Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 4
4 1/2015 Öfugt við árið 2014 sem við kveðjum nú er árið 2015 ár sáttaumleitana. Í stað miskunnarlausra árekstra vegna hugmyndafræðilegrar stífni oft á kostnað fjölskyldu- og samfélagsvænna gilda siglum við inn í ár þar sem diplómatískar lausnir eiga frekar upp á pallborðið og ábyrgðartilfinning helst í hendur við miskunnsamari sjónarmið. Skoðum betur tölurnar sem standa að baki þessum fullyrðingum: 2014 er samansett af þremur tölum, 2, 1 og 4, sem búa til tvær táknrænar þversummur, töluna, 5 (1 + 4 = 5) og töluna 7 sem er aðaltala ársins (2 + 1 + 4 = 7). Allar þessar tölur er fremur harðar tölur, þær fela í sér hvatvísa og ósveigjanlega orku, sem kann þó að vera mikilvæg út frá sjónarmiðum hugsjóna, menntunar og árangurstengdra sviða, en á kostnað mjúku gildanna, eins og sambands, hjónabands, ábyrgðar í starfi og svo framvegis. Þeir sem sluppu í gegnum árið án þess að lenda í miklum vandræðum á sviði samskipta eða komust hjá skilnaði eða samskiptaslitum, jafnvel einhvers konar óhappi, meiðslum eða fjárhagstjóni, mega prísa sig sæla. Öll ættum við að geta andað léttar og horft fram á þægilegri tíma. Árið 2015 hefur mýkri þversummur, töluna 6 (1 +5 = 6) og aðalþversummutöluna, hina diplómatísku fjármálatölu, 8. Sexan er tala samfélags- legra dyggða, hjónabands, fjölskyldu og ábyrgðar í starfi. Bæði sexan og áttan eru mjög sveigjanlegar og tillitsamar tölur, þær leita lausna í þágu samfélagslegra gilda og eru tilbúnar að færa persónulegar fórnir til þess. Að baki þessum mjúku tölum búa að vísu enn býsna hugsjónaríkar og framkvæmdasamar tölur, 1 og 5, sem ekki eru tilbúnar að víkja frá sínum hugmyndum, en þar sem þversumma þeirra felur í sér mun meiri mýkt er líklegt að þær láti að sínum fyrri kröfum og leiti lausna þegar á hólminn er komið. Niðurstaðan er því sem fyrr segir, árið 2015 mun fela í sér tilhneigingar til að ná sáttum eftir mjög erfiðar hugmyndafræðilegar orrustur víða um heiminn, þó skal ekki hrósa happi of snemma því þær tilhneigingar kunna að láta bíða eftir sér þar til allar hugmyndafræðilegar siglinga- ferðir hafa strandað. Benedikt S. Lafleur hreppti þriðja sætið í hinni alþjóðlegu skyggnikeppni í Úkraínu: International Psychic Challenge fyrir innsæi og hæfileika á sviði talnaspeki og notkun pendúls. Fyrirspurnir um talnagreiningu og ráðgjöf á sviði talnaspeki veitir Benedikt hjá lafleur@simnet.is . www.numerologylafleur.com. Benedikt S. Lafleur talnaspekingur Árið 2015 ár ábyrgðar og sáttaumleitana Áramótahugleiðing Árið 2014 var gjöfult ár fyrir Ísland frá náttúrunnar hendi, bæði til sjávar og sveita, og einnig streymdu ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr. Ef við sætum ekki uppi með þessa „guðsvoluðu ríkisstjórn“ þá værum við sem þjóð í góðum málum og værum að komast út úr kreppunni, byggja upp innviði samfélagsins og auka jöfnuð í landinu. Við værum að læra af biturri reynslu af því sem orsakaði Hrunið og snúa af leið græðgi, misskiptingar og einkavæðingar sameiginlegra auðlinda. En við erum þess í stað leidd aftur til slátrunar á altari Mammons, komin í sömu hringekjuna og við krössuðum í í Hruninu og vitum ekki hvar þessi ósköp enda. Nú þurfum við sem þjóð í upphafi nýs árs að hrista af okkur slenið og láta ekki teyma okkur aftur á asnaeyrum út í fenið. Við þurfum að losa okkur við þessa óláns ríkisstjórn sem fyrst áður en henni tekst að eyðileggja velferðar- og menntakerfið og AÐSENT LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR SKRIFAR innviði samfélagsins meir en þegar er orðið og koma hér á stjórn sem setur jöfnuð, réttlæti og sjálfbærni í forgang. Ég er að boða byltingu! Því hún byrjar ávallt í hjarta og huga hvers og eins og með samtakamætti getur þjóðin snúið af sér þá niður- rifsstefnu sem birtist í síðustu fjárlögum þar sem þungar byrðar eru lagðar á þá sem minnst mega sín og hlaðið er undir valda- og fjármagns- eigendur landsins. Við stöndum á krossgötum sem þjóð. Við höfum öll tækifæri til að búa vel að öllum íbúum landsins hvort sem þeir búa á Kópaskeri eða í Reykjavík, við höfum efni á að reka gott heilbrigðiskerfi, efla menntun, jafna kjör almennings óháð búsetu og bæta samgöngur og vernda náttúru landsins. Núverandi stjórnvöld eru búin að sýna á spilin og þau eru að stefna í allt aðra átt með sinni grjóthörðu hægristefnu þar sem ójöfnuður eykst og allt er falt fyrir peninga, hvort sem það er náttúra landsins eða fiskurinn í sjónum. Þjóðin er svo sannarlega búin að fá nasaþefinn af því fyrir hverja þessi ríkisstjórn er að vinna og það er ekki almenningur í landinu sem er þar efstur á blaði heldur auðvaldið. Nú þurfum við að snúa bökum saman og losa þjóðina við þessa gæfulausu ríkisstjórn sem fyrst og koma hér á vinstri félagshyggjustjórn. Þegar það tekst þá eigum við að geta horft fram á betri tíma fyrir alla en ekki bara fyrir suma eins og nú er. Með góðri nýárskveðju. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Ef leitar þú andlegrar fyllingar fús með funandi löngun og vilja, þá standa þér opin þau huglægu hús sem hjálpa þér best til að skilja. Þá finnur þú ómælis geislandi geim sem gildi þitt þroskar og magnar. Og þá áttu heima í húsunum þeim og hjarta þitt gleðst þar og fagnar. Þá sérðu í dulvitund dagljósa sýn sem dreifir sér himin þinn yfir, og færir þér gullin sem frjáls verða þín og fylgja þér meðan þú lifir. Rúnar Kristjánsson (ort 14. 12.´14) Dagljós sýn Við úthlutun menningar- styrkja KS skömmu fyrir áramót var einnig afhentur afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson, fv. stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Er þetta í fjórða sinn sem bikarinn er afhentur. Í þetta sinn voru það tvær ungar og efnilegar körfu- boltakonur sem hlutu bikarinn, þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir. Þær leika báðar með meistaraflokki kvenna hjá Tindastól og hafa einnig leikið með landsliði U-16 og unnu Norðurlandameistara- titil með því liði á dögunum. Þeir bræður Ómar Bragi og Stefán Vagn Stefánssynir afhentu Bríeti Lilju og Lindu Þórdísi bikarinn, en það er höndum þeirra og Hjördísar systur þeirra að velja hver hlýtur bikarinn, sem gefinn er af þeim systkinum. /KSE Afreksbikar til minningar um Stebba Dýllu og Lillu Bríet Lilja og Linda Þórdís deila bikarnum Golfklúbbur Sauðárkróks Rafn Ingi kjörinn nýr formaður Rafn Ingi Rafnsson var kosinn formaður Golfklúbbs Sauðárkróks á aðalfundi klúbbsins sem fór fram þann 9. desember sl. en hann tekur við af Pétri Friðjónssyni sem gegnt hefur því embætti undanfarin ár. Þú var Magnús Helgason kosinn gjaldkeri og tekur hann við af Ragnheiði Matthíasdóttur. Ný stjórn er því þannig skipuð að Rafn Ingi Rafnsson er formaður, Halldór Halldórsson vara- formaður, Magnús Helgason gjaldkeri og Dagbjört Hermundsdóttir ritari. Herdís Sæmundardóttir hlaut svokallaðan fyrir- myndarbikar GSS, sem er farandbikar veittur árlega þeim kylfingi sem þykir hafa verið til fyrirmyndar bæði innan vallar og utan. /BÞ Bríet Lilja og Linda Þórdís eldhressar. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.