Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is á BLS. 8-9 BLS. 5 Árið 2014 var um margt minnisstætt og viðburða- ríkt á Norðurlandi vestra Fréttaannáll 2014 BLS. 6-7 Ingvar Óli er maður ársins á Norðurlandi vestra 2014 Tókst á við erfiðar aðstæður af ótrú- legri yfirvegun Kolbrún Ósk Hjaltadóttir er íþróttagarpurinn Foreldrarnir helstu fyrirmyndirnar 1 TBL 8. janúar 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Skagfirðingur fyrsta barn ársins á FSA Höfðu það náðugt á fæðingardeildinni yfir áramótin Þuríður Elín, Aron Snær, Guðmundur Rúnar með nýársprinsessuna og Styrmir Snær. Fyrsta barnið sem leit dagsins ljós á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri árið 2015 var skagfirsk stúlka, dóttir Þuríðar Elínar Þórarinsdóttur og Guðmundur Rúnars Guðmundssonar á Sauðárkróki. Þuríður var gengin 38 vikur og 4 daga þegar daman ákvað að koma í heiminn á nýársdag kl. 18:43, fædd 4208 gr. (17 merkur) og 52 sm. Að sögn Þuríðar gekk fæðingin vel, tók að vísu sinn tíma, en móður og barni heilsast vel. Það var hugsað vel um þau á fæðingadeildinni yfir áramótin og á nýársdag en þau höfðu deildina og starfsfólk hennar útaf fyrir sig. Litla daman er þriðja barn þeirra Þuríðar og Guðmundar Rúnars, en fyrir eiga þau drengina Aron Snæ 6 ára og Styrmi Snæ 4 ára. Þuríður er dóttir Þórarins Í janúar á síðasta ári kom upp sú hugmynd að þann 12. janúar ár hvert yrði haldinn svokallaður Ljósadagur í Skagafirði. Hugmyndin kom í kjölfar táknræns gjörn- ings dagana eftir hörmulegt umferðarslys þeirra Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur og Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Þá voru friðarljós tendruð sem lýstu upp bæinn og hjörtu þeirra sem leið áttu hjá. Binný í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki sagði þá í samtali við Feyki að ánægjulegt væri að halda í þá fallegu hefð og gera 12. janúar að ljósadegi í Skagafirði. Næstkomandi mánudag rennur upp umræddur dagur og eru þá allir Skagfirðingar hvattir til að tendra friðarljós, jafnvel nýta afgangskerti eftir jólin og setja í lugtir – lýsa upp skammdegið og minnast látinna ástvina. /BÞ Ljósadagur í Skagafirði Skagfirðingar hvattir til að tendra friðarljós Hlöðverssonar og Þóreyjar Eyjólfsdótt- ur á Sauðárkróki og Rúnar er sonur Guðmundar Magnússonar og Stefaníu Fjólu Finnbogadóttur í Varmahlíð. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.