Feykir - 09.10.2014, Side 3
38/2014 3
Hrútadagur í
Fljótum vel sóttur
Það var fullt af fólki og fé í
fjárhúsunum á Þrasastöðum
í Stíflu síðast liðinn laugar-
dag en þá stóð Fjárræktar-
félag Fljótamanna fyrir
hrútadegi annað árið í röð.
Á hrútadeginum var hægt
að fjárfesta í kynbótalömbum,
sjá hrútasýningu og lamba-
sýningu sem börnin stóðu
fyrir.
Boðið var upp á léttar
veitingar að hætti Fljótakvenna
og einnig var heimaframleiðsla
Fljótamanna kynnt. Fjöldi
fólks lagði leið sína í Fljótin og
tók þátt í skemmtilegum degi.
Þeirra á meðal var Birgitta
Lúðvíksdóttir, ættuð frá Mola-
stöðum í Fljótum, sem góð-
fúslega sendi Feyki þessar
skemmtilegu myndir. /KSE
Gestir á Hrútadegi í Fljótum skemmtu sér vel. MYNDIR: BIRGITTA L.
Helgi Björns á tónleikaferðalagi
Troðfullur salur á Kaffi Krók
Helgi Björns hélt tónleika á
Kaffi Krók á
laugardagskvöldið.
Tónleikarnir voru hluti af 30
tónleika röð Helga á
hringferð um landið, þar sem
hann fagnar 30 ára
söngafmæli sínu.
Helgi rifjaði ferilinn upp á
gamansaman hátt, í tali og
tónum, og sagði tónleikagestum,
sem fylltu neðri salinn á Kaffi
Krók, sögurnar á bak við lögin.
Með Helga í för var Guðmund-
ur Óskar Guðmundsson bassa-
leikari úr Hjaltalín. Í farteski
þeirra félaga var skemmtileg
sviðsmynd sem innihélt ýmsa
muni sem þeim höfðu verið
gefnir í ferðinni. Á Króknum
Tónleikagestur tekur lagið með Helga og Guðmundi Óskari. MYND: KSE
Margt um manninn í fjárhúsunum á Þrasastöðum
Hrútar þuklaðir og þreifaðir.
Börnin sýndu vel valin lömb.
Gestir fengu að smakka heimaframleiðslu Fljótamanna.
Myndasamkeppni
Átt þú forsíðumynd á Jólablað Feykis?
Jólablað Feykis kemur út 27. nóvember nk.
og er dreift frítt í öll hús á Norðurlandi vestra.
Jafnan ríkir mikil eftirvænting fyrir útkomu blaðsins og í
hugum margra markar það upphaf aðventunnar. Hefð er fyrir
því að forsíðu blaðsins prýði falleg mynd og leitum við því til
þín að senda inn mynd í samkeppni um forsíðuna.
Myndaval er frjálst en skal vera í anda jólanna.
Hafa ber í huga að lögun myndarinnar þarf að vera í
svokölluðu portait og haus Feykis þarf að komast fyrir efst.
Frestur til að skila inn myndum er til 8. nóvember nk.
og berist þær á netfangið feykir@feykir.is.
Vegleg verðlaun í boði
– fylgstu með á Feykir.is
Athugið! Feykir áskilur sér rétt til að birta
þær myndir sem berast.
FRÉTTA- OG DÆGURMÁLABLAÐ
Á NORÐURLANDI VESTRA
bættust í sarpinn kartöflupoki til
hörðu áranna og skilti með
áletruninni „holóttur vegur“
sem var vísan til þess að leið
Helga og Guðmundar Óskars
lægi næst á Vestfirðina. Undir-
tektir tónleikagesta voru góðar
og tóku þeir hressilega undir í
kunnuglegum lögum sem Helgi
flutti af innlifun. /KSE
Vatnsvélar í íþróttahúsið í Varmahlíð
Kvenfélögin styrktu kaupin
Varmahlíðarskóli er einn af
þeim grunnskólum sem
starfa undir stefnu
heilsueflandi skóla. Þar er því
mikið lagt upp úr
vatnsdrykkju, ekki síst eftir
íþróttir og sund. Nýlega var
fjárfest í vatnsvélum í
íþróttahúsinu í Varmahlíð, en
það voru kvenfélögin í
fjórum hinna fornu hreppa
sem að húsinu standa sem
gáfu pening í verkefnið.
Að sögn Moniku Borgars-
dóttur, umsjónarmanns Íþrótta-
hússins í Varmahlíð, kom
Kvenfélagið í Seyluhrepp hinum
forna að máli við hana og vildi
gefa pening til kaupa á vatnsvél í
húsið. Í kjölfarið voru hinum
kvenfélögunum, í Staðarhrepp,
Akrahrepp og Lýtingsstaða-
Monika og Elín frá Kvenfélagi Lýtingstaðastaðahrepp hinum forna.
hrepp hinum fornu send bréf
þess efnis hvort þau vildu einnig
styrkja verkefnið. „Öll félögin
komu að þessu verkefni og gáfu
pening, sem varð til þess að við
fengum tvær vélar í húsið. Við
erum mjög þakklát fyrir þessar
rausnarlegu peningagjafir,“
sagði Monika í samtali við Feyki
nú í vikunni. /KSE