Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 8
8 1/2015 Maður ársins 2014 á Norðurlandi vestra : Ingvar Óli Sigurðsson Hvammstanga Tókst á við erfiðar aðstæður af ótrúlegri yfirvegun Ingvar Óli Sigurðsson hefur verið útnefndur Maður ársins á Norðurlandi vestra af lesendum Feykis. Í þeim fjölmörgu tilnefningum sem hinn 12 ára gamli Ingvar Óli fékk var hann sagður hafa brugðist hárrétt við þegar móðir hans fékk heilablæðingu á heimili þeirra í júlí sl. Mæðginin voru ein heima þegar atvikið átti sér stað, ásamt yngsta bróður Ingvars sem þá var 3 ára. Blaðamaður Feykis heimsótti fjölskylduna á Hvammstanga í upphafi vikunnar til að færa unga manninum blómvönd af tilefninu og fékk að heyra frásögn þeirra af þessum afdrifaríka degi. Ingvar Óli tekur þakklátur á móti blómvendinum og viður- kenningarskjalinu en hann er augljóslega snortinn yfir út- nefningunni og hann kemur fyrir sjónir sem hógvær og afskaplega vel gerður ungur maður. Ingvar Óli er sonur Hrefnu Samúelsdóttur frá Hvammi á Barðaströnd og Sigurðar Björns Gunnlaugs-sonar frá Nípukoti í Víðidal. Hann á tvo yngri bræður, þá Einar Örn 8 ára og Hafþór Inga 4 ára. Ingvar Óli er í 7. bekk í Grunnskóla Húna- þings vestra og hefur margvísleg áhugamál sem hann sinnir af miklum dug. Hann spilar á trommur og leikur körfubolta með UMF Kormáki og hefur sýnt þar góða takta en hann fékk m.a. viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar síðast liðið vor. Hestamennska hefur einnig verið Ingvari Óla hugleikin en hann keppti á Landsmóti hestamanna síðastliðið sumar fyrir hönd Hestamannafélagsins Þyts á merinni Væntingu frá Fremri-Fitjum. Þegar Ingvar Óli verður stór segist hann ætla að verða bóndi eða vélvirki en Ingvar Óli keppti á Landsmóti hestamanna sl. sumar. MYND: KOLBRÚN GRÉTARS. hann hefur alltaf verið heillaður af dráttavélum og ýmsum öðrum vélum. Tilefni þess að Ingvar Óli var útnefndur maður ársins er atvik sem átti sér stað um kl. 22 þann 22. júlí síðast liðinn. Hrefna, Ingvar Óli og Hafþór Ingi voru nýkomin inn eftir hafa verið að skreyta húsið fyrir Unglista- hátíðina Eldur í Húnaþingi sem hófst degi síðar. En á Hvamms- tanga, líkt og víða annarsstaðar, tíðkast að skreyta hverfi bæjarins eftir litum fyrir viðkomandi bæjarhátíð. „Ég var að horfa á sjónvarpið með Hafþóri litla bróður mínum. Svo bað mamma mig um að koma og þá sá ég að hún lá á gólfinu. Ég spurði hana hvað ég ætti að gera og hún sagði mér að hringja í 112,“ rifjar Ingvar Óli upp er hann hefur frásögn sína. Hann segist hafa miðlað þeim upp- lýsingum sem mamma hans vildi koma áleiðis til neyðar- varðarins hjá Neyðarlínunni og lýst fyrir honum hvað var að gerast. „Ég sagði allt sem mamma sagði mér að segja, að hún væri að svitna og svoleiðis. Svo sagði hann mér að hringja í einhvern sem gæti komið fljótlega og að sjúkrabíllinn væri á leiðinni,“ útskýrir Ingvar Óli og segist þá hafa reynt að hringja í pabba sinn en að hann hafi ekki náð sambandi við hann, þá hringdi hann í ömmu sína, Sigrúnu Þórisdóttur, í Nípukoti. Sjúkrabíllinn kom og sótti Hrefnu en eftir beið Ingvar Óli með litla bróður sínum. Sigurður segir frá því hvernig hann frétti af skyndi- legum veikindum konu sinnar en hann var á heimleið úr hestaferð ásamt miðsyni þeirra hjóna, Einari Erni, og var staddur á sveitabæ skammt frá Laugarbakka. „Ég heyri krakk- ana kalla á mig að síminn minn væri stöðugt að hringja. Þegar ég athuga með hann sá ég ótal „missed calls“ úr heimasím- anum. Ég man að ég hugsaði með mér að það væri skrítið þar sem ég vissi að þau ættu von á okkur heim fljótlega. Ég hringi strax til baka og þá segir Ingvar Óli mér að búið sé að flytja mömmu hans burt í sjúkrabíl og hann útskýrir stuttlega fyrir mér hvað hafði komið fyrir. Eftir það var ég keyrður í hendingskasti á heilsugæslu- stöðina,“ segir Sigurður. Ingvar Óli segist ekki hafa fundið fyrir hræðslu í fyrstu og viðurkennir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hve alvarleg veikindi mömmu hans voru á þessari stundu. Hann hélt að það hefði liðið yfir hana, líkt og líkt og kom einu sinni fyrir hann í skólanum þegar hann rak vitlausa beinið í. Sigurður fékk að hlusta á upptöku af samtali sonar hans við neyðarvörðinn og er augljóslega afar stoltur af honum, hann lýsir því hve ótrúlega rólegur og yfirvegaður hann hafi verið og að hann hafi staðið sig ótrúlega vel. Ingvar Óli bætir þá við frekar hógvær í bragði: „Ég var ekkert að spá í hvað væri að - ég hringdi bara.“ En segir svo að hann hafði orðið hræddur þegar það fór að skýrast hve alvarlega veik hún VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Ingvar Óli í faðmi fjölskyldunnar. Frá vinstri: Hrefna, Ingvar Óli, Hafþór Ingi, Sigurður Björn og Einar Örn. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.