Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 6
6 1/2015 um Skagabyggðar og Skaga- strandar að þar væri lítill sameiningaráhugi. Tilnefning til orðsporsins Leikskólinn Ásgarður á Hvammstanga, með Guðrúnu Láru Magnúsdóttur í forsvari, fékk tilnefningu til Orðsporsins fyrir framúrskrandi árangur við þróunarverefnið „Leikur er barna yndi“ og innleiðingu flæðis í skólastarfi. Umræður um yfirtöku HS Miklar umræður urðu um yfirtöku Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar á rekstri Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki, í kjölfar fréttar af sameiningu Heilbrigðisstofnana á Norður- landi. Ekki varð þó af því en sameiningin tók gildi 1. okt. sl. Ásgeir Trausti samdi við útgáfurisa Húnvetningurinn Ásgeir Trausti gerði samning við útgáfurisann Columbia Rec- ords. Hljóðaði samningurinn upp á þrjár plötur og kom sú fyrsta þeirra, In the Silence, út 4. mars í Bandaríkjunum. Mars Stakk sér eftir barni Stúlkubarn var hætt komið í sundlauginni á Hofsósi þegar sundlaugarvörðurinn Ævar Jóhannsson sá til barnsins og stakk sér eftir því. Ævar hlaut tilnefningu sem maður ársins á Norðurlandi vestra, enda þótti hann sýna mikið snarræði þegar þetta atvik varð. Stólarnir unnu 1. deildina Meistaraflokkur Tindastóls í körfuknattleik hlaut bikar- meistaratitilinn í fyrstu deild- inni. Höfðu Stólarnir þegar tryggt sér sigur þegar síðasti leikurinn, gegn Hetti, fór fram í Síkinu um miðjan mars. Um áramót voru Stólarnir í 2. sæti í Dominosdeildinni, þegar keppnin þar var hálfnuð. Fljótamenn bregða undir sig skíðum á ný Á skírdag stóðu Fljótamenn og velunnarar sveitarinnnar fyrir geysiskemmtilegu og fjöl- mennu skíðagöngumóti í Fljótum. Þar með var gömul hefð endurvakin enda Fljóta- menn þekktir skíðagöngu- garpar og var fyrsta skíða- göngumót landsins haldið þar árið 1905. Apríl Hjallastefnan tekin upp á Skagaströnd Undirrituð var viljayfirlýsing um samstarf sveitarstjórnar Skagastrandar við Hjalla- stefnuna. Hjallastefnan hefur nú verið tekin upp í leikskólanum Barnabóli og ráðinn var nýr leikskólastjóri þar síðasta haust. Skólahald í Húnaþingi vestra endurskipulagt Í framhaldi af skýrslu sem Janúar Síðasta veiðiferð Örvars SK Togarinn Örvar SK, sem gerður var út frá Sauðárkróki hélt í sína síðustu veiðiferð í upphafi ársins, en hann var seldur úr landi og 30 manna áhöfn sagt upp. Fisk Seafood hefur dregið úr bolfiskvinnslu á sjó en eflir þess í stað vinnslu í landi, líkt og aðrar vinnslur kringum landið. Áætlunarflug á Sauðárkrók lagt niður Áætlunarflug til Sauðárkróks var lagt niður um síðustu áramót, eftir að því hafði verið komið á aftur í upphafi árs 2012 og Sveitarfélagið Skaga- fjörður lagði þá fram auka- fjármagn til að halda því gangandi. Ekki náðust aftur samningar um ríkisstyrkt flug og lá það því niðri allt síðasta ár og gerir enn. Ungt par lést af völdum umferðarslyss Þann 12. janúar lést sextán ára stúlka frá Sauðárkróki, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, í umferðarslysi í Norðurárdal í Borgarfirði. Þann 28. janúar lést unnusti hennar, Skarp- héðinn Andri Einarsson vegna áverka af völdum slyssins. Ungmennanna var minnst með fallegum athöfnum á Sauðárkróki og hefur verið ákveðið að eftirleiðis verði 12. janúar ljósadagur í Skagafirði, þar sem íbúar kveikja á friðar- kertum og minnast látinna ástvina. Febrúar Sameiningarhugur í Blönduósingum Bæjarstjórn Blönduósbæjar fól bæjarstjóra að kanna hug for- svarsmanna annarra sveitar- félaga í Austur-Húnavatnssýslu til sameiningar. Skömmu síðar var haft eftir forsvarsmönn- Fréttaannáll 2014 Árið 2014 var um margt viðburðaríkt og minnisvert á Norðurlandi vestra. Risjótt tíðarfar setti svip sinn á sumarið og olli m.a. töfum á heyskap. Ráðist var í ýmsar framkvæmdir, kosið til sveitarstjórna og að vanda voru haldnir fjölbreyttir menningarviðburðir vítt og breitt um svæðið. Yfirlitið hér á eftir gefur sýnishorn af því sem dró til tíðinda á síðasta ári, þó það sé hvergi nærri tæmandi. uppsögn stjórnar LH var þingi frestað og ný stjórn kjörin. Er nú stefnt að landsmóti á Hólum sumarið 2016. B-réttindi í snjóflóðaleit Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og hundurinn Þoka luku B-prófi í snjóflóðaleit í vor. Elísabet hefur starfað með Skagfirð- ingasveit frá 14 ára aldri og á ekki langt að sækja áhugann á þjálfun leitarhunda því faðir hennar, Steinar Gunnarsson, var einn af stofnendum Leitar- hunda. Elísabet sér, ásamt unnusta sínum Elvari Bjarka Gíslasyni, um unglingadeild- ina Trölla. Skipað í Norðvesturnefnd Á vordögum samþykkti ríkis- stjórnin skipun sérstakrar landshlutnefndar fyrir Norð- urland vestra. Er nefndinni ætlað að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu. Jafnframt er nefndinni ætlað að horfa til þeirra tækifæra sem liggja í því hvernig efla megi opinbera þjónustu á svæðinu, en hún hefur dregist umtalsvert saman á undanförnum árum. Formaður nefndarinnar er Stefán Vagn Stefánsson. Júní Kosið til sveitarstjórna Sveitarstjórnarkosningar fóru fram um mánaðarmótin maí- júní. Óhlutbundnar kosningar fóru fram í Akrahreppi og Skagabyggð. Í Húnaþingi vestra, Blönduósbæ, Sveitar- félaginu Skagafirði og Húna- vatnshreppi var kosið á milli tveggja lista í hverju sveitar- félagi. Í Sveitarfélaginu Skaga- firði var kosið á milli fjögurra lista. Þar náði Framsóknar- flokkurinn hreinum meiri- hluta og fékk fimm menn kjörna. Fyrsti MA neminn braut- skráður frá ferðamálabraut Í byrjun júní voru 68 nem- endur brautskráðir frá Háskól- anum á Hólum, við athöfn sem fram fór í Menningar- húsinu Miðgarði. Þeirra á meðal var fyrsti nemandinn sem brautskráðist frá skól- anum með MA í ferða- málafræði, Guðrún Brynleifs- dóttir frá Dalsmynni í Hjaltadal. Nýr bar og nýr veitingastaður Snemmsumars var opnaður nýr bar á Sauðárkróki, Microbar and bed. Það er Árni Hvað gerðist á árinu 2014? SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir Haraldur L. Haraldsson hag- fræðingur vann fyrir Húna- þing vestra var skólahald í Húnaþingi vestra endurskipu- lagt. Í skýrslunni kom fram að hagkvæmast væri að allt skólahald færi fram undir einu þaki, á Hvammstanga. Skrefið var þó ekki stigið til fulls þar sem ennþá er kennsla á Borðeyri auk Hvammstanga. Húsnæði Laugarbakkaskóla hefur hins vegar verið selt. Nældu sér í sjö gullverðlaun Kjötiðnaðarmenn SAH- Afurða nældu sér í sjö gullverðlaun í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna 2014. Alls voru um 140 innsendar vörur í keppninni svo úrvalið var mikið. Var þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið tók þátt í keppninni. Maí Viljayfirlýsing um Landsmót hestamanna Í maíbyrjun undirrituðu full- trúar frá Landssambandi hestamannafélaga, Gullhyl, Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi viljayfirlýsingu um að halda glæsilegt og skemmtilegt landsmót hesta- manna á Vindheimamelum sumarið 2016. Skömmu fyrir þing LH sl. haust var hins vegar horfið frá þessu og eftir Fulltrúar Landssambands hestamannafélaga, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar undirrita viljayfirlýsingu í maíbyrjun 2014. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS Bergþór Pálsson vann til gullverðlauna í keppninni, auk sérstakra verðlauna í flokki grafinna og reyktra laxfiska. MYND: SAH AFURÐIR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.