Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 9
1/2015 9 Ríkey Þöll Jóhannesdóttir á Brúnastöðum í Fljótum Hvað með kærleikann? ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Nú er hafið nýtt ár, hið nýja upphaf sem við bíðum öll svo spennt eftir. Sá snilldartími þar sem við höfum öll einhvern möguleika á að byrja upp á nýtt. Á gamlárskvöldi, þegar ég sat umkringd stórfjölskyldunni og horfði á lokalag uppá- haldssjónvarpsefnis okkar Íslendinga rann svolítið upp fyrir mér. Af hverju setjum við, Íslendingar, ekki bara sameiginlegt áramótaheiti? Áramótaheiti um það að verða ögn fordómaminni, ókei, kannski ekki ögn, hvernig væri það að leggja bara fordómana til hliðar árið 2015. Fordómar og staðalímyndir er eitthvað sem hefur verið mér afar hugleikið síðustu misserin. Ég ætla hreinlega að ganga svo langt að segja að ég sé með fordóma á heilanum. Málefni af þessum toga hafa poppað aftur og aftur upp í höfðinu á mér. Ég held varla uppi samræðum án þess að minnast á þá spurningu hvort við, Íslendingar, viljum ekki að allir séu jafnir í þjóðfélagi okkar. Síðan ég var lítil hef ég álitið sem svo að á Íslandi ætti að hafa velferð í forgrunni. Að Ísland ætti að vera land þar sem allir gætu fengið grunnþjónustu og hefðu sama rétt til lífs. Nú þegar ég get farið að kalla mig fullorðna manneskju þá hafa þessi viðhorf mín aðeins breyst. Skoðun mín er sú að Íslendingar eigi ekki aðeins að hafa grunnrétt til lífs, hún er sú að allar manneskjur eigi að hafa sama rétt á því að vera manneskjur. Það má með sanni segja að þetta umræðuefni hafi verið afar áberandi í umræðu fjölmiðla að undanförnu, mál eins og Moskumálið og mál grunnskóla og kirkju er eitthvað sem hefur ekki farið fram hjá neinum síðasta árið. Ég held þó að flest allir hafi tekið þessum fréttum á svipaðan hátt. Með setningum á borð við; „Þetta fólk áhvað að flytja til Íslands, það á bara að gjöra svo vel og virða okkar menningu“. Þessi setning flýgur eflaust um í hugum margra. En á meðan lofsömum við Íslendinga í Kanada og víðar sem hafa lagt sig alla fram við að halda uppi íslenskum hefðum í marga áratugi. Er þetta engin þversögn? Fyrst Íslendingar mega blómstra eins og þeir sjálfir erlendis, afhverju á ekki hver einn og einasti einstaklingur að mega blómstra hér á landi? Afhverju þarf hið Íslenska samfélag að nota hvert einasta tækifæri til þess að brjóta niður þá sem ekki passa inn í kassa normsins á einhvern hátt? Afhverju þarf baktal að vera eitt helsta áhugamál íslenskrar alþýðu. Hvað er það sem nærir sálir okkar svo mjög með óhöppum annarra? Þetta hljómar kannski mjög klisjulega, kannski svo klisjulega að þú færð smá ælu í hálsinn, en ég á mér draum. Draum um það að hver manneskja sem stígur fæti hér á okkar lítt gróna sker eigi að fá tækifæri til þess að verða hamingjusöm, sama hvaða húðlit hún hefur, hvaða trú hún aðhyllist, hvaða kynhneigð hún býr yfir eða hvort manneskjan sé af karl- eða kvennkyni. Ég spyr, er einhver möguleiki á því að við getum notað þetta ár til þess að huga að fordómum, til þess að vinna á fordómum? - - - - - - Ég skora á Rebekku Heklu Halldórsdóttur á Molastöðum í Fljótum. var en það kom ekki í ljós fyrr en tveimur dögum síðar. Heppni í óheppninni Hrefna segist ekkert muna eftir þessum degi sjálf og í raun veru ekkert á um hálfs mánaðar tímabili, frá því tveim dögum áður en hún veiktist og í tvær vikur þar á eftir. Með aðstoð Sigurðar og Ingvars Óla hefur hún verið að fylla upp í eyðurnar á þeim tíma sem hún hefur tapað. Í fyrstu var Hrefna flutt með sjúkrabíl á Heilsugæsluna á Hvammstanga. Síðar um kvöldið var hún flutt á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, þar sem hún var lögð inn. Í fyrstu fékk hún þá greiningu að hún væri með bólgu efst í miðtauginni. Aðra nóttina hennar á Akranesi fékk hún ítrekuð flogaköst og var þá ákveðið að senda hana á Landsspítalann í Reykjavík til frekari greiningar. Þá fór hún í myndatöku og fleiri rannsóknir en þá kom í ljós að skaðvaldarnir væru þrír blóðtappar í heila, þar af tveir stórir. „Mér var sagt að það væri mjög óvenjulegt að svona ung kona eins og ég fái blóðtappa í heila. Ég fór í alls konar rannsóknir til að kanna hvort ég væri einhverjum áhættuhóp en mér skilst að það séu ekki miklar líkur á því. Þeir telja að ég hafi líklega fengið á einhvern tímann högg aftan á hálsinn, þar sem aðalæðarnar liggja upp í höf- uðið, og þær marist við það,“ útskýrir Hrefna og átti að það mar síðar eftir að verða valdur að myndun blóðtappana en hún segist ekki muna eftir slíku atviki. Hrefna segist hafa fundið fyrir óþægindum og eymslum upp í höfuðið um nokkurt skeið en þegar hún hafi leitað skýringa á því hjá lækni þá hafði það alltaf verið rakið til vöðvabólgu. Hrefna segist muna lítið sem ekkert eftir fyrstu vikunum á spítalanum. Hún segist muna örlítið eftir því þegar verið var að tala við hana en að öðru leyti hafi hún ekki vitað hvar hún var stödd eða hvað hafði gerst. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég sá öll systkini mín og Sigga að tala saman í sérstakri röð í stofunni hjá mér. Ég held það hafi enginn verið þar í raun og veru heldur hafi heilinn minn munað eftir þeim koma í heimsókn til mín og ég sá þau fyrir mér í þeirri röð, eftir því hver kom fyrstur til mín og hver kom síðastur. Mér fannst það svolítið sérstakt,“ segir Hrefna. Sigurður bætir við að þegar Hrefna lá á Heilbrigðis- stofnuninni á Akranesi hafi minni hennar verið í góðu lagi. Hún hafi sagt honum frá at- burðarásinni þegar hún veiktist en svo virðist sem minni hennar frá því hún veiktist hafi þurrkast út eftir að hún fékk flogaköstin. Þegar Hrefna fór í Endur- hæfingardeild LSH á Grensási var hún lömuð á vinstri helming líkamans og var bundin við hjólastól. Dvölina þar segir hún hafa hjálpað sér rosalega mikið en þar var hún í tvo og hálfan mánuð. „Ég væri ekki stiginn upp úr hjólastól í dag ef ég hefði ekki verið í æfingum þar – það er alveg á hreinu,“ segir hún. Í dag segist Hrefna vera fremur orkulaus og að lítið þurfti til þess að hún verði mjög þreytt. Stundum eigi hún erfitt með að muna marga hluti í einu og að hún sé enn að ná tökum á fínhreyfingum í vinstri hendi. Þá getur hún verið óstöðug á fótunum, sér í lagi ef það er hálka. Þá er hún lögblind og lýsir því hvernig sjónin hefur brenglast eftir áfallið. „Ég hef ekkert hægra sjónsvið. Sjónin getur verið mjög villandi og ég er ennþá að læra á hana. Ég sé vel beint áfram og til vinstri en svo sé ég ekkert til hægri,“ útskýrir hún en fyrir vikið segist hún eiga það til að lenda í vandræðalegum uppákomum. „Ég var að ná mér í kaffibolla út í sjoppu um daginn og hélt á Pipp súkkulaði í annarri hend- inni. Einn maður sem sat þar við borð og sagði við mig að hundinum langaði í Pippið mitt. -„Hundi?“ spurði ég og skildi ekkert hvað maðurinn var að fara. „Er ekki runnið af þér síðan um áramótin eða...?“ spurði ég. Hann fór að hlægja og svaraði: „Nei nei, það er hundur þarna.“ Þá var stór hundur hægra megin við mig,“ segir hún og hlær. „Ég sá hann bara alls ekki - ekki fyrr en ég fór til baka og leitaði að honum. Þetta var mjög vand- ræðalegt,“ bætir hún við með bros á vör. Hrefna segist oft fara yfir liðna atburði í huganum og hvernig þeir hefðu getað farið á annan veg. „Ingvar Óli var ný- kominn heim þegar ég veiktist svona skyndilega. Ef hann hefði ekki verið kominn þá hefði ég bara verið ein með Hafþór litla – hvað hefði þá getað gerst? Í raun og veru var þetta mikil heppni í óheppninni, ég veit ekki hvar ég væri í dag ef Ingvar Óli hefði ekki verið heima og hringt í 112 – ég er mjög þakk- lát,“ segir Hrefna að endingu. Um áramótin tóku gildi breytingar á lögreglulögum nr. 90/1996 sem hafa í för með sér að fullan aðskilnað milli sýslumanna og lögreglu. Lögreglan á Blönduósi og lögreglan á Sauðárkróki hafa nú verið sameinaðar í Lögregluna á Norðurlandi vestra og embætti sýslumannanna á Blönduósi og Sauðárkróki einnig sameinuð í embætti Sýslumannsins á Norður- landi vestra. Samkvæmt vefnum Lögreglan. is er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar í sögu lögreglunnar á skipulagi hennar. Í þeim umdæmum landsins þar sem sýslumenn voru jafnframt lögreglustjórar var þeim skipt upp í sjálfstæð umdæmi lögreglu og sýslumanna og nýir lögreglustjórar og sýslumenn skipaðir í þeim. Umdæmum lögreglu var jafnframt fækkað úr 15 í 9 og lögreglustjórar fara fyrir hverju þeirra. Lögreglustöðin á Norðurlandi vestra er á Suður- götu 1 á Sauðárkróki. Opnunar- tími er 8:00-15:00 og þjón- ustusími/sími er 444 0700. Lögreglustjóri er Páll Björns- son. Samkvæmt fréttatilkynningu frá sýslumanni hefur sameining sýslumannsembættanna ekki áhrif á opnunartíma eða þá þjónustu sem veitt hefur verið. Sýslumaður er Bjarni G. Stefánsson, staðsettur að Hnjúkabyggð 33, á Blönduósi. Símanúmer verður 458 2500 og ný kennitala 660914-0990 og netfangið verður nordurland- vestra@syslumenn.is. /BÞ Embætti lögreglu og sýslumanns á Norðurlandi vestra Umfangsmiklar breytingar Rúmlega þrjátíu lausnir bárust vegna jólakrossgátu Feykis. Lausnarorðið var: „Lengja tekur daginn senn.“ Dregið var úr innsendum lausn- um og hlutu eftirtaldir vinninga: Illur fengur eftir Finnboga Hermannsson Guðríður B. Helgadóttir D.6 Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar, Sauðárkróki Íslensk bæjarfjöll eftir Þorstein Jakobsson Fanney Stefánsdóttir, Víðimýri 10, 550 Sauðárkróki Uppskriftabókin Eldað undir bláhimni Björk Pétursdóttir, Tungusíðu 4, 603 Akureyri /KSE Vinningshafar Verðlauna- krossgátan

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.