Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 3
1/2015 3 Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Litið um öxl á nýju ári > Hugrún Sif Hallgrímsdóttir tónlistarkona á Skagaströnd Reynum að vera jákvæð með gleðina í fyrirrúmi Hvað finnst þér eftirminni- legast af því sem gerðist á þínu svæði á nýliðnu ári? Þar sem ég lifi og hræri í tónlist þá eru fyrir mína parta eftir- minnilegastir nýafstaðnir jóla- tónleikar sem ég hélt með Kirkjukórnum mínum á Skagaströnd ásamt aragrúa af flottu tónlistarfólki af svæðinu. Við héldum tvenna tónleika og allur undirbúningur og tón- leikarnir sjálfir voru mikil skemmtun, gleði og jafnframt góður skóli fyrir mig í mínu starfi. Hver var skemmtilegasta uppákoman að þínu mati? Ég nýt þess alltaf í botn að fara í minn gamla heimabæ og skemmta mér á Húnavöku á Blönduósi. Hátíðin var bæði skemmtileg og vel skipulögð og eitthvað í boði fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar. Ég skemmti mér líka óendanlega vel með eiginmanninum í óvissuferð í V-Húnavatnssýslu. Þar kynntist ég mikið af skemmtilegu fólki og áttaði mig enn betur á hvað það svæði er mikil ferðamanna- auðlind og margt flott að gerast. Hvernig voru jólin og áramótin hjá þér? Jólin og áramótin voru ljúf og góð blanda af gæðastundum með fjölskyldunni og tónlist Mynd: Höskuldur B. Erlingsson Mikið að gera í snjómokstri Fannfergi í desember Mikið snjóaði í desember og að sögn Indriða Þ. Einarssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar er ljóst að kostnaður við moksturinn fer fram úr áætlunum þrátt fyrir góða tíð í haust. Indriði sagði í samtali við Feyki á Þorláksmessu að snjómoksturinn hefði gengið ágætlega en að það hefði verið nóg að gera undanfarnar 2-3 vikur og í mörg horn að líta. Þegar mest var að gera voru tíu til tólf vélar á vegum sveitar- félagsins að vinna að snjó- mokstri. „Samkvæmt spám virðist veðrið ætla að vera skaplegt næstu daga og því ættu verktakar sem sinna snjómokstri að fá kærkomið frí yfir jólin,“ sagði Indriði og var veðrið sannarlega með besta móti í Skagafirði yfir hátíðarnar. /BÞ UMSJÓN Kristín Sigurrós Einarsdóttir þar sem ég var að spila talsvert í kirkjum, á tónleikum og hinum ýmsu stöðum. Ég naut þess í botn að eyða tíma með fjölskyldunni, borða góðan mat þar sem rjúpur að hætti eiginmannsins standa ávallt uppúr og hitti marga vini og kunningja. Hvernig spáir þú nýju ári? Ég horfi björtum augum fram á nýtt ár. Það eru nokkur skemmtileg verkefni á döfinni, mikill tími mun fara í undirbúning fyrir tónleikaferð til Kanada og ég er einnig á leið í skemmtilegt verkefni með Karlakór Bólhlíðinga. Ég held því að nýtt ár verði skemmtilegt og krefjandi. Ég er ekki nokkrum vafa um að við sjálf sem einstaklingar getum haft stórkostleg áhrif á það sem koma skal. Það koma auðvitað alltaf upp aðstæður sem við höfum ekki stjórn á og ráðum jafnvel ekki við en okkar hugarfar ræður svo ótrúlega miklu um hvernig dagarnir og árin okkar verða. Eitthvað að lokum? Munum að njóta dagsins í dag og reynum eftir fremsta megni að vera jákvæð með gleðina í fyrirrúmi og sogast ekki inní þá neikvæðni sem lifir stundum og hrærist í kringum okkur. Njótum tilverunnar, sú„klisja“ að lífið sé í dag er aldrei of oft sögð því það er ekki gott að átta sig á henni of seint! Sérfræðikomur í janúar FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir, 8. og 9. janúar Sigurður Albertsson skurðlæknir, 12. og 13. janúar Haraldur Hauksson alm/æðaskurðlæknir, 19. og 20. janúar Bjarki Karlsson bæklunarskurðlæknir, 26. til 29. janúar Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Allt á kafi í snjó við leikskólann Ársali við Víðigrund. MYND: BÞ Rétt fyrir áramót var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 30 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna eða starfsemi, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki (röðin er tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkj- anna): Karlakórinn Heimir, Skag- firski Kammerkórinn, Rökkur- kórinn, Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps, Kirkjukór Sauðárkróks- kirkju, Kirkjukór Hólaneskirikju - vegna Kanadaferðar kórsins, Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði, Kvennakórinn Sóldís, Erla Gígja Þorvaldsdóttir – vegna útgáfu geisladisks, Sigurjón Menningarsjóður KS Þrjátíu úthlutanir Jóhannesson ásamt Margréti Stefánsdóttur og Ásgeiri Eiríks- syni –vegna útgáfu á geisladiski, Róbert Óttarsson og Guðmundur Ragnarsson – vegna útgáfu geisla- disksins ORÐ, Geirmundur Valtýsson, Leikfélag Sauðárkróks, Frjósamar freyjur og frískir menn – vegna uppsetningar á leikverki, Grímar Jónsson –vegna töku myndarinnar „Hrútar,“ Skotta kvikmyndafjelag –vegna töku á myndinni „Sjómannslíf – Ein af strákunum,“ Jón Ormar Ormsson – vegna menningarmála, Æsku- lýðsfélag Hólaneskirkju – vegna landsmóts æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir – vegna áframhaldandi rannsókna á sögu gamla barnaskólans á Hlíðarhúsi í Óslandshlíð, Samband skagfirskra kvenna – vegna samkomu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sem haldin er á „Degi kvenfélagskonunnar,“ Sauðár- króksprestakall, Gullgengi ehf. – til sumaropnunar í Stefánsstofu í Menningarhúsinu Miðgarði, Lifandi landslag – vegna forrits fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, SöguSkjóðan – leiðsögn um Sauðárkróksbæ, Heimilisiðnaðar- safnið á Blönduósi, Pilsaþytur, Bókaútgáfan Hólar, Steinunn Jóhannesdóttir – vegna útgáfu á ritum um þjóðskáldið Hallgrím Pétursson. Þá var tveimur framlögum úthlutað sérstaklega í tilefni af 125 ára afmæli KS og fóru þau til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, vegna markaðssetningar á nýjum námsbrautum við skólann, og til Vesturfarasetursins á Hofs- ósi, vegna sýningar í tilefni 20 ára afmæli safnsins árið 2016. /KSE Frá úthlutuninni. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.