Feykir


Feykir - 19.03.2015, Side 18

Feykir - 19.03.2015, Side 18
18 11/2015 30 manna TILBOÐ BÓKARTERTA 18.300 40 manna BÓKARTERTA 23.800 18 hringja, 40-50 manna KRANSAKAKA (ófyllt) 21.500 30 manna SÚKKULAÐI/KAKA ÁRSINS 18.300 40 manna SÚKKULAÐI/KAKA ÁRSINS 23.800 Ýmislegt fleira gott og girnilegt í fermingarveisluna! Fallegar og gómsætar fermingatertur á frábæru verði! Við sjáum um veisluna Allt eftir þínum óskum: Heitir réttir, snittur, smáréttir brauð og pestó, tertur af öllu tagi, risa kleinuhringir o.fl. Hafðu samband! Sími 455 5000 - Sauðárkróksbakarí - Aðalgötu 5 Handverksbakarí Gerum hvað sem ykkur dettur í hug! T.d. Sykur- massa. Háskólinn á Hólum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum w w w .h ol ar .i s n ýp re n t 0 3 /2 0 15 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. dögunum labbaði hann einfald- lega upp í fjallið fyrir ofan bæinn og skíðaði niður. „Hér vantar ekkert“ „Það vantar svo sem ekkert,“ segja þau strax þegar blaða- maður spyr hvort það sé eitthvað sem vanti þegar flutt er út á land. Klisjan um að allt sem mann vanti fáist í Kaupfélaginu er kannski ekki svo mikil klisja og Þórey Edda grípur það á lofti. „Ég er svo fegin að það er Kaupfélag hérna, en ekki Bónus eða eitthvað annað, það er miklu skemmtilegra að versla þar,“ segir hún og Guðmundur bætir því við að Kaupfélagið sé vel rekið og úrvalið gott, t.d. af heilsuvörum og lífrænum vörum. „Það vantaði veitinga- stað en það er búið að bæta úr því,“ segir Guðmundur og vísar þar til Sjávarborgar þar sem stendur einnig til að bjóða upp á viðburði eins og lifandi tónlist. Þá hafa nýir eigendur tekið við hótelinu og er það nú opið allt árið. Guðmundur skellir upp úr þegar blaðamaður kastar fram þeirri spurningu hvort þau sjái sig fyrir sér á Hvammstanga eftir 30 ár og jánkar því strax. Það kemur þó örlítið hik þegar hann reiknar út á hvaða aldur hann verði kominn þá. „Við komum hingað til að prófa þetta og núllstilla okkur frá þessu áreiti og álagi sem er búið að vera á okkur. Aðgengi að vinnu er auðvitað grundvöllur- inn fyrir búsetunni og verðum við bara að sjá hvað setur,“ segir Þórey Edda og sér ekki eftir þeirri ákvörðun að flytja þótt það yrði ekki nema tímabund- ið. „Maður er svo vanur að vera í yfirálagi og ég hafði áhyggjur af því að sakna þess, en ég geri það alls ekki.“ „Þórey er búin að vera í námi og við bæði í mikilli vinnu. Við tókum ekki námslán þannig að það var allt á yfir- snúningi í þrjú ár, með tvo litla orkubolta. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur öll að breyta til,“ bætir Guðmundur við. Þórey Edda segir það mjög ánægjulegt að geta fengið vinnu í sínu fagi og að Bjarni S. Einarsson, eigandi Ráðbarðs, hafi tekið því mjög vel þegar hún hringdi og spurðist fyrir um vinnu. Það gerði hún eftir að hafa flett því upp á netinu að það væri verkfræðistofa á Hvammstanga, sem hún átti ekki endilega von á. „Það var lygilegt hvað þetta gekk vel upp. Ég er mjög ánægð með þessa vinnu en auðvitað er bygginga- geirinn búinn að vera í mikilli lægð eftir hrun og í raun ekkert víst hvernig framhaldið verður þótt ástandið sé vissulega á uppleið.“ Þórey Edda segir verkefni stofunnar vera í báðum Húna- vatnssýslunum og einkum í byggingargeiranum. Hún segist vonast eftir að í framtíðinni bætist við verkefni tengd um- hverfisverkfræðinni, sem er hennar sérsvið. Slík verkefni séu orðin algeng á höfuðborgar- svæðinu og fyrirtæki þar mættu horfa til þess að þau geti líka sótt þjónustuna út á land. Heyra má að ýmislegt sem snýr að útivist, hreyfingu og heilsu er þeim hjónunum hugleikið, sem og umhverfis- mál. Þau viðra hugmyndir um að gera bæjarfélagið í heild sinn umhverfisvænt og segja að þegar sé búið að stíga nokkur skref í þá átt, t.d. með Grænfána í leik- skólanum Ásgarði og flokkun á sorpi og telja nokkra vakningu um umhverismál í samfélaginu. „Ég myndi samt vilja sjá færri á bílum og það eru margir sem „gleyma“ að drepa á bílunum,“ segir Þórey Edda. Hún segir að það sé svolítið svipað að búa á Hvammstanga eins og erlendis, þar sé allt í minni einingum og oft hægt að fara allra sinna ferða á reiðhjólinu, sem henni finnst afar þægilegt. Í þessu samhengi minnist hún á að þeir sem vilja breyta til gleymi oft að það er hægt að víkka sjóndeildar- hringinn innan landsteinanna, ekki bara með því að fara til útlanda. „Ég mæli með að fólk prófi að flytja út á land – augljóslega, af því ég er nú sveitavargur. Ég held að það hafi allir gott af því, líkt og að flytja erlendis. Ég held að fólk hafi alveg jafn gott af því að flytja út á land ef það mögulega getur. Margir geta unnið sína vinnu annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu og ég vil hvetja fólk til að prófa að flytja í minna samfélag þar sem hver og einn hefur meira vægi innan samfélagsins. Það er líka gott fyrir krakka að vera í nálægð við sveitina og sjá dýrin í sínu eðlilega umhverfi, mér finnst það skipta mál,“ segir Guðmundur að lokum. Fjölskyldan í hjólreiðatúr 2013. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.