Feykir


Feykir - 19.03.2015, Side 9

Feykir - 19.03.2015, Side 9
11/2015 9 Dögunarrækja í veisluna Dögun Hesteyri 1 550 Sauðárkrókur & 453 5923 Gæði – Ferskleiki – Hollusta ( FJÖR Á FJÓLBRAUT ) Arnar Ingi Ingimundarson berglind@feykir.is Agnar Ingi Ingimundarson er fæddur árið 1997 og býr á Sauðárkróki. Hann er sonur Agnesar Huldu Agnarsdóttur og Ingimundar Kristjáns Guðjónssonar. Systkini Arnars eru Gullfallegi Guðjón, Auðuga Arna, Sæta Sunna og Lauflétta Lilja, eins og hann kallar þau sjálfur. Deild í FNV: -Viðskipta- og hagfræði braut. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: -Glaðlyndur, hugulsamur, traustur. Hvar finnst þér best að vera: F-ram í heið- anna ró. Hvernig líkar þér að vera í FNV: -Mjög vel, heimilislegt og gott. Hvað finnst þér best við skólann: -Kristján stærðfræðikennari. Hvaða viðburður í skólanum finnst þér skemmtilegastur: -Söngkeppnin heppnað- ist mjög vel í ár og var skemmtileg. Helstu áhugamál: -Íþróttir, aðallega körfubolti og svo bílarnir og svoleiðis tæki. Uppáhalds matur: -Jólasteikin. Léttreyktur lambahryggur með öllu tilheyrandi. Besta kvikmyndin: -Myndin Rush kemur fyrst upp í hugan hjá bensínhausnum. Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast: -Jeremy Clarkson stjórnanda Top Gear þáttanna, bara vegna þess hversu sterkar skoðanir hann hefur. Ég hef allavega mjög gaman af honum. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig: -Það er auðvitað svo margt. Ætli ég verði ekki að segja að týna lyklunum mínum sé það versta. Hvað gleður þig mest: -Hraði og fá adrena- línið í gang. Uppáhaldsfélag í íþróttum: -Tindastóll að sjálfsögðu. Skrýtnasti félaginn: -Án þess að hugsa um það, Oddur Kárason. Hver er helsta fyrirmyndin: -Klárlega Oddur Kárason. Uppáhalds tónlist: -Hlusta nú á mest allt, en get alltaf hlustað á róleg rapp og rokk lög. Uppáhalds teiknimyndapersóna: -Maður getur nú nefnt þær nokkrar en Baymax úr myndinni Big Hero 6 er klárlega orðinn einn af uppáhalds núna. Uppáhalds stjórnmálamaðurinn: -Ætli það sé ekki Skagfirðingurinn Gunnar Bragi, ann- ars fannst mér Guðni Ágústsson alltaf svo fyndinn. En hann er auðvitað komin í eitthvað annað núna. Lífsregla: -Koma vel fram við náungan, það gerir oftast allt miklu einfaldara. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í happdrætti: -Myndi líklegast eyða því helgina eftir. Draumatakmark: -Gera eitthvað sem engum Íslendingi hefur tekist áður. Agnar skorar á Rögnu Vigdísi Vésteinsdóttur. Kristján stærðfræði- kennari bestur Ingólfur Ómar Ármannsson Ástarljóð til þín Hugann seður seimagná svipinn meður bjarta. Ornar geði örvar þrá ást og gleði í hjarta. Hug minn ætíð hrífur þá heitast þér ég unni. Við þig bind ég tryggð og trú og teyga koss af munni. Bræða hjartað blíðuhót blikið augna þinna. Fönguleg og fögur snót fylling vona minna.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.