Feykir


Feykir - 13.11.2014, Side 9

Feykir - 13.11.2014, Side 9
43/2014 9 Eftir margra ára búsetu sunnan heiða án þess að búa við þann lúxus sem húsmæður hér norðan heiða hafa, hef ég loksins komist í hóp þeirra heppnu húsmæðra að hafa snúrur í garðinum hjá mér. Snúrur í garði eru staðalbúnaður og jafnvel tákn um gæði og myndarskap heimilisins. Hvaða húsbónda dreymir ekki um bifreið með leðuráklæði og hita í sætum, rafmagn í rúðum og speglum, sjálfskiptan og með kúlutengi. Eins er með húsmóðurina – hverja dreymir ekki um snúrur í garðinn hjá sér, zinkhúðaða staura með traustum undirstöðum, sterkum snúruböndum úr Kaupfélaginu í grænum lit Framsóknarflokksins og síðast en ekki síst – að snúrurnar snúi í rétta átt. Hver kannast ekki við að hafa keypt sér bíl og innan viku fer tímareimin. Sama er að segja með snúrurnar þó þær fari ekki yfir á tíma þá er ekkert eins hvimleitt og snúrur sem snúa í vitlausa átt þannig að þvotturinn blaktir ekki með fullri reisn á snúrunni heldur vefur sig um snúrulínurnar líkt og lævís köttur vefur sig utan um nýrakaða fótleggi húsbóndans. Öll gerum við okkur grein fyrir að ríkjandi vindátt er mismunandi eftir því hvar við búum á Íslandi og þar af leiðandi þurfum við öll að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þess. Hver segir að snúrur eigi að snúa í norður þegar ríkjandi vindátt er austanátt? Hver segir að snúrur eigi að snúa til vinstri þegar vindáttin kemur frá hægri? Hverskonar myndarskapur er að hafa sömu ósamstæðu nærfötin á snúrunni dag eftir dag, snúin og skæld, í von um Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi skrifar Ósamstæð nærföt og ríkjandi vindátt ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is að sunnanáttin breyti sér í austanþey svo þokkafullu ósamstæðu nærfötin fái noti sín á snúrunum. Höfum það á hreinu að þvottur sem vefur sig utan um snúrulínuna ber vott um ómyndugan heimilisbrag líkt og metnaðarlaus eiginmaður sem ekur bíl með ósamstæða hjólkoppa um fjörðinn. Snúrur sem ekki fylgja ríkjandi veðurátt eiga sér ekki sjö dagana sæla líkt og vinstri sinnaður maður í hægri sinnuðu starfi. Í raun mætti líkja snúrustaurunum saman við einhverjar stofnanir sveitarfélagsins sem settar eru niður af öflum að sunnan og ósamstæðu nærfötin eru íbúar sveitarfélagsins og vindurinn er það stjórnmálaafl sem knýr vél sveitarfélagsins áfram. Í sumum sveitarfélögum hefur ríkjandi vindátt verið sú sama um árabil, jafnvel áratugum saman og geta ósamstæðu nærfötin í blindni sinni treyst því að hið ríkjandi stjórnmálaafl muni þurrausa hvern dropa úr þeim. Aftur á móti eru í öðrum sveitarfélögum engin merkjanleg ríkjandi vindátt og þar feykjast til ósamsett nærföt í allar áttir, í lengri tíma og vefjast jafnvel um snúrulínurnar. Ber það með sér myndugt heimilishald? Er þá ekki betra að ganga að austanáttinni vísri án þess að þurfa óttast aðrar vindáttir? Eða hvað finnst þér? - - - - - - Ég skora á samkennara minn að láta gamminn geysa. Fríða Eyjólfsdóttir – orðið er þitt. Flýttu þér hægt – Flýttu þér hægt, ó, þú blessaða barn, bernskunnar haltu í drauminn. Svo fái ekki heimurinn hégómagjarn að hrifsa þig með sér í strauminn. Staldraðu við þessa stund sem er frjáls og stendur þér ennþá til boða. Og varastu hættur hvers meinsemda máls sem mannsbörnum steypir í voða. Flýttu þér hægt upp í fullorðins spor og farðu ekki bernskuna að kveðja. Haltu sem lengst í þitt leikandi vor og leyfðu því sál þína að gleðja. Farðu ekki í neinu að hlaupa út á hjarn þar sem heimurinn falsinu dreifir. Flýttu þér hægt, ó, þú blessaða barn, meðan bernskunnar svigrúm það leyfir. Rúnar Kristjánsson FRÁ LESENDUM RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR Skagafjörður Gönguskarðsárvirkjun endurbyggð Fyrirtækið Íslandsvirkjun hyggst leggja nýja lögn og nýtt stöðvarhús ofan við gömlu brúna á Göngu- skarðsá í Skagafirði. Í umfjöllun Morgunblaðsins sl. mánudag segir að ætlun fyrirtækisins, sem stofnað hefur dótturfélagið Gönguskarðsárvirkjun ehf., sé að framleiða raforku inn á dreifikerfi RARIK. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir í samtalið við Morgunblaðið að fyrir liggur samkomulag við Íslandsvirkjun um kaup á stíflumannvirki og leigu á vatnsréttindum til næstu 40 ára. Aðeins er eftir að skrifa undir samninga. Verkefnislýsing vegna skipu- lagsgerðar og umhverfismats vegna endurbyggingar Gönguskarðsárvirkjunar hefur verið kynnt í sveitar- stjórn Skagafjarðar. RARIK hætti rekstri Gönguskarðs- árvirkjunar árið 2007 eftir að aðrennslislögn frá henni sprakk, skammt ofan stöðvarhússins á Sauðárkróki. Virkjunin, sem var reist árið 1949, var komin til ára sinna og framleiddi um 1MW þegar mest lét. Búið er að rífa gömlu lögnina að sögn Tryggva Þórs en RARIK mun áfram eiga stöðvarhúsið á Sauðárkróki, þar sem gamlir munir fyrirtækisins eru geymdir. Íslandsvirkjun hyggst nota gömlu stífluna en leggja nýja niðurgrafna lögn að nýju stöðvarhúsi. Í verk- efnislýsingu kemur fram að þegar rekstur virkjunar- innar stöðvaðist minnkaði framleiðsla rafmagns á svæðinu umtalsvert. Talið er að endurbyggingin sé góður kostur til að auka framboð á orku. „Ef bilanir verða í flutningi á milli svæða er ákveðið öryggi í að vera með framleiðslu innan svæðisins. Eitt af mark- miðum í aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar lýtur að því að vatnsafl verði virkjað þar sem virkjanir eru hagkvæmar fyrir íbúa héraðsins og valda litlu umhverfisraski. Með því að nýta fyrirliggjandi mann- virki á svæðinu eins og gömlu stífluna sem enn stendur eru forsendur fyrir endurreisn virkjunarinnar góðar og krefjast ekki mikils rasks á landi, að undanskilinni fyrirhugaðri fyllingu undir stöðvarhús,“ segir í verkefnislýsingunni sem unnin var af Verkís. Næsta skref í málinu segir Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar, er að vinna tillögu að deiliskipulagi og nauðsynlegum aðalskipulagsbreytingum, sem fara í auglýsingu og kynningu. /BÞ Nýr formaður kjörinn á ársþingi Lárus Ástmar Hannesson frá hestamanna- félaginu Snæfellingi er nýr formaður Landssambands hestamannafélaga. Þrjú framboð bárust til formennsku samtakanna en Kristinn Hugason dró framboð sitt til baka. Formannskosningar fóru fram sl. laugardag, á seinni hluta ársþings LH í Reykjavík, Á landsþing- inu var Lárus kjörinn af þingfulltrúum félaganna með 88 greiddum atkvæðum, Stefán Ármannsson hlaut 62 atkvæði og 4 seðlar voru auðir. Í viðtali við Hestafréttir sagði Lárus að hið nýja embætti leggist vel í hann og að spennandi tímar séu framundan. Hann sagðist finna fyrir góðum anda á þinginu, verið sé að skipa nýja áhöfn og að honum sýnist allir ætli að róa í sömu átt. Aðspurður um staðsetningu á næsta Landsmóti hestamanna sagði hann að það væri mál sem yrði að lenda og finna lausn á. Það hafi tekið of mikla orku og að of neikvæð umræða hafi skapast í kringum Landsmótið, sem hafi skapað sundurlyndi á meðal félaga LH. „Við þurfum að finna leiðir til að negla þetta til framtíðar,“ sagði hann. /BÞ Landsamband hestamannafélaga

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.