Feykir


Feykir - 30.04.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 30.04.2015, Blaðsíða 5
16/2015 5 Dagbjört Dögg Karlsdóttir er 16 ára stúlka frá Reykjaskóla í Hrútafirði, dóttir Karls Birgis Örvarsonar og Halldóru Árnadóttur. Dagbjört byrjaði að æfa með Umf. Kormáki á Hvammstanga 8 ára gömul til ársins 2013. Þá flutti hún sig yfir til KR og er „löggildur KR-ingur“ í dag, eins og hún segir sjálf. Dagbjört var nýverið valin í U-16 landslið kvenna í körfubolta og mun keppa á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð 13.-17. maí næstkomandi. Helstu íþróttaafrek: -Unnið til verðlauna með Kormáki í körfu- bolta og hafa verið valin í U-16 landslið kvenna í körfubolta. Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar ég opnaði póstin frá Möggu Sturlaugs landsliðsþjálfara og sá að ég var komin í U-16 hópinn. Neyðarlegasta atvikið: -Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar ég var 9 ára og við fjölskyldan vorum í flugvél á leiðinni til Spánar. Ég þurfti á klósettið og það vildi svo skemmtilega til að ég gleymdi að læsa hurðinni og það kom maður og opnaði hurðina. Veit ekki margt neyðarlegra en þegar ég labbaði svo aftur í sætið mitt og sá hann aftur. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég þarf að skora í fyrsta skotinu áður en ég byrja æfingu eða leik, þ.e.a.s ef að ég hitti þá á mér eftir að ganga vel og öfugt. En svo er það líka bara hugarfarið sem skiptir miklu máli og fara hugarfarslega yfir leikinn áður en maður byrjar að keppa. Uppáhalds íþróttamaður? -Jón Arnór Stefánsson. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Mér þætti ekki leiðinlegt að hitta Michael Jordan og fá að taka einn „one on one“ á móti honum í körfubolta. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Ég myndi rústa honum. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Úff, fyrir utan íþróttirnar? Ég hef einu sinni unnið söngvakeppni en annars er maður svo mikið í íþróttunum að mér dettur bara ekkert fleira í hug, haha. Lífsmottó: -„Do my best, so that I can't blame myself for anything.“ Helsta fyrirmynd í lífinu: -Foreldrar mínir. Þau eru svo hvetjandi, skemmtileg og bara frábært fólk. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Skólinn, læra og æfa á fullu. Hvað er framundan? -Vonandi gott sumar, ég fer til Reykjavíkur í menntaskóla og svo er það NM (Norðurlandamótið 2015) í Solna í Svíþjóð með U-16 í maí. Dagbjört Dögg Karlsdóttir / körfubolti Jón Arnór í uppáhaldi ( GARPURINN ) berglind@feykir.is Sigur í leik 2 Úrslitakeppni Dominos-deildarinnar > KR – Tindastóll Þegar þetta er skrifað hafa lið KR og Tindastóls mæst þrisvar sinnum í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistara- titillinn í körfuknattleik og leiða Vesturbæingar einvígið 2-1. Í gærkvöldi fór fjórði leikur liðanna fram í Síkinu á Sauðárkróki en þá var löngu búið að prenta Feyki. Það er því aðeins tvennt í stöðunni; að KR séu orðnir Íslands- meistarar eða að Stólarnir hafi tryggt sér oddaleik í DHL-höllinni 2. maí kl. 16:30. Tindastóll - KR 80-72 Annar leikur Tindastóls og KR, sem fram fór í Síkinu á sumardaginn fyrsta, var hreint út sagt geggjuð skemmtun frá upphafi til enda. Allt frá því að Króksi kom með keppnisboltann í hús á gamla sendilshjólinu hans Bjarna Har og þangað til ljósin voru slökkt í húsinu. Ja það var rosalega gaman í Síkinu, í það minnsta ef þú hélst með Tinda- stólsmönnum. Með sigrinum jöfnuðu Stólarnir einvígið 1-1. Stólarnir komu grimmir til baka eftir stórt tap í fyrsta leik. Þeir voru einbeittir allan leikinn, alltaf með sitt á hreinu og hvað er hægt að segja um Darrel Flake? Kappinn spilaði nánast á einari í kvöld og -gerði allt á vellinum- eins og Israel Martín, þjálfari Tindastóls, sagði eftir leikinn. Áhorfendur fylltu Síkið sem aldrei fyrr og voru staðráðnir í að gefa sínum mönnum allan þann stuðning sem mögulegur var. Og ekki veitti af. Það var liðsheildin sem skóp sigurinn í leiknum. Flake var með 22 stig og sex fráköst, skotnýtingin flott. Darrel Lewis Og þá var kátt í Síkinu! MYND: ÓAB Tindastóll fékk styrk Mannvirkjasjóður KSÍ Þann 17. apríl síðastliðinn samþykkti stjórn Knatt- spyrnusambands Íslands úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Alls var úthlutað til 19 verkefna, samtals 82 milljónum króna. Umf. Tindastóll á Sauðárkróki fékk næsthæsta styrkinn að þessu sinni. Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knatt- spyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Tindastóll fékk styrk sem nemur 10 milljónum vegna framkvæmda við yfir- byggðan gervigrasvöll. /ÓAB Heimild: ksi.is ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS >> Þú finnur fleiri íþróttafréttir á www.feykir.is var magnaður með 26 stig, 11 fráköst og spilaði allar sekúnd- urnar í leiknum. Pétur var með sjö stig og átta stoðsendingar og Helgi Viggós setti níu stig, tók átta fráköst. KR - Tindastóll 104-91 Þriðji leikur Tindastóls og KR í úrslitarimmunni um Íslands- meistaratitilinn fór fram sl. sunnudag fyrir troðfullu húsi í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Heimamenn í KR hittu á toppleik og tóku forystuna í einvíginu, 2-1, með öruggum sigri. Stólarnir áttu ágætan leik, sérstaklega í sókninni, en lentu 25 stigum undir í þriðja leikhluta og það bil náðu þeir ekki að brúa þó staðan hafi verið löguð undir lokin. Lokatölur 104-91. „Það er alveg ljóst að ef það er spilað upp á stigaskorun þá mun KR vinna. Við þurfum að láta þetta snúast um varnarleikinn. Þá eigum við möguleika. Við erum þó að spila við besta lið landsins. Það er KR. Í dag sáum við bestu útgáfuna af KR,“ sagði Israel Martín þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Pétur Birgisson var bestur í liði Tindastóls með 11 stig, hann hirti flest fráköst Stólanna eða fimm og átti tíu stoðsendingar. Helgi Rafn og Lewis voru stigahæstir Stólanna með 19 stig og báðir voru þeir með fjögur fráköst. Dempsey er enn frá vegna meiðsla en hann fékk heilahristing á æfingu fyrir fyrsta leik liðanna og engin áhætta tekin með kappann. /ÓAB Algjörir meistarar! Unglingaflokkur Tindastóls í körfubolta Íslandsmeistarar Tindastóls í unglingaflokki. MYND: SUMARLIÐI ÁSGEIRSSON Unglingaflokkur Tindastóls í körfu tryggði sér Íslands- meistaratitilinn á laugardag- inn þegar drengirnir mættu FSu í Stykkishólmi þar sem leikið var til úrslita. Það má með sanni segja að tímabilið hafi verið fullkomið hjá Stól- unum þar sem þeir unnu alla sína leiki á Íslandsmótinu. Leikurinn var jafn og hörkuspennandi frá upphafi til enda. Stóladrengir voru yfir í hálfleik 46-36, FSu komu sér inn í leikinn með seiglu í þriðja hluta og voru einu stigi undir 56-55 eftir hann. Stólarnir voru þó áræðnari undir lokin og upp- skáru nauman sigur með loka- tölurnar 74-71. Viðar Ágústsson fékk viður- kenningu fyrir mann leiksins með 13 stig, 17 fráköst auk framlagsstiga. Stigahæstir hjá Tindastól voru Ingvi Rafn með 20 stig og Pétur Rúnar með 17 stig. Þá má geta þess að margir leikmanna unglingaflokks hafa verið viðloðandi lykilmenn í meistaraflokkslið Tindastóls sem hefur átt svo frábæru gengi að fagna í vetur og sumir hverjir lykilmenn í liðinu. Það var því ekki mikil hvíld sem strákarnir fengu því daginn eftir þennan strembna úrslitaleik við FSu voru þeir mættir í DHL-höllina til að spila við KR-inga. /BÞ og ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.