Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 11
1/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur farið að plana sumarfríið! Spakmæli vikunnar Það er aldrei of seint að verða sá sem þú gætir hafa orðið. – George Eliot Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... allir fellibylir myndast yfir hafi? ... það eru yfir 225 þúsund tré í Central Park í New York? ... það var einu sinni bannað að skella bílhurðum í Sviss? ... risaeðlur lifðu á jörðinni í 165 milljón ár áður en þær urðu útdauðar? ... við fæðingu eru kengúrungar aðeins 2,5 sm á hæð? ... Stonehange í Englandi er yfir 5000 ára gamalt? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Frú Jóna var að láta mála hjá sér. Einn morguninn sagði hún við málar- ana: Þið verðið að fara sérstaklega varlega í dag, því mig dreymdi í nótt að þið duttuð úr stiganum. -Kæra frú sagði einn þeirra. Takið ekki of mikið mark á draumum. Mig er búið að dreyma þrjár nætur í röð að þér gæfuð okkur kaffisopa! Krossgáta SVEINN BENÓNÝSSON -Nei, í rauninni ekki. Nema bara að verða betri maður. UNNUR VALBORG HILMARSDÓTTIR -Nei, ekki þetta árið. GUÐMUNDUR HÓLMAR JÓNSSON -Nei. Mexíkóskt lasagne og Toblerone súkkulaðimús AÐALRÉTTUR Mexíkóskt lasagne Fyrir 7-8 manns 4 kjúklingabringur olía salt svartur pipar 1 bréf tacokrydd 2 rauðar paprikur 2 laukar 3 hvítlauksrif 600 ml matreiðslurjómi 2 krukkur salsasósa 8 meðalstórar tortillakökur 400 g rifinn ostur 1 dós sýrður rjómi 1 poki Doritos Aðferð: Skerið kjúklingabringur í litla bita og steikið á pönnu með smá olíu. Kryddið með salti, svörtum pipar og tacokryddi. Þegar kjúklingabitarnir eru gegnsteiktir, setjið þá í stóran pott. Skerið papriku, lauk og hvítlauk í litla bita og steikið í stutta stund þar til grænmetið fer að mýkjast. Blandið því svo saman við kjúklingabitana í pottinum ásamt matreiðslurjóma og salsasósu. Hitið að suðu og látið krauma við vægan hita í 10 mínútur. Ausið 1/3 af kjúklingasósu í botninn á stóru eldföstu móti og setjið 4 tortillakökur ofan á. Til að þær passi í mótið og nái að MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Jóhanna Huld Höskuldsdóttir á Sauðárkróki er sælkeri Feykis þessa vikuna. Hún tók við keflinu af Rakel Rögnvaldsdóttur, mágkonu sinni, og skorar á Heiðrúnu Ósk Jakobínudóttur að koma með uppskriftir í blaðið. Jóhanna Huld býður lesendum upp á girnilega uppskrift af mexíkósku lasagne í aðalrétt og Toblerone súkkulaðimús í eftir- rétt. þekja kjúklinginn þarf að skera þær til. Setjið aftur 1/3 af kjúklingasósu jafnt yfir tortillakökurnar og leggið aðrar 4 kökur yfir. Því næst er afganginum af sósunni ausið yfir tortillakökurnar og rifnum osti að lokum sáldrað yfir. Bakið í ofni við 200°C í 20-25 mínútur eða þar til osturinn bráðnar og verður svolítið stökkur. EFTIRRÉTTUR Toblerone súkkulaðimús Fyrir 4 200 gr Toblerone 50-100 gr suðusúkkulaði 2 egg 300 ml stífþeyttur rjómi Aðferð: Bræðið Toblerone, súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði og tekin af hitanum. Eggjum er bætt við. Súkkulaðiblöndunni er hrært mjög varlega saman við rjómann. Blöndunni er svo skammtað í skálar og kælt í a.m.k þrjár klukkustundir. Borið fram með þeyttum rjóma og jafnvel jarðaberjum. Verði ykkur að góðu! ÓLÍNA AUSTFJÖRÐ -Nei, ég myndi örugglega pottþétt ekki standa við það. Feykir spyr... [SPURT Í KVH Á HVAMMSTANGA] Strengdir þú áramótaheit? Jóhanna Huld matreiðir Jóhanna Huld Höskuldsdóttir UMSJÓN berglind@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.