Feykir - 30.04.2015, Blaðsíða 4
4 16/2015
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Kristján B. Jónasson / plötusnúður
„Hefur lengi langað
að fara á Bayreuth-
óperuhátíðina“
Kristján B. Jónasson fæddist
1967, alinn upp á Syðri-
Hofdölum og á Sauðárkróki,
en býr nú í Skerjafirðinum í
Reykjavík og er eigandi og
útgefandi hjá Crymogeu.
Kristján kann ekki á hljóðfæri
þannig að hann telur sitt
helsta tónlistarafrek að hafa
verið plötusnúður á Hótel
Mælifelli árin 1982-83.
Uppáhalds tónlistartímabil?
-Annars vegar 17. öld og hins
vegar nútíminn, ekki síst raftónlist
samtímans.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra
eyrun þessa dagana? -Taylor Swift,
Arvo Pärt, Vocal Trance-tónlist.
Tónlist frá 17. öld.
Hvers konar tónlist var hlustað
á á þínu heimili? -Mér fannst
skemmtilegast að heyra söng og í
Skagafirði voru mörg tilefni til þess.
Maður heyrði sífellt söng, hvert sem
farið var. Man líka eftir 45 snúninga
plötum Trausta frænda míns á
Hofdölum með Rolling Stones og
Bítlunum sem ég hlustaði mikið á.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/
kasettan/niðurhalið sem þú
keyptir þér? -Ég fór með fermingar-
peningana mína í Byggó við
Aðalgötuna og keypti mér tvær
plötur vorið 1981, báðar þá
nýútkomnar. Þetta voru Computer
World með Kraftwerk og Duran
Duran með Duran Duran.
Hvaða græjur varstu þá með?
-Fyrir fermingarpeningana hafði
ég keypt mér sambyggðar græjur
frá Technics sem ég átti svo eftir
að útfæra á ýmsan hátt, til dæmis
með því að bæta við nýjum pick-
up í plötuspilarann og bæta við
magnara og öðru kasettutæki
sem ég tengdi svo saman til að
spila músíkina í stórum hátölurum,
úrvalshátölurum frá Electro Voice.
Það var rosasánd í þessu.
Hvað syngur þú helst í sturtunni?
-Ekkert.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir
þér daginn? -Rapplög geta verið
svakalega leiðinleg og mikill spillir
af þeim.
Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent
eða innlent eða bæði)? -Ég held
mest upp á það lag sem ég man
eftir sem krakki sem er All Kinds
of Everything. Það fyllir mig alltaf af
bernskri gleði og hleypir sól í sálina.
Mér finnst alltaf eins og sólin skíni
og ljúf angan berist með hafgolunni
þegar ég heyri þetta lag.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld,
hvað læturðu hljóma í græjunum
til að koma öllum í stuð? -Þessi
spurning er talsvert á skjön við
veruleikann í mínu lífi og ég held að
ég sleppi því að svara henni.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnu-
dagsmorgni, hvað viltu helst
heyra? -Tónlist fyrri alda, frá 16.,
17. eða 18. öld. Ég held að það
sé eina tónlistin sem ég í raun hafi
smá vit á.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella
þér á tónleika. Hvert færirðu, á
hvaða tónleika og hvern tækirðu
með þér? -Mig hefur lengi langað
að prófa að fara Bayreuth-
óperuhátíðina í Bæjaralandi þar
sem Wagnerhátíðir eru haldnar
hvert sumar. Ég kynntist Wagner hjá
félögum mínum sem ég var með
í háskóla í Þýskalandi en fannst
þetta þá frekar óaðgengileg tónlist.
Svo hef ég hlustað meira á kallinn
og langar að prófa að fara á þessa
miklu hátíð. En þar sem miðaverðið
er ansi hátt og enginn sem ég þekki
væri til í þetta, þá yrði ég að vonast
til að einhver huldumey nennti að
dröslast þetta með mér.
Hvaða tónlistarmann hefur þig
dreymt um að vera? -Ég hefði
ekki viljað vera neinn annar Johann
Sebastian Bach, hann er mesti
snillingur allra tíma.
Hver er að þínu mati besta
plata sem gefin hefur verið út?
-Computer World með Kraftwerk.
Sex vinsælustu lögin á Playlist-
anum þínum? -Ég er mjög klofinn,
ef ekki margklofinn, persónuleiki
þegar kemur að tónhlustun og
þessa dagana hlusta ég mikið
á Progressive Trance eða Vocal
Trance-tónlist. Ég held að það hafi
litla þýðingu að nefna það lítt kunna
jaðarfólk sem leggur til höfundarverk
sín í þá tónhít, nöfn eins og South
Pole, Aitra, Minicied, Skyline eða
Sound Quelle segja að ég held
engum neitt.
MYND: RAX
Starfsfólk óskast!
Starfsfólk vantar til afleysinga
á hjúkrunardeildum við aðhlynningu
aldraðra á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Sauðárkróki.
Starfshlutfall samkomulag.
Allar nánari upplýsingar um störfin má finna
á heimasíðu HSN, Sauðárkróki: www.hskrokur.is
Jóhanna Herdís er á jarðskjálftasvæðinu í Nepal
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir
var stödd í níu hæða versl-
unarmiðstöð í höfuðborg
Nepal, Kathmandu, þegar
jarðskjálftinn reið yfir landið á
sunnudag en höfuðborgin er
á miðju upptakasvæði
skjálftans. Jóhanna Herdís,
sem er dóttir Katrínar
Kristjánsdóttur og Sævars
Sigurbjartssonar á Borðeyri,
er stödd í Nepal þar sem hún
starfar sem sjálfboðaliði á
vegum Alþjóðlegra ung-
mennaskipta (AUS) á heimili
fyrir munaðarlaus börn.
„Ég var sem betur fer komin
nánast alla leið niður en ég var í
seinasta rúllustiganum á leið
minni niður. Þetta var svakalegt,
rúllustiginn hætti að hreyfast
niður og fór allur að hristast og
svo brakaði í öllu og ég sá
glerveggina allt í kringum mig
splundrast,“ sagði Jóhanna í
samtali við Feyki. Hún segist
hafa á einhvern hátt komist
niður úr rúllustiganum og
kastað sér á grindverk beint á
móti. Þegar mesti skjálftinn var
yfirstaðinn hljóp hún út og
hjálpaði til við að koma meðvit-
undarlausum manni út úr versl-
unarmiðstöðinni. „Fólk hljóp
öskrandi og grátandi út og
margir hverjir á tánum og skáru
sig illa á gler-brotunum.“
Jóhanna Herdís segir skjálft-
ann hafa verið svo öflugan að í
aðeins 3 til 5 mínútna göngufjar-
lægð frá verslunarmiðstöðinni
hrundi níu hæða turn, hún telur
„Fólk hljóp öskrandi og grátandi út“
Jóhanna Herdís með börnum frá munaðarleysingjaheimilinu. MYND: ÚR EINKASAFNI
að a.m.k. 14 hafi látið þar lífið og
margir særst. Jóhanna segir
börnin á munaðarleysingja-
heimilinu, sem eru á aldrinum 4
til 18 ára hafi orðið mjög skelkuð.
„Ég og starfsfólkið erum búin að
vera dugleg að útskýra fyrir þeim
og eru yngri börnin öll að róast
og farin að brosa og leika sér.
Eldri krakkarnir eru mjög
ábyrgðarfullir og ég held að þeim
líði betur ef þau hafa eitthvað að
gera og eru þau því dugleg að
finna sér einhver verkefni.“
Erfiðir tímar framundan
Jóhanna segir að eftirskjálftarnir
hafi verið miklir og næturnar
svefnlitlar fyrir vikið, svo þau
hvíli sig mikið á daginn. Hún
segir erfiða tíma framundan, þau
viti ekki hvenær skólinn byrji
aftur hjá krökkunum, hvernig
þau ná að útvega mat eða hvort
miklar skemmdir séu á húsinu.
„Það er bara verkefni til að
takast á við og við vonum bara
að allt komist í fastar skorður
sem fyrst. Ef einhver hefur áhuga
á að styrkja samtökin á þessum
erfiðu tímum er hægt að gera
það inn á heimasíðu samtak-
anna horac.org,“ segir Jóhanna
að lokum. /BÞ