Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 7
1/2015 7 firðinganna Ómars Braga Stefánssonar og Pálínu Óskar Hraundal. Um 7-8000 gestir voru á staðnum og fór mótið vel fram. 400 ára ártíð Hallgríms Péturssonar Á árlegri Hólahátíð var þess minnst að 400 ár voru liðin frá fæðingu sálmaskáldsins Hall- gríms Péturssonar, sem fæddist að Gröf á Höfðaströnd og var seinna búsettur á Hólum. Meðal viðburða af þessu tilefni var upplestur rithöfundarins Steinunnar Jóhannesdóttur á bókinni Heimanfylgju, en Steinunn las á söguslóðum að Gröf og í Auðunarstofu á Hólum. Viljayfirlýsing vegna atvinnuuppbyggingar í A-Hún Unnið var að gerð viljayfir- lýsingar um atvinnuuppbygg- ingu í Austur-Húnavatnssýslu. Yfirlýsingin byggir á þings- ályktun frá því í október 2013 og snýr hún að eflingu atvinnulífs og sköpunar nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blöndu- virkjun. Aðilar að henni eru Ríkisstjórn Íslands og sveitar- félögin í sýslunni. Viljayfir- lýsingin var svo undirrituð í október. September Sindrastaðir formlega opnaðir Sindrastaðir á Lækjarmóti í Húnaþingi vestra voru opnaðir í haust, en um er að ræða aðstöðu upp á tæpa 3000 fermetra sem inniheldeur m.a. 20x60 metra reiðhöll, aðstöðu til kennslu og 31 mjög rúm- góðar safnstíur. Eigendur eru Ísólfur Líndal og Vigdís Gunn- arsdóttir. Ræsing í Skagafirði Verkefnið Ræsing í Skagafirði er samstarf Nýsköpunarmið- stöðar Íslands, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga. Alls sóttu 24 verkefni um þátttöku en þrjú voru valin til áframahaldandi þróunar og verður síðan valið milli þeirra í febrúar. Fjárlögin reiðarslag Í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar fyrir núverandi ár var gert ráð fyrir verulegri fækkun nemendaígilda við FNV. „Reiðarslag fyrir skólann“ sagði Ingileif Oddsdóttir skóla- meistari í samtali við Feyki. Október Hrútunum gert hátt undir höfði Hrútadagar og hrútasýningar voru áberandi í menningarlífi á Norðurlandi vestra á þessum árstíma. Halda menn þar í gamlar hefðir og þykir það hin besta skemmtun að koma saman, skoða hrúta og gimbrar, sem jafnan er höndlað með á staðnum. Snjólaug María gerir það gott Skotkonan Snjólaug María Jónsdóttir á Blönduósi gerði það gott í íþrótt sinni á árinu sem er að líða. Var hún m.a. valin í úrtakshóp STÍ fyrir smáþjóðaleikana sem haldnir verða í Reykjavík 1.-6. Júní. Snjólaug keppti á sjö mótum í sumar og vann fimm þeirra, jafnaði Íslandsmet kvenna þrisvar og bætti það einu sinni. Náðarstund slær í gegn Náðarstund, bók Hönnu Kent um sögu Agnesar og Friðriks á Illugastöðum í Húnaþingi vestra sló í gegn, en hún kom út á íslensku í haust. Hannah dvaldi sem skiptinemi á Sauðárkróki og heillaðist af sögunni sem henni var sögð á leið suður með „íslensku fjölskyldunni“. Nóvember FNV fær viðurkenningu fyrir Evrópuverkefni Verkefni sem FNV stendur fyrir, nám í plastiðnum, hlaut viðurkenningu á árlegri ráð- stefnu á vegum Evrópu- sambandsins, sem kallast SME Assembly og haldin var í Napólí á Ítalíu. Meginmark- mið verkefnisins er að koma á fót námi í plastiðnum og plástbátasmíði með sérstaka áherslu á trefjaplast af ýmsu tagi. Ístað fannst eftir rúm 20 ár Gangnamaður í Deildardal fann ístað í mýri sem hafði legið þar týnt í um 20 ár. Eigandinn, Magnús Gunn- laugur Jóhannesson frá Brekkukoti í Óslandshlíð, hafði fengið ístaðið, sem var með fangamarki hans, í fermingar- gjöf og var það smíðað af afa hans og nafna. Hann týndi því síðan í göngum og hafði svipast um eftir því af og til allt þar til hann lamaðist í slysi árið 2011. Safnað fyrir speglunartæki Kiwanisklúbburinn Drangey í Skagafirði hefur staðið fyrir umfangsmikilli söfnun fyrir speplunartæki fyrir Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Hefur fé verið safnað meðal fyrirtækja og stofnana í Skagafirði. Tækið, sem kostar um 18 milljónir króna mun m.a. nýtast í átaksverkefni varðandi skim- um fyrir ristilkrabbameini. Í nóvember sl. veitti Sveitar- félagið Skagafjörður einni milljón króna í söfnunina. Á ferð á flugi með Búðina Skagfirðingurinn Árni Gunn- arsson var á ferð og flugi með heimildamynd sína Búðina sem fjallar um verslun Bjarna Har. á Sauðárkróki. Fór hann með myndina í fjórar kvikmyndahátíðir í jafn- mörgum löndum og hefur verið óskað eftir henni víðar. „Það er ljóst að svona búðir hafa verið til víðar en hjá okkur,“ sagði Árni í samtali við Feyki í nóvember. Desember Sveitarfélagið Skagaströnd 75 ára Sveitarfélagið Skagaströnd fagnaði 75 ára afmæli sínu 1. desember og bauð til hátíðarkaffis á fullveldisdaginn af því tilefni. Þrátt fyrir risjótt tíðarfar þennan dag, eins og reyndar marga aðra daga í desember, fjölmenntu íbúar til að fagna tímamótunum. Geirmundur með jólagleði í Austurbæ Tónlistarmaðurinn Geirmund- ur Valtýsson, sem fagnaði 70 ára afmæli sínu á árinu, stóð fyrir stórtónleikum í Austurbæ á aðventunni. Þar kom hann fram með einvala liði tón- listarmanna og flutt voru jólalög ásamt sveiflulögunum góðu. Kjörræðismaður Rússlands Sauðkrækingurinn Ágúst Andrésson var skipaður kjör- ræðissmaður Rússlands á Íslandi. Hlutverk hans verður að vinna áfram að því að byggja upp samband þjóðanna, bæði í viðskiptalegum og menningar- legum tilgangi, auk þess sem nafnbótin felur í sér heiðurs- tilnefningu. Feykir óskar lesendum til sjávar og sveita gleðilegs nýs árs og hlakkar til samskiptanna á afmælisári Feykis, sem fagna mun 35 ára útgáfuafmæli í vor. Hafstað í Útvík í Skagafirði sem á og rekur staðinn. Um svipað leyti opnaði nýr veitingastaður, Drangey, sem staðsettur er á sumarhóteli Miklagarðs á heimavist FNV. Það voru matreiðslumenn- irnir Jón Daníel Jónsson, Eiður Baldursson og Jóel Þór Árnason sem sá um að elda skagfirskan mat fyrir gesti veitingahússins í sumar. Júlí Ferðalangar í vandræðum Afleitt ferðaveður gerði um hásumarið og lentu ferðalangar víða í vandræðum. Í þrumu- veðri sem m.a. varð vart við í Skagafirði splundraðist felli- hýsi og lenti utan vegar skammt austan við bæinn Lauftún í Skagafirði. Um svipað leiti olli aurbleyta vandræðum á tjaldsvæðum. Flöskuskeyti á ferð Göngugarpurinn Gunnar R. Ágústsson var einu sinni sem oftar á gangi um Borgarsand við Sauðárkrók þegar hann rakst á tvö flöskuskeyti í fjörunni, með 10-15 metra millibili. Annað hafði borist samdægurs frá Blönduósi en hitt var skrifað í Laxárdal í Refasveit og hafði verið sjósett um miðjan júní. Fyrsta hofið í 1000 ár Hof að heiðnum sið var vígt á bænum Efra-Ási í Hjaltadal. Um er að ræða 80 fermetra byggingu sem er einkaframtak ábúendanna og einkum ætlað til að hýsa athafnir og blót og er helgað hinum heiðnu norrænu goðum, Ásunum. Ágúst Vel heppnað Unglingalandsmót Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki um versl- unarmannahelgina. Mótið var eitt hið stærsta og glæsilegasta sem haldið hefur verið og var verkefnastjórn í höndum Skag- Frá fjölmennri opnun Sindrastaða á Lækjarmóti. MYND: ÚR EINKASAFNI Ræðismaður Rússlands, Anton V. Vasiliev og Ágúst Andrésson kjörræðismaður. MYND: RÚSSNESKA SENDIRÁÐIÐ Krakkar á Unglingalandsmóti í strandblaki í brakandi blíðu. MYND: ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.