Feykir


Feykir - 30.04.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 30.04.2015, Blaðsíða 9
16/2015 9 finna þeim styrktarforeldra. Sumar aðstæðurnar voru mjög slæmar, á heimilinu voru kannski fimm börn en við gátum aðeins hjálpað tveimur þeirra. Stundum freistuðumst við til að taka fleiri börn en við áttum að gera, þar sem aðstæður voru mjög slæmar,“ viðurkennir Tanja. Eva rifjar upp ferðir þeirra um fátækrahverfin til þess að gefa fólkinu á götunni að borða. „Þetta er eitthvað sem mun alltaf sitja í manni. Þarna var fullt af fólki á öllum aldri, mæður með ungabörn, ungir strákar og fullorðnir menn. Flest þeirra voru með límflöskur til að sniffa til að komast í vímu. Af því víman entist svo stutt þá festu þau flöskuna upp við nefið svo að víman kikki stanslaust inn,“ útskýrir hún. Þegar Eva Dís og Tanja Rán á góðri stundu í Kenýu. fregnir af veru þeirra á svæðinu spurðust út þyrptust sífellt fleiri að þeim. „Þau höfðu heyrt að hvítingjarnir væru að koma. Þeim fannst mjög spennandi að láta taka myndir af sér og mæðurnar höfðu gaman af því að sýna okkur börnin sín en þrátt fyrir mjög ungan aldur voru börnin í vímu til að koma í veg fyrir svengd. Þegar kom að því að gefa þeim matinn urðu fljótt slagsmál og mikið áreiti og þurftum við að forða okkur mjög fljótt.“ Flýja umskurð og þvinguð hjónabönd Vinkonurnar voru einnig við hjálparstörf í Loitokitok, á svæði Maasai fólksins, við rætur Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku. Þar í litlu þorpi á svæði sem kallast Namelok hefur ABC barnahjálp rekið lítinn skóla frá 2011. Næsti skóli er í átta kílómetra fjarlægð og af ótta við árásir hýena og ljóna þorðu foreldrar barnanna ekki að senda þau þessa hættulegu leið. „Í Loitokitok er menningin allt önnur en í Naíróbí. Margar hefðir Maasai fólksins eru mjög ógeðslegar en þar tíðkast til dæmis að umskera ungar stúlkur og þær eru svo seldar í hjónaband, oftast til helmingi eldri karlmanna sem eiga kannski konur og börn fyrir. Svo þegar þær verða óléttar mega þær nánast ekkert borða svo barnið verði ekki of stórt því þá geta þær ekki fætt það vegna umskurðarins,“ útskýrir Eva. Hún segir að yfirvöld hafi barist gegn þeim gjörningi í áraraðir og nú sé fólk handtekið verði það uppvíst af því að umskera stúlkur. Samt sem áður segja þær fólk enn laumast til þess. Þær segja frá annarri sérkennilegri og óhugnanlegri hefð sem tíðkast á meðal Maasai fólksins, þ.e. að andlit þeirra sé brennimerkt, oftast á báðum kinnum. Þetta sé fyrst gert þegar þau eru einungis nokkra mánaða gömul, svo sé það endurtekið á þriggja ára fresti. „Þegar við vorum í Loitokitok björguðum við hóp krakka sem höfðu flúið allskyns óhugnanlegar aðstæður,“ segir Eva. Hún bætir við að þau hafi átt gríðarlega erfitt uppdráttar og að það hafi verið erfitt að hlusta á frásögn þeirra. „Sumar stelpur voru að flýja umskurð, aðrar átti að selja í hjónaband og tveir strákar voru að flýja ofbeldisfullt heimili. Enginn þeirra kom frá sama staðnum en öll höfðu þau heyrt um yndislega konu, Lillian, sem starfaði sem kennari og flúðu til hennar. Lillian hefur áður verið að bjarga börnum frá svipuðum aðstæðum og leyfði þeim að vera hjá sér og manni sínum lengst útí sveit þrátt fyrir hættuna. Þetta voru allt krakkar sem voru að bíða eftir plássi á heimavistinni í ABC skólanum en það voru ekki til kojur fyrir þau. Þegar við vorum þarna hjá þeim fréttum við að þeim var ekki lengur óhætt þar og þurftum við að koma þeim burt í miklu flýti. Ákveðið var að byrja strax á söfnun fyrir kojum, við redduðum þeim dýnum fyrir nóttina og fórum með þau á heimavistina á aðeins nokkrum klukkutímum,“ segja þær. Söfnunin gekk sem betur fer mjög vel og voru þau fljótt komin með kojur. Neyðina segja þær mikla í Kenýu og minnast ítrekað krakkanna sem þær hittu í Naírobí og Loitokitok. „Sögurn- ar frá krökkunum sem við fengum að kynnast eru mjög slæmar - verstu aðstæður sem er hægt að hugsa sér að lenda í og var maður oft bókstaflega orðlaus þegar þau voru að tala við mann,“ segir Eva og Tanja tekur í sama streng. Þær snéru aftur heim til Íslands þann 31. mars og eru sammála um það að þær séu ekki sömu manneskjurnar og þær voru áður en þær fóru út. Þær segjast þó staðráðnar í að snúa aftur til Kenýu á sama tíma að ári. Þangað til tekur hversdagsleikinn á Íslandi við á ný, vinna og skóli, og segja þær óneitanlega gott að vera komnar heim. Ungur drengur með límflöskuna sína á götum Naíróbí. „Það var tekið á móti okkur með dans og söng og allir krakkarnir svo ánægðir og stoltir af skólanum sínum.“ Eva að fá koss frá dreng sem þær vinkonur færðu föt og dótabíla. Krakkarnir elska að láta taka myndir af sér.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.