Feykir


Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 08.01.2015, Blaðsíða 5
1/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR >> Þú finnur fleiri íþróttafréttir á www.feykir.is Baldur Haraldsson var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2014 UMSS og UMF Tindastóll Kolbrún Ósk Hjaltadóttir er 16 ára stúlka frá Sauðárkróki, dóttir Sigurlaugar Reynaldsdóttur og Hjalta Magnússonar. Hún æfir fótbolta og körfubolta hjá Tindastól. Helstu íþróttaafrek: -Helsta íþróttaafrek mitt var þegar ég var valin í landslið U17 kvenna í fótbolta. Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar litli bróðir minn kom í heiminn. Neyðarlegasta atvikið: -Það var þegar ég hélt ég hefði addað frænku minni á snapchat og sendi fullt af grettu myndum af mér en þá var þetta einhver önnur sem ég var að senda. Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei, ég er ekki með neina sérvisku eða hjátrú. Uppáhalds íþróttamaður? -Gylfi Sigurðsson. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ég myndi velja mér Reynald eldri bróðir minn í spretthlaup. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? Ég myndi lýsa því þannig að þegar ég er að enda hlaupið þá er hann rétt að skríða af stað. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Það eru engin sérstök afrek fyrir utan íþróttirnar. Lífsmottó: -Þegar þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Foreldrar mínir eru helstu fyrirmyndir mínar af því þau hafa stutt mig í gegnum allt og kennt mér margt Hvað er verið að gera þessa dagana? -Ég er bara í skólanum og á landsliðsæfingum. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir / Knattspyrna / Karfa Foreldrarnir helstu fyrirmyndirnar ( GARPURINN ) berglind@feykir.is UMSS og UMF Tindastóll héldu samkomu í Húsi frítímans á Sauðárkróki þann 27. desember, þar sem kynntar voru niðurstöður úr vali á Íþróttamanni Skagafjarðar og Íþróttamanni Tindastóls fyrir árið 2014. Baldur Haraldsson rallýkappi var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Jóhann Björn Sigurbjörnsson spretthlaupari hlaut titilinn Íþróttamaður Tindastóls 2014. Þess má geta að Baldur var fyrir skömmu valinn „Aksturs- íþróttamaður ársins“ af Akst- ursíþróttasambandi Íslands. Í 2. sæti í vali á Íþróttamanni Skagafjarðar varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson og í 3. sæti Arnar Geir Hjartarson. Þá var Hlynur Þór Haraldsson golf- þjálfari útnefndur Þjálfari ársins 2014, kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks var valin Lið ársins 2014, og einnig voru veittar viðurkenningar til hóps efni- legra unglinga. Eftirfarandi voru tilnefndir til Íþróttamanns Skagafjarðar 2014: Arnar Geir Hjartarson (golf) Baldur Haraldsson (akstursíþróttir) Gísli Gíslason (hestamennska) Helgi Rafn Viggósson (körfuknattleikur) Jóhann Björn Sigurbjörns. (frjálsar) Jón Friðbjörnsson (akstursíþróttir) Loftur Páll Eiríksson (knattspyrna) Tilnefningar til Íþróttamanns Tindastóls 2014: Bríet Lilja Sigurðardóttir (karfa) Guðrún Jenný Ágústsd. (knattsp) Jóhann Björn Sigurbjörns. (frjálsar) Loftur Páll Eiríksson (knattspyrna) María Finnbogadóttir (skíði) Pétur Rúnar Birgisson (karfa) Rannveig Sigrún Stefánsd.(sund) Þóranna Ósk Sigurjónsd. (frjálsar) /BÞ Helgi Rafn, Loftur Páll, Baldur, Jóhann Björn og Arnar Geir. MYND: UMFT Lewis í úrvalsliðinu Domino’s deildin í körfuknattleik Úrvalslið karla og kvenna í Domino´s deildunum var kunngert sl. þriðjudag en þar á meðal var hinn 38 ára gamli leikmaður Tindastóls, Darrel Lewis. Í viðtali við Körfuna.is segist Darrel Lewis bjartsýnn á gengi liðsins í seinni hluta tímabilsins sem nú er að hefjast. Allir leikmenn liðsins séu til í slaginn og ef þeir koma til með að leika eins vel og þeir gerðu á fyrri hluta tímabilsins þá ætti liðið að vera í góðum málum. Þá segist Lewis einnig njóta þess í botn að leika með Tindastóli og talar vel um liðsfélaga sína sem hann segir alltaf gefa sig 100% í leikinn. Stórleikur í Síkinu Tindastóll tekur á móti liði Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í fyrsta leik ársins. Um er að ræða stórleik liðanna sem eru í öðru og þriðja sæti Dominos-deildarinnar, Tindastólsmenn með 18 stig og Stjarnan með 14 stig. Leikurinn hefst kl. 19:15 og nú er um að gera fyrir stuðn- ingsmenn Stólanna að fjöl- menna í Síkið og styðja strákana. Áfram Tindastóll! /BÞ Kvennakarfan Nýr leik- maður til liðs við Stólana Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við bandaríska leikmanninn Tikeyiah Johnson um að hún leiki með félaginu út þetta tímabil. Að sögn Stefáns Jónssonar formanns körfuknatt- leiksdeildarinnar er Tikeyiah 23 ára bakvörður sem lék með Robert Morris University á síðasta tímabili. Á tímabilinu 2012-2013 lék hún með með Arkansans University. Stefán segir Tikeyiah hafa leikið um 37 mínútur að meðaltali í leik með Robert Morris og var að skora um 19 stig í leik. „Telur stjórn körfuknattleiksdeildar að Tikeyiah sé sá leikmaður sem getur bætt lið Tindastóls verulega og hjálpað til í uppbyggingunni sem er í gangi í Skagafirðinum,“ segir Stefán í lokin. /BÞ Íþróttamaður USAH 2014 Snjólaug valin Ísólfur Líndal kjörinn Íþróttamaður USVH 2014 Þann 27. desember sl. var Ísólfur Líndal Þórisson útnefndur íþróttamaður USVH ársins 2014. Á árinu 2014 toppaði Ísólfur Líndal enn fyrri árangur á keppnisvellinum. Ef tekin er saman helsti árangur á stærri mótum ársins þá sigraði Ísólfur samanlagt sterkustu mótaröð innanhús norðan heiða. Þá keppti hann í fyrsta sinn í sterkustu inni mótaröð sunnan lands og stóð sig mjög vel, komst í nokkur úrslit og endaði í 6.-7. sæti í samanlögðum árangri. Sumarið 2014 fór fram Landsmót á Hellu, þar keppti Ísólfur í nokkrum greinum auk þess að sýna kynbótahross. Þar bar hæst árangur Ísólfs í tölti þar sem hann var í A-úrslitum og endaði í 5. sæti. En Ísólfur var einnig í úrslitum í B-flokki gæðinga og A-flokki gæðinga. Að lokum tók Ísólfur þátt á Íslandsmóti sem er sterkasta íþróttamót ársins. Þar var hann í úrslitum í öllum greinum sem hann tók þátt í. Í öðru sæti var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuboltakona, var hún m.a. í lykilhlutverki í liði Snæfells þegar liðið varð Íslands- meistari í Dominos deildinn sl. vor. Í þriðja sæti var Hannes Ingi Másson körfuboltamaður hjá Tindastól. Hann hefur staðið sig geysivel í sterkum hóp ungra drengja frá Tindastól en þeir hafa verið að stela senunni í deildinni í vetur. /KSE Íþróttamaður ársins 2014 hjá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga er Snjólaug María Jónsdóttir, skotíþróttakona og formaður Skotfélagsins Markviss. Þetta er annað ári í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Húni. is greinir frá þessu. Tilkynnt var um valið í Samkaupum á Blönduósi á Þorláksmessu en í október síðastliðnum var Snjólaug María kosin skotmaður Markviss árið 2014. Hún hlaut þá viðurkenningu einnig árið 2013. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.