Feykir


Feykir - 30.04.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 30.04.2015, Blaðsíða 8
8 16/2015 Vinkonurnar tvær eru 21 árs og búa og starfa báðar á Skagaströnd. Eva er dóttir Gunnars Sveins Halldórssonar og Svennyjar Hallbjörnsdóttur og Tanja er dóttir Einars Hauks Arasonar og Sigurbjörgu Írenu Rúnarsdóttur. „Það hefur alltaf verið draumur hjá okkur að fara út í sjálfboðastarf. Ég var að tala við systur mína um það og hún benti mér á ABC-skólann, ég sagði Tönju frá honum og við ákváðum í framhaldinu að láta verða af þessum draumi,“ útskýrir Eva. Í kjölfarið fóru vinkonurnar í ABC-skólann í Reykjavík og hófu undirbúning fyrir ferðina. Þær voru í skólanum í tvo mánuði og þar fengu þær fræðslu um samtökin ABC barnahjálp og önnur hjálparsamtök og hlýddu á fyrirlestra og reynslusögur fólks sem farið hefur í sjálfboðastarf erlendis. Þeim var kennt allt það helsta sem þær gátu átt von á að upplifa við störf sín og einnig viðbrögð við aðstæðum sem vonandi myndu aldrei koma upp, svo sem viðbrögð við því að vera teknar gíslingu, fyrstu hjálp og fleira. Í skólanum fengu þær að auki fjölmargar bólusetningar fyrir ýmsum sjúkdómum. Það var svo ABC barnahjálp sem ákvað hvar þörfin væri mest fyrir aðstoð þeirra Evu og Tönju og varð Kenýa fyrir valinu. Sektuð fyrir að hlusta á tónlist Þann 3. mars sl. fóru þær utan. Ferðalagið var að þeirra sögn langt en gekk mjög vel. Flogið var til Kaupmannahafnar, svo næturflug til Brussel og loks þaðan til Naíróbí, höfuðborgar VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Kenýu. Vinkonurnar segjast hafa orðið fyrir hálfgerðu menningarsjokki þegar þær komu fyrst út. Nánast engin millistétt sé í landinu, annað hvort ertu ríkur og býrð í flottu húsi eða býrð í fátækrahverfum eða „slömmunum“, eins og þær kalla það. „Þar sem við gistum var flott hverfi, sem var girt af, en svo við hliðina á því bjó fólk í bárujárnskofum eða var búið að byggja sér heimili úr nokkrum prikum með ruslapoka sem þak. Þetta var allt innan um hvort annað. Svo voru vopnaðir verðir útum allt, sem við erum alls ekki vön að sjá,“ segir Tanja. Þær segjast einnig hafa þurft að passa upp á klæðaburðinn, ekki mátti klæðast flegnum eða aðsniðnum fötum, þær áttu þess í stað að vera í víðum buxum og peysum, sem gat reynst þrautinni þyngri í hitanum. Aðspurðar um hvort þær hafi lent í einhverjum skondnum uppákomum rifja þær upp þegar þær voru eitt sinn stopp í brjálaðri umferð við hringtorg þegar vopnaður lögreglumaður kemur upp að bílnum. „Hann byrjar að tala við bílstjórann og skoða hverjir eru í bílnum. Hann biður bílstjórann að keyra útí kannt og koma með sér. Við vorum öll frekar stressuð enda vissi enginn hvað væri í gangi. Eftir smá tíma kemur bílstjórinn labbandi til baka og hristir hausinn. Hann heldur á einhverjum límmiðum og „Við vorum í mánuð úti í þetta skiptið. Það er erfitt að segja hvernig en þetta hefur breytt sýn okkar á lífið, maður lærir að meta það sem maður hefur mikið betur. Bara að fá að sjá og kynnast þessum krökkum - allri gleðinni í kringum þau, sífellt dansandi og syngjandi, það gefur svo mikið,“ sögðu þær Tanja Rán Einarsdóttir og Eva Dís Gunnarsdóttir þegar þær deildu reynslu sinni af sjálfboðastarfi í Kenýu með blaðamanni Feykis. Tanja segja frá því þegar þær hittu krakkana í skólanum í fyrsta sinn. „Sú upplifun var rosaleg og engan veginn eins og við bjuggumst við. Við keyrðum að hverfi sem var byggt bárujárnskofum. Skólinn var afgirtur með bárujárnsplötum og þegar við löbbuðum inn fyrir sáum við bara bárujárnshús, en það var heimavistin. Skólinn sjálfur var ókláruð bygging og einungis búið að byggja eina hæð af fimm,“ útskýrir Tanja. „Það var tekið á móti okkur með dans og söng og allir krakkarnir svo ánægðir og stoltir af skólanum sínum. Þau voru einnig rosa stolt af kojunum en oftast deila tveir til þrír saman einu rúmi. Það var rosa mikið sjokk að sjá þetta með eigin augum,“ bætir Eva við. Naíróbí er ein hættulegasta höfuðborg heims. Af þremur milljónum íbúa lifir að minnsta kosti helmingur í fátækrahverfum og atvinnuleysi er yfir 70%. Í fátækrahverfunum er atvinnuleysi yfir 90% og HIV tíðnin hækkar stöðugt. Á einum ferkílómetra búa um 3000 manns, skólplækir liggja milli kofaskrifla og rusl hrúgast um allt. „Við vorum aðallega að fara í „slömmin“ sem eru fátækustu hverfin og heimsóttum heimili. Við tókum skýrslur af börnunum, mátum aðstæður þeirra og reyndum að koma flestum í skólann og Spjallað við Evu Dís og Tönju Rán frá Skagaströnd sem fóru til Kenýu á vegum ABC barnahjálpar „Alltaf verið draumur okkar að fara út í sjálfboðastarf“ ...er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun. ABC barnahjálp starfar nú í 8 löndum Asíu og Afríku en þau eru: Indland, Pakistan, Filippseyjar, Kenýa, Úganda, Senegal, Líbería og Burkina Faso. ABC barnahjálp styrkir í dag rúmlega 9.000 börn til náms. Af þeim búa um 2500 á heimavistum og barnaheimilum ABC. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og eina máltíð á dag. Heimasíða: abcchildrensaid.org Tækifæri til menntunar og nýs lífs ABC barnahjálp Fátæktin er mikil í Kenýu. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI Kona í Naíróbí með ömmubörnin sín á einu heimilinu sem Eva og Tanja heimsóttu. biður farastjórann okkar að líma þetta á rúðuna. Við vorum sem sagt stoppuð og sektuð fyrir það að hlusta á tónlist í bílnum - við heyrðum ekki einu sinni í tónlistinni og skiljum ekki enn hvernig þeir gátu heyrt í henni. Þetta var mjög fyndin uppákoma.“ Tekið á móti þeim með dans og söng Í Naíróbí gistu þær hjá Þórunni Helgadóttur, framkvæmdastjóra ABC barnahjálpar í Kenýu, og eiginmanni hennar, Samuel Lusiru Gona (Samma). Þórunn flutti til Kenýu árið 2006 og opnaði þá skólann sem hjónin hafa rekið alla tíð síðan. Eva og Kojurnar í heimavist skólans.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.