Feykir


Feykir - 11.06.2015, Síða 10

Feykir - 11.06.2015, Síða 10
10 22/2015 Jóhanna og Karla umkringdar börnum. Sjómannadagurinn á Norðurlandi vestra Hátíðarhöld í tilefni dagsins hafa ávallt verið vel sótt á Hofsósi. Eftir helgistund við minnisvarða um látna sjómenn var keppt í dorgveiði, koddaslag, kararóðri og stakkasundi. Að keppni lokinni fjölmenntu gestir í kaffihlaðborð í Höfðaborg. Sjómannadagurinn er með stærri hátíðum ársins á Skaga- strönd enda sjómennskan Skagstrendingum í blóð borin. Hátíðarhöldin hófust þegar íbúar bæjarins fylktu liði frá höfninni að Hólaneskirkju þar sem haldin var sjómannamessa. Að henni lokinni var boðið í skemmtisiglingu og skemmtun á Hafnarhúsplaninu. Loks var kaffisala í Fellsborg og ball á sama stað um kvöldið. Á Hvammstanga er sjómannadagurinn stór- hátíðardagur og var það Slysa- varnadeildin Káraborg og Björgunarsveitin Húnar sem hafði veg og vanda af hátíða- höldunum þar í bæ. Farið var í hjólarallý, helgistund var við höfnina þar sem lagður var blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Að henni lokinni var farið í siglingu og loks boðið upp á sjómannadagskaffi í Húnabúð. Telma Björk í 1. sæti í myndasamkeppni Það var sannkölluð Sjávar-sæla á Sauðárkróki og mikið umleikis við höfnina í bænum. Þar var að venju keppt í flotgallasundi, koddaslag, reipitogi, kassaklifri og kappróðri þar sem áhöfn Klakks var sigursæl. Þá bauð Gleðileg hátíð sjómanna UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir hér má líta vinningsmyndirnar. Í valnefnd voru: Gunnhildur Gísladóttir ljósmyndari, Berg- lind Þorsteinsdóttir ritstjóri Feykis, Birgir Smári Sigurðs- son f.h. Tengils, Erla Björk Helgadóttir, Davíð Þór Helgason og Rögnvaldur Ingi Ólafsson. Davíð Már hafði umsjón með keppninni. Ljósmyndir á Hofsósi > Kristín S. Einarsdóttir Skagaströnd > James Kennedy Hvammstanga > Birgir Karlsson Veðrið var kannski ekki upp á marga fiska um síðastliðna helgi en það var fremur napurt miðað við árstíma og næðingssamt. Landinn lét það þó ekki aftra sér við að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Fisk Seafood í skemmtisiglingu með Málmey SK1 og Siglinga- klúbburinn Drangey bauð gestum einnig upp á siglingar í höfninni. Efnt var til myndasamkeppni með glæsilegum vinningum frá Canon og Nýherja. Alls bárust á fimmta tug mynda og 1. sæti: Telma Björk Gunnarsdóttir 2. sæti: Sigrún Heiða Seastrand 3. sæti: Sóley Guðmundsdóttir Myndasamkeppni SjávarSælu2015 Sjómenn bregða á leik á Hafnarhúsplaninu á Skagaströnd. Hart barist í koddaslag á Hofsósi. Skagstrendingar sigla á Dagrúnu. Farið í skemmtisiglingu á Hvammstanga.Fjör í Skagastrandarhöfn.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.