntaskólinn tók við var ákveðið að nú væri rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt. Eitt af því fyrsta sem mér datt í hug til að prófa voru fimleikar. Nánar tiltekið fullorðins fimleikar. Það þarf ekki að fylgja sögunni hversu mikið betra fullorðna fólkið var en ég, en þau höfðu góða tíu til tuttugu ára reynslu fram yfir mig. Næst á dagskrá var það dans. Og ekki bara einhvers konar dans, heldur Swing Rock ‘n’ Roll, Boogie Woogie og Lindy Hop. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði! En allt í lagi, núna gat ég dansað á gólfinu. Þá var það næst að dansa í hringnum. Mikið rétt, hnefaleikar voru næstir á dagskrá. Ég verð að viðurkenna það, þetta fyrsta skref inn í hnefaleikasalinn var frekar erfitt. Tilfinningin var eins og ég væri að biðja einhvern um að berja mig eins fast og hann gæti, en það var sko alls ekki raunin! Ég varð líka bókstaflega „húkt.“ Það var ótrúlegt hvað það gerðist margt á þessum klukkutíma sem æfingin stóð yfir og fljótlega var ég komin í keppnishóp. Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir frá Blönduósi skrifar Íþróttir fyrir alla ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Þrátt fyrir mikla grósku í bardagaíþróttum síðustu ár, er ekki mikið um keppnir innanlands. Þar af leiðandi er leitað út fyrir landsteinana og þarf þá viðeigandi leyfi frá skólum og fleirum fyrir fararleyfi. Þá skiptir það víst máli hvort þú sért Jón, eða Séra Jón. En ég horfði á samnemendur sem fengu leyfi til þess að fara í sínar keppnisferðir ekki nýta sér þau á meðan ég skrópaði í skólanum til þess að geta keppt í þau fáu skipti sem það bauðst. Ég fékk þær útskýringar að þetta væri einungis af því að ég æfði hnefaleika. Ég hef fengið meira svona ástæðulaust mótlæti frá ýmsum aðilum sem telja hnefaleika vera langt því frá að vera íþrótt. Það er jafn vitlaust að segja að blak sé ekki íþrótt, heldur leikur, eða að júdo sé ekki íþrótt, heldur tveir einstaklingar að knúsast. Er það ekki íþrótt að hreyfa sig markvisst, tileinka sér ákveðna og sérhæfða tækni og stefna alltaf lengra? Mér finnst það allavega. - - - - - Margrét Ásgerður skorar á Erlu Jakobsdóttur að taka við pennanum. Tafir á framkvæmdum Bygging skíða- og veiðihúss á Deplum í Fljótum Eins og Feykir hefur áður fjallað um standa yfir miklar framkvæmdir á jörðinni Deplum í Stíflu í Fljótum. Eru þar hafnar byggingarfram- kvæmdir við 1200-1500 fermetra skíða- og veiðihús. Að sögn athafnamannsins Orra Vigfússonar, sem stendur að framkvæmd- unum ásamt viðskipta- félögum sínum, hafa framkvæmdir gengið hægar en til stóð. „Við ætluðum að nýta meira af útihúsunum og endurbæta þau en undirstöður reyndust ekki nógu góðar þannig að farið var út í að rífa og endurbyggja meira en til stóð,“ sagði Orri þegar Feykir sló á þráðinn til hans í gærmorgun. Orri segir að á þessum tímapunkti sé ekki ljóst hvenær framkvæmdum ljúki. „Það stóð til að verkinu yrði lokið í mars 2015 en við eigum eftir að halda fund til að endur- meta stöðuna. Við erum að reyna að setja kraft í þetta núna.“ Óskir Orra og félaga um að taka yfir flugvöllinn á Siglufirði hafa verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Vellinum var lok í júlí sl. í hagræð- ingarskyni. Orri segist ekki hafa heyrt frá hlutaðeigandi yfirvöldum síðan snemma í sumar en reiknar með að viðræður standi yfir milli þeirra sem málið varðar og vonast eftir að frétta af því einhvern tímann í haust. Hann segir völlinn gríðar- lega mikilvægan fyrir þá heilsársaðstöðu sem verið er að byggja upp á Deplum. „Við viljum gjarnan að flugvöllurinn verði áfram í rekstri svo okkar fólk geti lent þar,“ sagði Orri í samtali við Feyki. /KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.