Feykir - 09.10.2014, Side 8
8 38/2014
Sáu bólstrana
bera við himinn
Björgunarsveitin Húnar stendur eldgosavaktina í Austur-þýsku vígvallasjúkraskýli
Björgunarsveitin Húnar var
við gæslu vegna eldgossins í
Holuhrauni helgina 26. – 29.
september. „Starf þeirra
sem sinna vakt á
lokunarpóstunum er að sjá
til þess að þeir sem fara inn
á lokaða svæðið hafi tilskilin
leyfi til þess að fara inn á
svæðið, sem og þurfum við
að tilkynna er fólk fer inn og
út af svæðinu,“ segir Gunnar
Örn Jakobsson, formaður
björgunarsveitarinnar.
Sveitin var staðsett í Kreppu-
tungu, suður af Möðrudal á
fjöllum, í þrjá sólahringa
samfleytt frá föstudegi til
mánudags. „Á vakt eru tveir
menn allan sólarhringinn og
við skiptum mannskapnum í
tvo hópa. Annar var frá
föstudegi og fram á sunnudag
en þá tók seinni hópurinn við
og kláraði vaktina,“ útskýrir
Gunnar. Hann segir vaktina
hafa verið tíðindalitla, nema
hvað að veðrið hafi alltaf verið
að breytast allt frá sólskini og
blíðu í snjókomu og sand-
storm. „Þar sem við vorum
staðsettir þó nokkuð frá gos-
stöðvunum sáum við lítið af
gosinu nema rétt bólstrana sem
báru við himinn. Einnig vorum
SAMANTEKT
Berglind Þorsteinsdóttir
MYNDIR: BJSV HÚNAR
við lausir við alla mengun frá
gosstöðvunum meðan okkar
vakt stóð yfir.“
Björgunarsveitarmenn
höfðust til í Austur-þýsku víg-
vallasjúkraskýli í eigu Björg-
unarsveitarinnar Héraðs á
Egilsstöðum. Gunnar segir
skýlið henta vel í þetta verkefni
en þar hefur öllum nauðsyn-
legum búnaði verið komið
fyrir.
Þetta var ekki fyrsta vaktin
sem Húnar hafa staðið í sam-
bandi við eldgosið í Holu-
hrauni en fyrr í september
voru þeir við Tómasarhaga á
Sprengisandi.
Að þessu sinni er það Sigurpáll
Aðalsteinsson, í daglegu tali
nefndur Siggi Doddi, sem svarar
Tón-lystinni. Siggi Doddi (1970)
býr í Fellstúninu á Króknum en er
alinn upp á Húsavík. Hann spilar
á hljómborð og oftar en ekki með
hljómsveitinni Von. Þá er kappinn
í landsliðsflokki í veitinga- og
skemmtanabransanum en Siggi
Doddi rekur ásamt konu sinni
veitinga- og skemmtistaði á
Króknum og á Akureyri.
Helstu tónlistarafrek:
-Að fá að spila ball með Stjána Gísla.
Uppáhalds tónlistartímabil?
-1980 til 1990.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra
eyrun þessa dagana?
-Íslensk tónlist.
Hvers konar tónlist var hlustað á á
þínu heimili?
-Allt með Bo. Frú Unnur (mamma)
keypti allt sem Bo gaf út.
Hver var fyrsta platan/diskur-
inn/kasettan/niðurhalið sem þú
keyptir þér?
-Held að það hafi verið plata með Rut
Reginalds, ekki man ég nú nafnið á
henni.
Hvaða græjur varstu þá með?
-Gamlar Sharp.
Hvað syngur þú helst í sturtunni?
-Syng bara alls ekki í sturtu.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér
daginn?
-Glaðasti hundur í heimi.
Uppáhalds Júróvisjónlagið?
-Waterloo og Eitt lag enn eftir Bassa
vin minn.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað
læturðu hljóma í græjunum til að
koma öllum í stuð?
-Sálina og jafnvel Stjórnina. Þegar
mundi líða á þá kæmi Bon Jovi
sterkur inn.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnu-
dagsmorgni, hvað viltu helst heyra?
-Vakna sjaldan snemma á sunnu-
dagsmorgni, en yfirleitt sönglar í
eyrunum á mér það sem ég var að
spila um nóttina.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella þér
á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða
tónleika og hvern tækirðu með
þér?
-Ég myndi taka Kristínu með mér að
sjálfsögðu – veit ekki hvert, bara þar
sem Bon Jovi væri með tónleika.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig
dreymt um að vera?
-Stebbi Hilmars.
Hver er að þínu mati besta plata
sem gefin hefur verið út?
-Í bítið með Von.
Sex vinsælustu lögin á Playlistanum
þínum?
-Ég læt Spotify sjá um að setja
saman playlista fyrir mig svo listinn er
mismunandi eftir dögum og tilefnum.
Sigurpáll Aðalsteinsson / hljómborð
Syngur bara alls
ekki í sturtu
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Siggi Doddi og Baldur Þór systursonur hans reffilegir saman. MYND: ÚR EINKASAFNI