Feykir


Feykir - 13.11.2014, Side 6

Feykir - 13.11.2014, Side 6
6 43/2014 Geirmundur verður hugsi dá- litla stund þegar blaðamaður spyr hvað ferillinn spanni orðið langan tíma. Hann er þó alveg með það á hreinu að hafa spilað á sínu fyrsta balli aðeins 15 ára. Geirmundur rifjar í þessu samhengi upp að gárungur hafi einhvern tímann sagt að hann VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir farinn að spila á hann á böllum eftir svona ár,“ segir Geirmundur og bætir við að hann hafi farið suður tvo vetrarparta og lært hjá Berta Möller á gítar og Gretti Björns á harmónikku. „Í dag, eftir öll þessi ár, sér maður eftir að hafa ekki lært meira. Hafa til dæmis farið í píanónám. En hljómsveitirnar voru númer eitt, tvö og þrjú á þessum tíma.“ Árið 1965 lagði hljómsveit væri búinn að spila svo lengi að Grettir Ásmundsson í Drangey hafi náð einu af fyrstu böllun- um. En til að halda sig við stað- reyndir byrjuðu Geirmundur og Gunnlaugur bróðir hans að læra á harmónikku þegar Geirmundur var ellefu ára, fengu hana lánaða á næsta bæ og síðar var fjárfest í einni slíkri. Þeir bræður ólust upp við mikla tónlist og söng á heimilinu, móðir þeirra söng í kirkju- kórnum og faðir þeirra í Karlakórnum Heimi. Fljótlega stofnuðu bræðurnir hljómsveit og fengur til liðs við sig sveitunga í Sæmundarhlíð- inni, Jón á Fosshóli, sem spilaði á trommur. Fékk hljómsveitin nafnið Rómó og Geiri. „Eftir ár fékk ég mér gítar, það var ekki nógu sniðugt að vera að skjögta með tvær harmónikkur. Ég var þeirra bræðra upp laupana en stofnuð var hljómsveitin Geislar, og starfaði hún eitt sumar. „Síðan fór ég í hljómsveit sem var starfandi á Sauðárkróki og hét hljómsveit Hauks Þorsteins- sonar, Haukur var nú ekki í henni nema eitt ár, þá var hún skírð upp og hét Flamingó. Hún starfaði til ársloka 1970. Síðan 1971 varð hljómsveit Geirmund- ar til,“ rifjar Geirmundur upp. Hann segist þó einn eftir úr hinni upprunalegu hljómsveit, en miðað við hvað þetta sé orðinn langur tími hafi ekki orðið miklar breytingar á mann- skap í gegnum tíðina. Segja má að hljómsveit Geirmundar hafi strax slegið í gegn, en árið 1972 kom út tveggja laga plata með laginu Bíddu við. Gefin var út önnur tveggja laga plata, en hún innihélt lagið Nú er ég léttur. Bæði lögin slógu í gegn og fór hljómsveitin að spila um allt land. Um nokkurra ára skeið, upp úr 2000, hélt Geirmundur úti tveimur hljómsveitum, einni norðan heiða og annarri sunnan heiða. „Strákagreyin þeir þreyt- Geirmundur Valtýsson, fjármálastjóri, bóndi og tónlistarmaður á Sauðárkróki Skagfirðinginn Geirmund Valtýsson þekkja flestir landsmenn. Sveitastrákinn sem heitir í höfuðið á bænum þar sem hann ólst upp og stundar sjálfur búskap í dag. Fjármálastjórann sem hefur unnið hjá KS í 38 ár og er ekkert að hætta þó hann sé nýlega orðinn sjötugur. Tónlistarmanninn sem ennþá þeytist um landið og spilar um hverja helgi og hefur alltaf jafn gaman af. Feykir náði Geirmundi í kaffisopa í lok hefðbundins vinnudags hjá KS þar sem hann stýrir fjármálum, svona rétt áður en hann skrapp fram í sveit að hirða um annars konar fé. „Það kostar skipulagningu, en þessi störf fara vel saman“ Geirmundur lítur glaður yfir farinn veg í viðtali við Feyki. MYND: PÉTUR INGI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.