Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 2
2 38/2014
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Tískustraumar og
byggðastefnupólitíkin
Ég hef fylgst með umræðunni um meðferðastofnunina Há-
holt í Skagafirði undanfarna daga sem virðist að mestu hafa
snúist upp í byggðastefnupólitík.
Helstu punktar sem dregnir hafa
verið fram í dagsljósið er að
ákveðið hefur verið að leggja fé í
stofnunina þrátt fyrir að Barna-
verndarstofa sé á móti henni,
væri ekki betra að verja þessu fé
til uppbyggingar á höfuðborgar-
svæðinu? Sagt er að verið sé að
kasta peningum í glæ þar sem
meðferðarstofnunin sé lítt notið
og standi jafnvel auð til lengri og
skemmri tíma. Er það ekki Barnaverndarstofa sem vísar
börnum á stofnunina? Er þá að undra þótt hún sé ekki mikið
nýtt – maður spyr sig?
Það virðist vera í tísku um þessar mundir að börn séu til
meðferðar í grennd við heimili og fjölskyldur sínar og gefur
það sjálfsagt góða raun í mörgum tilvikum. En er ekki gott að
hafa í handraðanum fjölbreyttari úrræði meðferða, kannski
þurfa einstaka börn öðruvísi meðferð en stendur til boða á
höfuðborgarsvæðinu, og jafnvel gætu foreldrar eða systkini
þurft á hvíld að halda til hlaða batteríin ef öll samskipti eru
farin í þrot. Ýmsir kostir hafa líka verið taldir við að taka
unglinga úr umhverfi sínu, nýtt umhverfi, fólk og ný byrjun,
fjarlægð frá óæskilegum aðstæðum, fólki og e.t.v. vímugjöfum.
Svo má einnig velta upp þeirri spurningu um foreldra barna
sem búsett eru á landsbyggðinni og eiga í erfiðleikum. Eiga
þeir að vera rórri yfir því að senda börn sín til Reykjavíkur til
meðferðar? Sjónarhorn og reynslusögur aðstandenda og
þeirra sem hafa verið til meðferðar á Háholti hefur að mínu
mati skort í þessa umræðu sem ætti ekki síst að geta varpað
ljósi á gildi stofnunarinnar, þ.e. hvernig meðferðir þar hafa
gefist og hvernig skjólstæðingum Háholts hefur reitt af að
meðferð og vistun lokinni?
Með því að segja að það sé ekki í tísku að senda börn út á
land þá er ég ekki að gera lítið úr þeim meðferðarúrræðum
sem standa til boða. En það eru auðvitað gildandi stefnur og
síbreytilegir straumar sem móta allt sem snýr að öllu því sem
er mannlegt, hvort sem það er uppeldisfræði, félagsfræði,
sálfræði, hagfræði eða fornleifafræði. En það að loka stofnun
þar sem byggt hefur verið upp gott starf í gegnum árin með
hag skjólstæðinganna að leiðarljósi, virkar sem skammsýni
fyrir mér.
Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri
Líflambadagur
austan Vatna
Forystufé til
sýnis og sölu
Líflambadagur hreppanna
fornu, Fells- og Hofs-,
Hóla- og Viðvíkurhreppa
verður haldinn á Melstað í
Óslandshlíð laugardaginn
11. október og opnar
fjárhúsið kl 13:00.
Á dagskránni er m.a.
lambhrútasýning, alvanir
þuklarar munu þreifa sig
áfram og raða hrútum í sæti.
Úrval hrúta og gimbra til
sölu. Forystufé til sýnis og
sölu. Hrútauppboð þar sem
Gísli Einarsson mun sjá til
þess að hrútar verði slegnir á
réttu verði. /Fréttatilk.
Sameining heilbrigðisstofnana gengin í gegn
HS og HSB sameinaðar
Formleg sameining heil-
brigðisstofnana á Norður-
landi, Suðurlandi og
Vestfjörðum tók gildi þann 1.
október.
Á vef Velferðarráðuneytisins
kemur fram að yfirstjórnum
heilbrigðisstofnana fækkar um
átta og aðeins ein heilbrigðis-
stofnun starfar í hverju heil-
brigðisumdæmi þótt starfs-
stöðvar séu víða. Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands varð til við
sameiningu heilbrigðisstofnan-
anna á Blönduósi, Sauðárkróki
og í Fjallabyggð, heilsugæslu-
stöðvanna á Dalvík og Akureyri
og Heilbrigðisstofnunar Þingey-
inga.
Forstjóri er Jón Helgi Björns-
son. /BÞ
Dreifnám FNV á
Hvammstanga
Í frumvarpi til fjárlaga
2015 kemur fram að
tímabundin fjárveiting
vegna framhaldsdeildar á
Hvammstanga sé felld
niður. Þau svör hafa nú
fengist frá ráðuneyti
menntamála til
sveitarstjórnar Húnaþings
vestra að framlag til
deildarinnar sé tryggt og
að árið 2015 verði eins og
gert var ráð fyrir í
sóknaráætlun.
Á vef Húnaþings vestra
kemur fram að um er að ræða
hluta af heildarframlagi til
deildarinnar, þ.e. 3,4 m.kr. af
6,2 m.kr. framlagi sem gert er
ráð fyrir til deildarinnar á
yfirstandandi ári. „Í fjárlögum
2014 var veitt 25 m.kr. framlag
til að styrkja framhaldsdeildir
á landsbyggðinni og er gert
ráð fyrir að það sem upp á
vantar vegna framlags til
framhaldsdeildar á Hvamms-
tanga verði tekið af því fé á
næsta ári.“
Loks segir að á fundi
sveitarstjórnar með þing-
mönnum kjördæmisins sl.
fimmtudag hafi komið fram
einarður vilji allra að fjár-
mögnun dreifnáms í sveitar-
félaginu verði tryggð til næstu
5 ára og hún sér-greind á
fjárlögum. /BÞ
Framlag
tryggt
næsta
árið
500 milljóna samningur við Háholt til næstu þriggja ára
Húsnæðið að verða til-
búið fyrir nýtt hlutverk
Eins og greint hefur verið frá í
fjölmiðlum undanfarna daga
stendur til að gera 500
milljóna króna samning til
næstu þriggja ára við
meðferðarheimilið Háholti í
Skagafirði. Þar verður á
þessu tímabili boðið upp á
vistun ungra fanga, í stað
þess að þeir afpláni í
hefðbundnum fangelsum eins
og nú er raunin.
Er samningurinn til kominn
vegna ákvörðunar Alþingis um
að löggilda samning sameinuðu
þjóðanna um réttindi barna.
Löggildingin hefur í för með sér
að yfirvöldum er uppálagt að
hafa tilbúið úrræði er fullnægir
þörfum um afplánun og
samræmist hugmyndum um
afplánun í meðferð. Því hefur
Barnaverndarstofa ákveðið að
Háholt verði hvort tveggja í senn
meðferðarheimili og afplán-
unarstaður fyrir börn sem fá
óskilorðsbundna dóma. Í því
felst ákveðin hagræðing og sam-
nýting á húsnæði og mannafla.
Í fjölmiðlaumfjöllun um málið
hefur komið fram að Barna-
verndarstofa hafi lagst gegn
ákvörðuninni en jafnframt að
barnaverndarnefndir um allt
land hafi lýst ánægju sinni með
15 ára faglegt starf Háholts og að
þar sé mikil fagleg þekking til
staðar og starfsemin öll fari
faglega fram. Húsnæðið er nú
um það bil að verða tilbúið til að
gegna nýju hlutverki en hingað til
hefur einungis verið rekið þar
meðferðarheimili.
Á Háholti geta dvalið allt að
þrjú börn í einu en geta orðið
fjögur við tilkomu nýs hlutverks.
Það sem af er ári er nýtinga-
hlutfallið 70%. Ellefu starfsmenn
starfa á Háholti í dag í rúmlega
níu stöðugildum, auk kennara og
sálfræðings í hlutastarfi. Starfs-
menn hafa gegnum tíðina sótt
sér mikla fagþekkingu og
starfsmannavelta er lítil á
staðnum. Þá er viðbragðstími
lögreglu mjög stuttur, þar sem
heimilið er staðsett skammt frá
Sauðárkróki. /KSE
Blönduós
Vill skýringar á
ráðstöfun SSNV
Byggðaráð Blönduósbæjar
harmar þá ráðstöfun
Samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra að leggja
niður starfsstöð atvinnuráð-
gjafa á Blönduósi. Byggða-
ráðið vekur jafnframt athygli
á því að á sama tíma er
auglýst eftir atvinnuráðgjafa
þar sem starfsstöð hans er
auglýst sérstaklega.
Byggðaráð óskar eftir
skýringu á þessari ráðstöfun.
Á Húna.is kemur fram að
þetta er ekki í fyrsta sinn sem
byggðaráð óskar eftir skýring-
um, því í júlí sl. var óskað eftir
því að stjórn SSNV skýrði
sérstaklega þá ákvörðun sína að
leggja niður starf atvinnuráðgjafa
á Blönduósi án kynningar og
samráðs við sveitarstjórn. Þá
hvatti byggðaráð stjórn SSNV til
virkari samskipta við sveitar-
stjórnir með aukinni upplýsinga-
gjöf og benti m.a. á að nauðsynlegt
væri að fundargerðir stjórnar
yrðu aðgengilegri á vef samtak-
anna mun fyrr en tíðkast hefur
og að sveitarstjórnir yrðu upplýst-
ar um t.d. skipulagsbreytingar og
starfsmannamál. /BÞ