Feykir


Feykir - 19.03.2015, Síða 22

Feykir - 19.03.2015, Síða 22
22 11/2015 Fyrir fólkið í landinu Sparisjóður Skagafjarðar hefur frá stofnun verið ein af lykilstoðum í skagfirsku samfélagi. Jafnframt því að styðja vel við íþrótta-, menningar- og samfélagsverkefni hefur sjóðurinn í yfir 100 ár náð að dafna og vaxa. Viðskiptavinum bjóðast margar sparnaðarleiðir og tekur starfsfólk sjóðsins vel á móti þér. Gjafakort Sparisjóðsins Ef þú ert í vandræðum með að finna réttu gjöfina, gæti gjafakort Sparisjóðsins verið lausnin fyrir þig. Afgreiðslutími er frá kl. 9.00 til 16.00 alla virka daga. Verið velkomin við Ártorg á Sauðárkróki Sími 455 5555 www.spar.is Fermingargjafir á öldinni sem leið Hver var heitasta gjöfin þegar þú fermdist? Fékkst þú Parker blekpenna í fermingargjöf? Eða vasadiskó? Blaðamönnum lék forvitni á að vita hverjar voru heitustu fermingar- gjafirnar á síðustu öld. Við lögðum því spurninguna fyrir nokkra aðila og fengum eftirtalin svör... UMSJÓN Berglind og Kristín Vera Ósk Valgarðsdóttir Skagaströnd -Ég fermdist 1967 að sumri til, í júlí. Við vorum þrjár sem fermdust í Dóm- kirkjunni þennan dag. Heitasta fermingar- gjöfin á þessum árum var armbandsúr úr gulli. Ingvar Björnsson Hólabaki Húnavatnshreppi -Ég var fermdur þann herrans dag 12. apríl 1987. Ætli heitasta fermingargjöf sveita- mannsins um þær mundir hafi ekki verið hnakkur en einn slíkan fékk ég frá afa mínum og ömmu. Rúm fékk ég frá foreldrunum en það var mjög móðins þá. Af öðrum fermingargjöfum er það að segja að orðabækur voru mjög vin- sælar til gjafa, og fékk ég nokkrar, en ég geri ráð fyrir að slíkt sé úrelt nú á nettímum. María Gréta Ólafsdóttir Hjaltadal -Það fengu allir úr í fermingargjöf þegar ég fermdist árið 1970, svo var verið að metast um hver hefði fengið flott- asta og dýrasta úrið. Ég á mitt úr ennþá. Kristín Guðbjörg Snæland Sauðárkróki -Heitastu fermingar- gjafirnar voru steríó- græjur í skáp og úr. Það var líka vinsælt að fá svefnpoka. Árborg Ragnarsdóttir Víðidalstungu 2, Húnaþingi vestra -Ég fermdist 1978. Þá var líklega vinsælast hjá stelpunum að fá skatt- hol í fermingargjöf. Það sem stóð hins vegar upp úr hjá mér var að ég fékk hest sem reyndist mér vel. Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir Sauðárkróki -Það var útvarp með geislaspilara og segul- bandi, árið 1992. Einnig bjútíbox og skartgripaskrín. Höskuldur B. Erlingsson Blönduósi -Ég fermdist árið 1979. Þá voru heitust fermingargjafirnar úr, skíði og skatthol.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.