Feykir


Feykir - 09.10.2014, Qupperneq 4

Feykir - 09.10.2014, Qupperneq 4
4 38/2014 Aflatölur 28. september - 4. október Um 400 tonn að landi Í viku 40 var rétt tæpum 200 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var tæpum 190 tonnum landað á Sauðárkróki og tæpu 1,4 tonni á Hofsósi. Ekkert var róið frá Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KGSKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hamar SH-224 Lína 21.260 Sighvatur GK-57 Lína 169.630 Stella GK-23 Landb. lína 4.738 Alls á Skagaströnd: 199.905 Farsæll SH-30 Botnvarpa 42.994 Gammur SK-12 Þorskfisknet 2.120 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 938 Klakkur SK-5 Botnvarpa 131.078 Már SK-90 Handfæri 270 Óskar SK-13 Handfæri 444 Röst SK-17 Rækjuvarpa 10.460 Steini Sk-14 Handfæri 413 Vinur SK-22 Handfæri 610 Þytur SK-18 Handfæri 266 Alls á Sauðárkróki 189.593 Ásmundur SK-123 Landb. lína 1.365 Alls á Hofsósi 1.365 Sviðamessa og sviðamessa! Opið fyrir pantanir Nú er opið fyrir pantanir á sviðamessu húsfreyjanna á Vatnsnesi í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Að þessu sinni verða hvorki meira né minna en þrjú kvöld, 10., 11. og 18 október nk. Allt er að verða klárt og frábærir veislustjórar og tón- listarmenn munu koma fram öll þrjú kvöldin, segir í tilkynningu frá húsfreyjunum. Miðaverð er kr. 4.000. Hægt er að panta hjá Báru, en ein- göngu er tekið á móti pöntunum í síma 847 7845 (Bára) frá og með 6. – 9. okt. n.k. eftir kl. 17. /KSE Ýmsar framkvæmdir í farvatninu Blönduósbær Blönduósbær hefur staðið í ýmsum framkvæmdum í sumar, en að sögn Arnar Þórs Sævarssonar bæjarstjóra hafa ýmsar framkvæmdir á húsnæði í eigu sveitarfélags- ins og gatnaframkvæmdir verið þær helstu að undan- förnu, auk þess sem fuglaskoðunarhúsi var komið fyrir á staðnum í sumar. Þá standa fyrir dyrum töluverðar endurbætur á Skrapa- tungurétt. Nýlega var loftræsting á efri hæð íþróttamiðstöðvarinnar lagfærð og sama er að segja um loft- ræstingu í leikskólanum. Þá hefur verið unnið að utanhúss- veggklæðningu í bíósal félags- heimilis og unnið að ýmsu smá- viðhaldi á fasteignum, svo sem málun glugga og slíku, að sögn Arnars. Lokið er við jarðvegsskipti og útlagningu á klæðningu á Aðal- götu og var eitt yfirlag sett á götuna en ákveðið að bíða með seinna yfirlagið til næsta árs. Þá þarf einnig að endurnýja kant- steina og lagfæra gangstéttir. Verktaki á vegum Vegagerðar- innar er um þessar mundir að ljúka endurbótum á Svínvetn- ingabraut en búið er að leggja klæðingu upp fyrir afleggjarann að Köldukinn. Snemma í sumar var svo komið upp fuglaskoðunarhúsi í bænum og var það formlega vígt á Húnavökuhátíð í júlí. Einnig er búið að útbúa fuglaskoðunar- skilti og er eitt staðsett við húsið en tvö önnur verða við ósa Blöndu og eitt neðan lögreglu- stöðvar. Þá var útbúið bílastæði og aðkoma að húsinu og verður farið í fráganga á stíg, tröppum og gróðri nú í haust. Hvað fráveitumál varðar hefur verið unnið að endur- bótum á dælubrunni fráveitu neðan sláturhússins en mikið álag er á þeim dælubrunni og höfðu festingar gefið sig. Þá er verið að endurnýja stýritölvu í stýribúnaði hreinsistöðvar en hún skemmdist við straumrof í fyrravetur. Loks kom fram í máli Arnars Þórs að ráðist hefði verið í lagfæringar á Skrapatungurétt. Ákveðið var í samvinnu við Skagabyggð, á fundi byggðarráðs í sumar, að ráðast í framkvæmdir fyrir tvær milljónir króna frá eigendum auk þess sem Vega- gerðin leggur eina milljón í endurbætur á veginum frá réttinni. Hefur vegurinn verið lagfærður, skipt um ræsi auk þess sem ráðist var í endurnýjun girðingar meðfram vegi, í sam- starfi við eiganda Skrapatungu. Þá verður farið í grjótvörn á áreyrum við réttina. Loks þarf að fjárfesta í nýju ristarhliði og gera ráð fyrir endurbótum á réttinni sjálfri á næsta ári, að sögn Arnars. /KSE Skrapatungurétt. MYND: BÞ Það er Róbert Daníel Jónsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi sem tekur áskorun frá Höskuldi Erlingssyni og svarar spurningum í þættinum að þessu sinni. Róbert er Liverpool maður og hefur verið það frá barnæsku og spáir hann Liverpool í topp 4 og að þeir nái meistaradeildarsæti í ár. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Liverpool er mitt uppáhaldslið og það er vegna þess að þegar ég fór að fylgjast með enska boltanum með pabba sem ungur drengur var það mest spennandi liðið á að horfa. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Ég spái því að Liverpool verði í topp 4 og nái í meistaradeildarsæti ár. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Nei, alls ekki, við eigum að geta gert mikið betur. Þeir virka þunnir eftir síðasta tímabil og ekki sannfærandi. Erfitt að missa titilinn eftir að vera með hann í höndunum á lokakaflanum. Það tekur á og svo var ekki gott að missa Suarez fótboltalega séð. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -U....JÁ (stórt bros). Samt aldrei neitt alvarlegt, hef lúmskt gaman að smá stríðni og rökræðum. Get verið duglegur að stríða stuðningsmönnum Man utd á netinu/Facebook ef illa gengur hjá þeim. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Ég hélt rosalega mikið uppá Torres þegar hann var uppá sitt besta hjá okkur, verð að segja hann. Síðan er að sjálfsögðu Gerrard sem ég ber mikla virðingu fyrir. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, því miður. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Ég á eitthvað sem tengist liðinu en ekki mikið, held mest upp á húfu sem ég fékk frá Liverpool klúbbnum sem ég nota oft í útivist og veiði. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Ég á þrjú börn, Daníel Mána 13 ára sem heldur með Man utd, Ísól Kötlu 10 ára sem heldur með Liverpool og síðan Óskar Sólberg sem er að verða 5 ára og segist oftast halda með Liverpool. Ég er ekki mikið í því að stjórnast með hvaða liði þau halda, fá bara að ráða því sjálf. Daníel sefur samt í bílskúrnum á dýnu á meðan hann er að komast yfir þetta vandamál. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Róbert Daníel Jónsson Blönduósi Ekki sáttur við stöðu Liverpool í dag ( LIÐIÐ MITT ) kristin@feykir.is -Þetta getur ekki verið spurning! Það gerir maður ekki. Uppáhalds málsháttur? -Þeir eru tveir í uppáhaldi: „Aldrei einn á ferð.„ „You'll never walk alone.“ „Stundum skín sólin á hundsrassgat.“ Einhver góð saga úr boltanum? -Ein góð sem ég man af sjálfum úr boltanum þegar ég var spila í 3ja flokki fyrir Bolungarvík á móti liði í Reykjavík sem ég man núna ekki hvað var. Þeir voru að vinna okkur með tveimur mörkum og þjálfarinn kallar á mig og ætlar að skipta mér útaf þegar 10 – 15 mín. voru eftir af leiknum, ég kallaði þá til baka: „Ég er ekki þreyttur“. Þjálfaranum fannst þetta svo fyndið að hann leyfði mér að klára leikinn. Ég er samt ekki viss um að öllum hafi fundist þetta fyndið á þeim tíma. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Ég er alltaf hrekkja eitthvað, ég skal nefna einn hrekk sem mér fannst ágætur. Eftir tap Man utd á móti Liverpool fyrir nokkrum árum síðan var ég staddur heima hjá tengdapabba sem heldur mikið með Man utd. Ég hafði fyrir því að draga klósettrúlluna á klósettinu heima hjá honum langt út og skrifa Man utd á hvert blað nema það fyrsta þannig að það sæist ekki hvað ég hafði gert þegar hann kom til nota aðstöðunu. Ég fjarlægði líka allar auka rúllur til að hafa þetta öruggt. Hann vildi nú ekki meina að hann hafi ekki þurft að nota þessa ákveðnu rúllu en ég sá að það vantaði á rúlluna og þá gat ég brosað smá. Spurning frá Höskuldi: Er það rétt að stjórnendur Liverpool séu búnir að ráða Balotelli aðstoðarmenn til að aðstoða hann við að komast í búninginn? -Hefur aldrei verið vandamál hjá honum að komast í búninginn, hinsvegar er vestið vandmál á æfingum. Þeir leysa það þannig að þeir hafa hann alltaf í liðinu á æfingu sem er ekki í vesti. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Mig langar á sjá vin minn hann Tryggva Björnsson svara næst. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Hvað finnst þér það besta við Steven Gerrard?

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.