Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 2
2 1/2015 Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur ráðið Berg Elías Ágústsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Auglýst var eftir framkvæmdastjóra og bárust 14 um-sóknir og voru tekin viðtöl við þrjá umsækjendur. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið, samkvæmt tilkynningu frá SSNV. Bergur Elías Ágústsson er 51 árs, fæddur og uppalinn Vest- mannaeyingur og er menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegs- háskólanum í Tromsö í Noregi. Bergur hefur síðustu átta ár starfað sem bæjarstjóri í Norðurþingi en var áður bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Auk starfa sem bæjarstjóri hefur hann gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. í sjávarútvegi, sem og fjölda annarra trúnaðarstarfa á vettvangi sveitarfélaga. /BÞ Nú árið er liðið í aldanna skaut, eins og segir í þekktu lagi, og áramótaskaupið sömuleiðis. Eins og jafnan áður skiptast menn á skoðunum um hið árlega skaup sem hefur fylgt þjóðinni frá því í árdaga sjónvarpsins og á sér því um 50 ára sögu. Ekki veit ég hvort skaupið er komið í einhverja miðaldurskreppu, á breyt- ingarskeið eða jafnvel með gráa fiðringinn. Hitt veit ég að mér stökk vart bros á vör þennan síðasta klukkutíma ársins, meðan skaupið var á skjánum. Það var helst að Laddi kreisti fram örlítið bros. Veðurfræð- ingurinn þunglyndislegi dró upp kómíska hlið af tíðarfarinu vítt og breitt um landið. Að vísu ansi nærri raunveruleik- anum, en það er kannski það sorglega við skaupið í ár. Stjórnmálin, sem voru í forgrunni, eru kannski ekki einu sinni brosleg þó búið sé að setja þau í skoplegt samhengi. Ýmsar góðar hugmyndir og góðir punktar sem samt gengu einhvern veginn ekki upp. Ég hef reyndar efast um eigin kímnihneigð að undan- förnu, þar sem hraðfréttadrengir, sem sumir halda ekki vatni yfir, fá mig sjaldnast til að brosa og Húsavíkurmærin í morgunútvarpinu getur mig lifandi drepið. Kannski ég þurfi að láta uppfæra húmorinn í 2015 útgáfuna? Ákveðin skaup hafa verið lífsseigari en önnur og er skaupið 1985 til dæmis orðið að einhvers konar goðsögn, eða „legendary“ eins og unglingarnir myndu orða það. Það var því ef til vill ekki svo slæm hugmynd að endurvinna gamalt atriði úr skaupinu, það væri hægt að spara einhverjar milljónir á slíku. Ég vil þó síst mæla með því að skaupið verði tekið af dagskrá, það er og verður alltaf smekksatriði hvernig til tekst hverju sinni. Sem betur fer eru skiptar skoðanir um áramótaskaupið eins og annað sjónvarpsefni og það er ekki fyrr komið í loftið en menn eru farnir að tjá sig um það á snjáldurskinnu. Búið er að þurrausa áhorfendur, leikara, þá sem verða fyrir barðinu á gríninu, dagskrárstjóra og aðra sem málið varðar af spurningum um skaupið, jafnvel áður en maður hefur áttað sig á því að nýtt ár sé gengið í garð. Sjálf hef ég ekki ennþá nennt að horfa á skaupið aftur, þó að endursýning sé oft til bóta og auðvelt með tilkomu VODsins að horfa á efni þegar manni hentar og maður er vel upplagður. Ég bind bara vonir við að komandi þorrablót hreyfi betur við bros- vöðvunum en skaupið gerði! Kristín Sigurrós Einarsdóttir Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Nú árið er liðið í aldanna skaup SSNV Bergur Elías ráðinn framkvæmdastjóri Skagafjörður Unnið að dýpkun Sauðárkróks- hafnar Starfsmenn verktakafyrir- tækisins Björgunar hófu dýpkun í Sauðárkrókshöfn á sanddæluskipinu Perlunni um helgina. Samkvæmt vef Sveitar- félagsins Skagafjarðar verður samtals dælt um 22.000 m3 af tveimur svæðum, svæði innan hafnarinnar og fyrir framan öldubrjót við hafnarminnið. Unnið er á sólarhrings- vöktum á skipinu og tekur það um 300 rúmmetra í hverri ferð. Hluta af efninu úr dýpkuninni verður dælt á land á svæði þar sem gamla smábátahöfnin var staðsett. Verkkaupar eru siglingasvið Vegagerðarinnar og Sveitar- félagið Skagafjörður. /BÞ 14 svæði af 22 samþykkt sem þjóðlendur Austur-Húnavatnssýsla og Skagi Óbyggðanefnd kvað 19. desember upp úrskurði í ágreiningsmálum um 22 þjóðlendur í Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga. Fallist var á kröfur ríkisins um að fjórtán af þessum svæðum yrðu þjóðlendur en átta þeirra var hafnað. Þjóðlendur eru í eigu ríkisins en það eignarhald er takmarkað, ef bændur eiga afrétt á svæðinu. Hafa þeir þá rétt til að reka þangað búfé og veiða í ám og vötnum. Talsverð silungsveiði er á Skaga auk þess sem laxveiði er í Laxá í Skefilstaðahreppi, en bæði svæðin verða að hluta þjóðlendur samkvæmt hinum nýja úrskurði. Fuglaveiðar eru heimilar á þjóðlendum, hvort sem bændur eiga þar afrétt eða ekki. Fallist var á að almenningur á Skaga, Skrapatunguafrétt, ágreiningssvæði vegna Fann- laugarstaða, ágreiningssvæði vegna Skálahnjúks, Auðkúlu- heiði, Forsæludalskvíslar, land- svæði sunnan Grímstungu- heiðar, Lambatungur, landsvæði sunnan Haukagilsheiðar og Lambatungna, hluti Kornsár- tungna, austurheiði Víðidals- tunguheiðar, landsvæði sunnan Víðidalstunguheiðar, Húksheiði og Staðarhreppsafréttur yrðu þjóðlendur. Kröfum um að Reynistaðarafrétt, Grímstungu- heiði, Haukagilsheiði, Sauða- dalur, vesturheiði Víðidalstungu- heiðar, Aðalbólsheiði, Efranúps- heiði og Breiðabólsstaðarafrétt/ Engjabrekka yrðu þjóðlendur var hins vegar hafnað. Hægt er að kæra úrskurði óbyggðanefndar til dómstóla innan sex mánaða frá birtingu þeirra í Lögbirtingablaðinu. Um 60 hæstaréttardómar hafa fallið í slíkum málum og er algengara að hæstiréttur hafi staðfest úrskurði nefndarinnar en snúið þeim við. /KSE Grindavíkurbátar halda heim Hífðir á land og ekið til Akraness Aflatölur 1. viku 2015 Fer rólega af stað Fyrstu daga ársins var engum afla landað í Skaga- fjarðarhöfnum, það er á Hofsósi og Sauðárkróki. 40 tonnum var landað á Skagaströnd en engu á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Addi afiGK-97 Landbeitt lína 6.265 Alda HU-112 Landbeitt lína 6.510 Bergur sterki HU-7 Landbeitt lína 3.010 Diddi G-65 Landbeitt lína 4.507 Muggur HU-57 Landbeitt lína 7.304 Signý HU-13 Landbeitt lína 4.110 Stella GK-25 Landbeitt lína 5.771 Sæfari HU-200 Landbeitt lína 2.757 Alls á Skagaströnd: 40.000 Þegar blaðamaður Feykis átti leið framhjá Sauðárkrókshöfn um hádegisbilið á þriðjudaginn var verið að hífa þar tvo báta á land. Um var að ræða tvo báta frá Grindavík sem landað höfðu á Skagaströnd síðan fyrir jól. Að sögn Gunnars Stein- grímssonar, hafnarvarðar Sauðárkrókshafna, treystu eigendurnir sér ekki að sigla bátunum fyrir Vestfirði vegan veðurútlits og því var brugðið á það ráð að hífa þá á land á Sauðárkróki, aka með þá á Akranes og sigla þaðan til Grindavíkur. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.