Feykir


Feykir - 19.03.2015, Side 21

Feykir - 19.03.2015, Side 21
11/2015 21 Nýtt útlit en haldið í gamla stílinn Spjallað við Róbert Óttarsson eiganda Sauðárkróksbakarís VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Á Sauðárkróki er eitt elsta bakarí landsins, stofnað árið 1880. Miklar endurbætur hafa verið unnar á húsnæði þess undanfarin ár, m.a. með Bakarastétt sunnan við húsið við Aðalgötu 5 og afgirtu leiksvæði fyrir börn þar sem hægt er að tylla sér og fá sér veitingar á meðan börnin leika sér. Nú síðast var gerð allsherjar yfirhalning á afgreiðslu bakarísins í janúar. „Þetta kom betur út en ég þorði að vona,“ sagði Róbert Óttarsson eigandi Sauðárkróksbakarís, sæll og glaður með breytingarnar, þegar hann tók á móti blaðamanni Feykis á dögunum. Róbert segir að breytingarnar hafi átt sér langan aðdraganda en viðræður hófust fyrir um einu og hálfu til tveimur árum við þrjú erlend fyrirtæki um að taka að sér þessar sérhæfðu breytingar; eitt í Ítalíu, annað í Þýskalandi og það þriðja í Danmörku. „Við ákváðum að veðja á ítalska fyrirtækið og sjáum ekki eftir því,“ segir Róbert en fyrirtækið hafði starfað hér á landi áður þegar það setti upp innréttingu í Mosfellsbakaríi og þekkti því vel til. „Þau gerðu okkur tilboð þar sem allt var innifalið, gert var ráð fyrir öllu inni pakkanum og hugsað fyrir hverjum hlut,“ útskýrir Róbert. Síðastliðið sumar tók Róbert á móti arkitekt frá fyrirtækinu, sýndi honum staðinn og sagði sögu bakarísins. Hver krókur og kimi var mældur og staðurinn myndaður í bak og fyrir. Það var svo í janúar síðastliðnum sem nýju innrétt- ingar og allir innanstokks- og skraut- munir ætlaðir í bakaríið og borðsalinn komu á Krókinn, auk tveggja iðnaðar- manna sem unnu sleitulaust í hálfan mánuð við að koma öllu haganlega fyrir. Áður hafði allt verið hreinsað út, fyrir utan veggpanelinn og einnig var varð- veittur gamall kæliskápur en áhersla var lögð á að halda í gamla stílinn. Róbert Róbert Óttarsson bakari hress að vanda. MYNDIR: BÞ segist vera mjög ánægður með útkom- una en sérlega skemmtilegt segir hann hafa verið að finna fyrir ánægju bæjarbúa, en viðtökurnar eftir að þau opnuðu staðinni á ný segir hann hafi verið hreint stórkostlegar. Þá hefur fólk einnig lýst ánægju sinni með fram- kvæmdirnar sem hafa verið gerðar utandyra. Þar hefur Róbert látið leggja stétt þar sem gestir bakarísins geta sest út með kaffið sitt þegar vel viðrar og þar er að auki leiksvæði fyrir börn sem hann vonast til að verði mikið notað í sumar. „Ef við getum ekki gert það sjálf þá er það ekki til“ Bakaríið var fyrst stofnað af Carl Frederikssen árið 1880 og er því með elstu bakaríum á landinu sem hafa starfað óslitið. „Ég er mjög stoltur af því að á þessum 135 árum síðan bakaríið var stofnað þá hafa einungis verið átta eigendur. Þar af átti Guðjón Sigurðsson það lengst af, í 50 ár. Pabbi [Óttar Bjarnason] keypti það af honum og rak það í 23 ár. Ég er búinn að vera hér í níu ár og ætla mér að vera í mörg ár til viðbótar – bæði finnst mér þetta alveg hrikalega gaman og ég hef mikla trú á fyrirtækinu,“ segir Róbert en alls starfa um 17 manns hjá fyrirtækinu, þar af eru tíu manns í fullu starfi. „Bakaríið hefur skapað sér gott orðspor og við njótum góðs af því. Við lifum eftir mottóinu: „Ef við getum ekki gert það sjálf þá er það ekki til.“ Við erum metnaðarfull og gerum allt frá grunni og við erum til dæmis eitt af örfáum bakaríum á land- inu sem býr til deigið í amerísku kleinuhringina.“ Þá segist Róbert leggja mikla áherslu á að bjóða viðskipavinum einnig upp á hollar vörur, gróft brauð og hollustu nammi, að jöfnu við sæta- brauðið. „Ég vitna stundum í það að brauð er eina matvaran sem minnst er á í Faðir vorinu, þannig að maður á aldrei að halda aftur af sér í brauðmeti,“ segir Róbert loks kíminn á svip. Starfsfólk Sauðárkróksbakarís í kringum 1980. Frá vinstri: Unnur Sævarsdóttir, Guðjón bakari Sigurðsson, Óttar Bjarnason, Gunnar Guðjónsson og Sigrún Alda Sighvats. MYND: HSk

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.