Feykir


Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 7
22/2015 7 sjái fyrir sér viðfangsefni samtakanna þegar fram líða stundir velti hann upp þeirri spurning hvort áhugi sé fyrir því að samtökin fari að beita sér í öðrum málum en það sé eigenda samtakanna að ákveða það. „En við þurfum að viðurkenna stöðuna og hvernig þróunin hefur verið, án þess að vera með einhvern barlóm. Hún hefur ekki verið sérstaklega farsæl. Síðan þurfa menn að finna sér verkefni og sameinast um það og sjá hvað er hægt að gera til þess að snúa við þessum málum. Þetta er langtímaverkefni og mun ekki gerast einn, tveir og þrír. Aðalatriðið er það að bæði sveitarfélögin og íbúarnir þjappi sér saman og reyni að verja sína hagsmuni. Sjá til þess að þau tækifæri sem hér eru, hvort sem þau eru til sjávar eða sveita, eða orka, að það verði nýtt hér á svæðinu - íbúum og öðrum til framdráttar. Það er megin verkefnið,“ útskýrði Bergur. Hann sagði fólk oft á tíðum með fullt af hugmyndum en skrefið felist í því að draga þessi atriði til sín og reyna að fá þá hluti af stað. En hann sagði sérstaklega mikilvægt að detta ekki niður í það að kvarta of mikið eða vera óánægður með þróunina. Maður verði bara að sætta sig við stöðuna og vinna út frá henni. „Þetta þarf að gera með smá brosi á vör og ákveðnu hugrekki. Þetta er eins og að vera að tapa í hálfleik - hvað ætlar þú þá að gera? Þarf þá ekki að skipuleggja sig svolítið öðruvísi, sjá hvað er hægt að gera og fara aftur inn á völlinn með smá gleði, smá þrótt og talandi ekki um hugrekki. Þá er aldrei að vita nema menn geti labbað út af vellinum sem sigurvegarar,“ sagði Bergur að endingu. uppeldistöðvunum í Vest- mannaeyjum og fyrir honum var það alveg nýr vettvangur. „Það var nú svolítið merkilegt. Ég hafði aldrei verið í pólitík og ég var fyrst og fremst reiknikarl,“ sagði hann í gamansömum tón. Bergur sagði að þá hefðu verið miklir umbrotatímar en hann starfaði þar í tæp fjögur ár, til síðla árs 2006. „Að þeim tíma loknum var ég eiginlega búinn að fá nóg og ákvað að það væri ágætt að taka sér pásu og fara gera eitthvað allt annað. Þá atvikaðist það þannig að ég fékk símtal og endaði sem bæjarstjóri Norðurþings,“ sagði hann og hló en þar var hann bæjarstjóri í átta ár. „Ég hef mikinn áhuga á sam- félagsmálum, ekki síst verkefn- um hinna dreifðu byggða. Þarna var verið að fara í umfangsmikið verkefni og orkufrekan iðnað. Mér fannst það mjög áhugavert og vildi fá að spreyta mig í því. Það gaman að fylgjast með því núna þegar árangurinn er allur að koma í ljós, þetta er allt að smella,“ sagði hann og vísaði m.a. til uppbyggingu á kísil- málmverksmiðju á Bakka við Húsavík en áætlað er að um 150 framtíðarstörf skapist við rekstur verksmiðjunnar, að ótöldum þeim störfum sem að skapast á svæðinu vegna kaupa verk- smiðjunnar á orku og þjónustu. Aflvaki í héraði Sem fyrr segir tók Bergur til starfa hjá Samtökum sveitar- félaga á Norðurlandi vestra upp úr áramótum en hvað var það sem vakti áhuga hans á starfinu? „Svæðið glímir við sömu viðfangsefni að mörgu leyti og ég hefur verið að fást við síðustu níu árin sem er að hér þarf að koma einhverri fjárfestingu inn á svæðið sem getur skapað aðdráttarafl. Ég er komin með ansi góða reynslu og þekkingu í þeim málum og var að velta því fyrir mér hvort ég hefði eitthvað fram að færa í þeim efnum sem Bergur á yngri árum. MYND: SVEINBJÖRN GUÐMUNDSSON Bergur á Faxatorginu. Í bakgrunni er Safnahús Skagfirðinga. MYND: BÞ gæti nýst svæðinu. Þannig að þetta er orðið einskonar áhuga- verkefni hjá mér,“ útskýrði Bergur. Bergur sagði samtökin vera ákveðið andlit gangvart stjórn- völdum fyrir landshlutann og það sem Norðvestlendingar sameinast um að leggja áherslu á. Verkefni SSNV eru margvísleg en í hnotskurn eru þau umsjón með öllum styrkumsóknum og atvinnuráðgjöf fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Jafnframt hefur starfsmaður á vegum samtakanna unnið þétt með ferðamálasamtökum á svæðinu og sagði Bergur það samstarf hafa gefist mjög vel. Einnig er umsýsla með sóknaráætlun landshluta á könnu SSNV sem er í raun þróunaráætlun lands- hlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og leiðir til að ná fram þeirri framtíðarsýn, eins og segir í 2. grein áætlunarinnar fyrir 2015- 2019 sem var til umræðu á opnum fundi í Miðgarði í gær. Forgangsröðun verkefna byggir á sóknaráætluninni og er hún gerð til fimm ára. Bergur sagði áætlunina vera ákveðinn aflvaka í héruðunum og viðleitni til þess að virkja íbúa svæðisins. „Þessu fylgja ákveðnir fjármunir og þeir hafa verið tengdir þessum menningar- verkefnum, síðan litlum nýsköp- unarverkefnum og slíkt til að örva þessa frumkvöðlastarfsemi og gefa fólki séns á að hrinda sínum hugmyndum í fram- kvæmd,“ útskýrði Bergur en sóknaráætluninni var fyrst komið á árið 2012. „Síðan varð ákveðin breyting á þessu fyrirkomulagi og skrifað undir samning þess efnis í febrúar síðastliðnum. Á fundinum erum við í raun og veru að hittast og fara yfir sóknar- áætlunina og spyrja hvort þurfi að setja einhverjar nýjar áherslur inn í hana sem menn munu þá vinna eftir,“ sagði Bergur um umfjöllunarefni fundarins. Sveitarfélög og íbúar þjappi sér saman og verji sína hagsmuni Bergur sagðist telja að samtökin hafi sinnt tilætluðu hlutverki. Margir reiði sig á þá styrki sem úthlutað er tvisvar á ári og hafi síður aðgang að stórum markaði og hefur það gefið góða raun. Jafnframt sagði Bergur gaman að sjá einstaklinga fá tækifæri til að hrinda hinum ýmsu hugmyndum í fram-kvæmd. Aðspurður um hvernig hann Mannvistarleifar undir öskulagi frá 1104 Fornleifarannsóknir í Glaumbæ Um miðjan síðasta mánuð voru starfsmenn Skagafjarðarveitna við hreinsun upp úr lagnaskurði á safnasvæðinu í Glaumbæ í þeim tilgangi að leggja í hann nýjar lagnir. Notuðu starfsmenn Byggðasafnsins tækifærið og hreinsuðu kanta skurðarins, í heimildaleit. Um er að ræða um 60 cm djúpan skurð sem Guðmundur St. Sigurðarson, fornleifafræðingur, rannsakaði við þetta tækifæri. Hreinsaði hann, teiknaði, myndaði, mældi og staðsetti ýmiskonar leifar mannvirkja og mannlegra athafna. Verið var að leggja nýjar lagnir í gamlan lagnaskurð á safnsvæðinu í Glaumbæ og það má sannarlega kallast merkilegt hvað einn skurður getur upplýst, þótt gamall sé og farið sé niður á sama stað og fyrir mörgum áratugum. „Um 30 metra suður af Brandahúsi og Langabúri sjást greinilega mannvistarleifar undir öskulagi frá 1104, sem þýðir að við getum rennt stoðum undir þá kenningu að mannvirki á bæjarhólnum eru tilkomin á sama tíma og 11. aldar mannvistarleifar niðri á túni vitna um,“ segir í frétt á vef Byggðasafns Skagfirðinga. Á öðrum stað í skurðinum, suðvestan við öskuhólinn, sjást hleðslur frá því um og fyrir 1766 og á enn öðrum stað koma fram fallegar klömbrur sem hafa væntanlega verið hluti af húsvegg. /KSE Guðmundur St. Sigurðarson við störf í skurðinum. . MYND: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.