Feykir


Feykir - 19.03.2015, Qupperneq 23

Feykir - 19.03.2015, Qupperneq 23
11/2015 23 Það er reyndar rétt hjá honum föður mínum að mér sé sjaldan orða vant en hvort eitthvað af viti finnst í þeim orðum er allt annar handleggur, en mig langar samt til að segja nokkur orð um þakklæti. Við systkinin ólumst upp við þau forréttindi að eiga sveit til að fara í. Við vorum svo heppin að eiga bestu fjölskyldu sem hægt er að eiga, ömmu sem beið okkar opnum örmum og eyddi deginum í að snúast kringum okkur eins og hún hefði aldrei neitt annað að gera og var þó svo. Afa sem hékk með okkur í eftirdragi og lét allt eftir okkur. Þolinmæði hans var með eindæmum þegar við gerðum eitthvað af okkur þá glotti hann, sjaldan vorum við skömmuð. Einnig áttum við þrjú stór frændsystkin sem vildu allt fyrir okkur gera. Ég held að með sanni að þurfi langt að leyta eftir betra fólki. Í sveitinni virtist lífið vera einn stór leikur þegar hugsað er til baka. Þar eru endalausar víðáttur til að hlaupa um í leik, að fara á hestbak er ekki rándýrt sport sem erfitt er að veita börnum heldur klifrar maður bara upp á næsta hest. Allstaðar er hægt að drullumalla, það má vera skítugur. Ég gef mér að það sé alltaf jafn leiðinlegt að sækja þvermóðskufulla belju hvort sem maður er barn eða fullorðin en það var nú hægt að bæta það upp með því að elta hænurnar þegar amma sá ekki til. Vorinu fylgdi sú einstaka upplifun að sjá lítil lömb fæðast og hamingja ef amma og afi sátu uppi með heimalning. Heyskapurinn var náttúrulega toppurinn á sumrinu fyrst fullorðna fólkið sá um öll erfiðu verkin. Eina vinna okkar barnanna fólst í að sitja á heyvagninum og reyna að detta ekki af og verjast tilraunum frændsystkinanna til að henda af okkur húfum og skóm svo við þyrftum ekki að hlaupa á eftir vagninum, með miklum hlátri þó. Á veturna renndum við okkur í brekkunum án þess að hafa áhyggjur af umferðargötum og reynt að ná sem mestum hraða. Oft var nú stefnan tekin niður á næsta bæ þar sem við áttum langömmu sem lét okkur aldrei fara súkkulaðilaus heim og frænda sem átti stórt safn af vídeospólum. Nægar eru minningarnar. Síðastliðið haust tók ég þá ákvörðun að flytja nær mínu fólki eftir langa fjarveru og var það einstakt að geta flutt í húsið sem geymir allar þessar minningar. Tunguhlíð í Lýtingsstaðarhreppi, sem hefur út um stofugluggann fallegasta útsýni sem ég hef séð. Hreppur fullur af yndislegu fólki sem býður mann velkominn. Varmahlíðarskóli sem tók á hlýjan og einstakan hátt á móti börnunum mínum og þakka ég þeim það, starfsfólki og samnemendum. Nú horfi ég á að þessi einstöku forréttindi sem ég hafði sem barn eru orðin forréttindi barnanna minna, minningarnar sem ég safnaði að verða að þeirra. Því eins og ég þá eiga börnin mín yndislegt fólk í kringum sig; ömmu og afa, langömmu, langafa og stór frændsystkini. Þessi breyting hefur orðið til þess að nú man ég reglulega eftir því að stoppa við, líta í kringum mig og muna hvar ég er, hver ég er, hversu gott ég hef það, því alltof oft er maður of upptekin af lífinu til að muna að þakka fyrir allt það góða sem maður á, hvort sem það eru vinir og fjölskylda sem standa þétt við hlið manns í gegnum lífið. Eða bara allt það góða sem finnst í umhverfinu. - - - - - Anna Dögg skorar á Guðrúnu Sonju Birgisdóttur að taka við pennanum. Anna Dögg Gunnarsdóttir í Tunguhlíð í Skagafirði skrifar Nokkur orð um þakklæti ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Nú reynir á samstöðu launafólks Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands er sanngjörn, megin krafan er að lægstu launin verði komin upp í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Á samningafundi í síðustu viku fengu aðildarfélög Starfsgreinasambandsins skýr skilaboð frá vinnuveitendum um að ekki væri vilji til að ræða frekar okkar sjálfsögðu kröfur. Þeir segja að efna- hagslíf þjóðarinnar fari rakleitt á haus- inn, hækki lægstu launin umfram 3-4%. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins ákvað því að slíta viðræðum við vinnuveitendur, enda ekkert um að tala lengur. Blákaldar staðreyndir Auðvitað olli þessi einarða afstaða vinnuveitenda vonbrigðum, enda er viðurkennt að fólk getur ekki lifað af dagvinnulaunum til að framfleyta sér og sínum. Verkalýðshreyfingin kannast hins vegar ágætlega við gamalkunnan söng vinnuveitenda, þannig að þessi afstaða var á margan hátt fyrirsjáanleg. Í velferðarríki hlýtur fólk að vera sam- mála um mikilvægi þess að almennt launafólk geti lifað af hefðbundnum dagvinnulaunum. Í nýrri skýrslu kemur fram að dagvinnulaun stjórnenda á Íslandi eru 5% hærri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Dagvinnulaun sér- fræðinga eru 3-5% lægri hér á landi en í hinum löndunum. Munurinn er hins vegar sláandi þegar verkafólk og þjónustu,- sölu,- og afgreiðslufólk er skoðað. Hér á landi eru dagvinnulaun verkafólks allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Þetta eru blákaldar staðreyndir, sem okkur ber að leiðrétta. Verkfallsaðgerðir Í ljósi stöðunnar sem upp er komin, er Starfsgreinasambandið nauðbeygt til að hefja undirbúning aðgerða og leita heimildar hjá sínum félögum til verk- fallsboðunar. Mikilvægt er að þátttakan í atkvæðagreiðslunni verði góð, enda er samstaðan beittasta vopn verkalýðs- hreyfingarinnar. Verkfall er neyðarrétt- ur, það skal undirstrikað hér. Komi til verkfallsaðgerða, er ábyrgðin vinnuveit- enda, sem virðast neita með öllu að viðurkenna að lægstu launin eru ekki sæmandi þjóð sem kennir sig við vel- ferð. Kröfugerðin er vel ígrunduð og mótuð af hinum almenna félagsmanni. Nýr kafli í baráttunni er að hefjast, gleymum því ekki. Þess vegna þurfa atvinnurekendur að verða varir við áþreyfanlega samstöðu launafólks. Við vitum líka að þorri þjóðarinnar stend- ur með verkalýðshreyfingunni. Á því leikur enginn vafi. Samstaðan er beittasta vopnið Þegar samningaviðræður hefjast á nýjan leik – hvenær sem það nú verður – þarf baklandið að vera traust. Hlutverk samninganefndarinnar er að ná fram ásættanlegum samningum og þá er líka eins gott að nefndin hafi fullan stuðning allra. Við getum ekki sætt okkur við að sitja enn eina ferðina eftir í launum eða kjörum, miðað við aðra hópa sam- félagsins. Þó sólin hækki á lofti dag frá degi, er ekki sömu sögu að segja um kjaramálin. Samstaðan er beittasta vopnið í kjara- baráttunni, næstu vikurnar mun reyna á alla hlekki keðjunnar. Látum hræðsluáróður vinnuveit- enda ekki villa okkur sýn. Ég hvet félagsmenn Öldunnar stéttarfélags til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni um verkfallsaðgerðir. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði AÐSENT ÞÓRARINN G. SVERRISSON SKRIFAR „Þakka Skagfirðingum fyrir stuðning og samstöðu“ Listakonan Sarah-Jane Caird setti á uppboð þrjú málverk eftir hana sjálfa með það augna- miði að ágóðinn rynni til styrktar Pálma Ragnars- sonar, bónda í Garða- koti í Hjaltadal, sem glímir við illvígt krabba- mein. Uppboðinu lauk þann 12. mars sl. „Uppboðið gekk mjög vel og ég vil þakka Skag- firðingum fyrir stuðning og samstöðu - og ég veit að Pálmi þakkar þeim líka,“ sagði Sarah-Jane í samtali við Feyki. „Nú er ég að ganga í það verk að afhenda myndirnar,“ segir Sarah-Jane en alls söfn- uðust 136 þús. kr. sem verða lagðar inn á söfnunar-reikning sem vinir Pálma stofnuðu hjá Sparisjóði Skagafjarðar til að létta undir með fjölskyldunni. Reiknings- númerið er: 1125-26- 2015, kennitala: 610269- 3979. Eftir langa bið og þrautagöngu tókst Pálma að afla samþykkis heilbrigðisyfirvalda til Proton-geislameðferðar í Munchen í Þýskalandi, í einu örfárra slíkra tækja í heiminum. /BÞ Uppboði til styrktar Pálma í Garðakoti lokið Sandkistur um allan Skagafjörð Í vikunni var komið fyrir sandkistum á þéttbýlisstöðum í Skagafirði. Í kistunum er saltblandaður sandur og er fólki frjálst að ná sér í sand í kisturnar til að sanda í kringum hús sín. Kisturnar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum; við norðurvegg gamla bóka- safnsins á Steinsstöðum, við norðurvegg íþróttahússins í Varmahlíð. við suðurhlið þjónustumiðstöðvar / Eignasjóðs við Borgarflöt á Sauðárkróki, við aðalinn- gang grunnskólans á Hólum og við austurhlið áhaldahússins við Norður- braut á Hofsósi. /BÞ Sveitarfélagið Skagafjörður

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.