Feykir


Feykir - 19.03.2015, Síða 10

Feykir - 19.03.2015, Síða 10
10 11/2015 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Úrslitakeppnin fer af stað í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki annað kvöld Stólarnir mæta Þórsurum Tindastóll hefur leik í úrslitakeppni Dominos- deildarinnar föstudags- kvöldið 20. mars en mót- herjarnir eru lið Þórs í Þorlákshöfn. Lið Tindastóls lauk leik í deildarkeppninni síðastliðið fimmtudagskvöld en þá var leikið við lið Skallagríms í Borgarnesi. Skallar voru þegar fallnir og Stólarnir öruggir með annað sætið í deildinni þannig að það var ekki mikið í húfi. Niðurstaðan reyndist nokkuð öruggur 101-91 sigur. Nýliðar Tindastóls enduðu því deildar- keppnina með 34 stig; unnu 17 leiki en töpuðu fimm sem verð- ur að teljast frækilegur árangur. Það varð svo ljóst þegar síðustu umferð var lokið hverjir yrðu mótherjar Tindastóls í úrslitakeppninni. Þór, Keflavík og Grindavík enduðu jöfn með 22 stig en árangur í innbyrðis- viðureignum þessara liða réði því í hvaða sæti deildarinnar þau röðuðust. Þórsarar töldust þá Það mun mikið mæða á Darrel Lewis og félögum á næstunni. MYND: HJALTI ÁRNA Skákþing Skagafjarðar 2015 Pálmi varð skákmeistari Skákþingi Skagafjarðar 2015 – Landsbankamótinu lauk í gærkvöldi. Pálmi Sighvats stóð uppi sem sigurvegari og hlaut því hinn virðulega titil „Skákmeistari Skagafjarðar“. Um framkvæmd mótsins sá Skákfélag Sauðárkróks. Um er að ræða kappskákmót sem reiknað er til íslenskra og alþjóðlegra skákstiga. Fyrsta umferðin fór fram 11. febrúar en fimmtu og síðustu um- ferðinni lauk í gær, 11. mars. Alls tóku tólf skákmenn þátt í mótinu. Frekari upplýsingar um mótið og fréttaflutning af því má sjá á heimasíðu Skák- félags Sauðárkróks. /Fréttatilk. Sveitapiltsins draumur eða martröð? Leikfélag Hofsóss, Höfðaborg og Sönglög í Sæluviku standa fyrir leiksýningu Leikfélag Hofsóss, Félagsheimilið Höfðaborg og Sönglög í Sæluviku standa fyrir leiksýningunni Sveita- piltsins draumur eða martröð? í tilefni af 40 ára vígsluafmæli Höfðaborgar um þessar mundir. Leiksýningin verður að kvöldi fimmtudags- ins 2. apríl nk. kl. 21:00 í Höfðaborg, Hofsósi. Leikfélag Hofsóss setur að jafnaði upp leiksýningu annað hvert ár en í fyrra var sett upp leikritið Blúndur og blásýrur. Árið 2013 var ákveðið að halda skemmtikvöld þau ár sem Leikfélagið væri í sýningafríi og tókst það kvöld afskaplega vel. Þessi sýning er svipað verkefni, nema mun stærra, þar sem ákveðið var flétta saman leik- þáttum, tónlist og söng. Fjöldinn allur af skemmti- lega skapandi fólki stendur fyrir sýningunni. Þátttakendur, hvort sem það eru leikendur, söngvarar eða hljóðfæraleikarar koma víða að úr Skagafirði og eru sumir þaulvanir á sviði en aðrir að stíga sín fyrstu skref. Ekki má gleyma því góða fólki sem aðstoðar á bak við tjöldin og má þar nefna þá sem sjá um ljós og hljóð, búninga, smink og hárgreiðslur, auglýsingar og umbrot ýmiskonar. Höfundar hafa setið sveittir í reykræstri kompu yfir mesta skammdegið í vetur og sett saman leikþættina. Hljómsveit kvöldsins skipar einnig einvala lið karla og kvenna úr firðinum. Settir verða upp nokkrir leik- þættir er spanna sögu átta einstaklinga sem á einn eða annan hátt tengjast. Í aðalhlut- verkum verða hinn græskulausi Gabríel og lævísi Lúsifer. Við fáum að kynnast ólíkum sveitapiltum, stúlkum og sveita- rómantík sem gengur upp og ofan að fanga. Gabríel og Lúsifer reyna svo af öllum mætti að hafa áhrif á líf einstaklinganna hvor með sínum hætti. Leik- stjórn annast Fríða Eyjólfsdóttir og stjórn tónlistar er í höndum Stefáns Gíslasonar og Einars Þorvaldssonar. Ágætlega hefur gengið að fá fólk í hlutverk og vonumst við eftir að fá húsfylli þetta kvöld. Barinn verður opinn og hvetj- um við fólk til að mæta, gleðjast og hlæja eins og Skagfirðingum er einum lagið. Við lofum frábærri skemmtun. /Fréttatilk. Leikfélag Hofsóss undirbýr frumsamið gamanleikrit með tónlist um Sveitapiltsins draum. MYND: LH. Þórarinn Eymundsson og Narfi sigruðu í KS-Deildinni í síðustu viku „Reyni að leggja mig fyrir keppni“ KS-Deildin var haldin miðvikudagskvöldið 11. mars og var keppt í fimmgangi. Sterkir hestar mættu til keppni og var hart barist. Nýir knapar eru að koma inn og etja kappi við reynslu- boltana. Þórarinn Eymunds- son kom með stóðhestinn Narra frá Vestri-Leirárgörðum og hreppti fyrsta sætið. Sonja Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir, þátttakandi í Fjölmiðlahóp á opnum dögum í FNV í síðustu viku. Hún brá sér í Svaðastaða- höllina og hitti þar á æfingu hjá Hrímnisliðinu þar sem Þórarinn er liðsstjóri og tók hann tali. Narri frá Vestri-Leirárgörð- um er stóðhestur á níunda vetri, með mjög háan kynbótadóma. Hann er undan Natan frá Ketils- stöðum sem fórst fyrir aldur fram en hann var að skila góðum afkvæmum sem eru að gera það gott í sýningum og keppnum. Móðurætt Narra stendur einnig vel að honum. Þórarinn lýsir Narra sem draumareiðhesti, frá- bær bygging sem gerir honum kleift að vera í góðum höfuðburð, söfnun og gangskiptingarnar eru auðveldar. Þórarinn er búin að vera með hann í þrjú ár og á hann sjálfur hlut í honum. Fimmgangurinn var sterkur en það er líka kúnst að ríða hann, þetta er mikil tæknisgrein, mistök eru dýr og geta kostað úrslit. Eins og kom fram er Þórarinn í liði Hrímnis ásamt Valdimar Bergstað, Líney Maríu Hjálmarsdóttur og Herði Óla Sæmundarsyni, og eru þau stiga- hæsta liðið sem stendur. Liðs- andinn er mjög góður og eru þau byrjuð að undirbúa sig fyrir komandi greinar; tölt, gæðinga- fimi og slaktaumatölt. Núna í ár er fyrsta skiptið sem gæðingafimi er hluti af KS-Deildinni. Það er mikill spenningur fyrir henni, þetta er krefjandi grein fyrir knapa og tekur þá út fyrir þægindarramman sem skilar sér svo sem fjölbreyttari þjálfun. Aðspurður hvað eigi að mæta með í töltið segir Þórarinn að sé óráðið, hann sé með tvo bræður sem komi til greina en það verði bara að koma í ljós. Fyrir keppni reynir Þórarinn að leggja sig, slaka á og segir hann mikilvægt að velja sér tónlist sem maður hefur gaman af. Þórarinn Eymundsson og Nói frá Saurbæ. MYND: SONJA Hér má sjá úrslitin í fimmganginum: 1. Þórarinn Eymundsson og Narri frá V.-Leirárgörðum – 7,69 2. Hallfríður S. Óladóttir og Kolgerður frá V.-Leirárgörðum – 7,17 3. Teitur Árnason og Óskahringur frá Miðási – 6,76 4. Gísli Gíslason og Karl frá Torfunesi – 6,67 5. Líney María Hjálmarsdóttir og Kunningi frá Varmalæk – 6,45 VIÐTAL Sonja S. Sigurgeirsdóttir hafa endað í sjöunda sæti og mæta Tindastól en Grindvík- ingar urðu í áttunda sæti og mæta deildarmeisturum KR. Sem fyrr segir verður fyrsti leikur liðanna á Króknum föstudaginn 20. mars kl. 19:15 og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að fjölmenna því án vafa verður um hörkuviðureign að ræða, enda ekkert gefið þegar út í úrslitakeppnina er komið. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í fjögurra liða úrslit og því gæti þurft fimm leiki til að ná fram niðurstöðu í einvígi lið- anna. Annar leikurinn verður 23. mars í Þorlákshöfn en þriðji leikurinn verður á Króknum föstudaginn 27. mars. Það er því útlit fyrir fjör í Síkinu á næstunni! /ÓAB Í efstu þremur sætunum voru þeir Jón, Pálmi og Birkir. MYND: ÖÞ

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.