Feykir


Feykir - 11.06.2015, Síða 12

Feykir - 11.06.2015, Síða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 22 TBL 11. júní 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Bjórhátíðin á Hólum Skyrgosi sigurvegari Bjórhátíðarinnar Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal er orðin árviss viðburður í Skagafirði og var haldin fimmta árið í röð sl. laugardag, þann 6. júní. Að sögn Guðmundar Björns Eyþórssonar frá Bjórsetri Íslands var uppselt á hátíðina og komust færri að en vildu. „Öll brugghús landsins mættu eins og vanalega og voru um 30 bjórar á boðstólnum fyrir gesti hátíðarinnar. Eins og venjulega þá voru grillaðar bratwurzt-pylsur ásamt toguðum grís (e. pulled-pork) og grillspjót (þ. fackel). Saltkringlur (þ. Pretzel) voru auðvitað í boði, enda ómissandi á bjórhátíðum,“ sagði Guðmundur í samtali við Feyki. Sigurvegarar þessarar hátíðar voru: 1. Skyrgosi frá Gæðingur - Öl 2. Leifur Saison frá Borg - Brugghús 3. Sif frá Ölvisholti Brugghús Borg Brugghús fékk svo verðlaun fyrir besta básinn. Ljósmyndirnar tók Guðmundur Björn Eyþórsson. /BÞ Frá verðlaunaafhendingu. Grillað í tilefni af Bjórhátíð á Hólum. Félagar í Alþýðulist verða með ýmiskonar handverk við hús félagsins í Varmahlíð frá kl. 14-17. Til dæmis verður kennt að þæfa utanum sápu. Pönnukökur og heitt á könnunni Kaffi í tilefni dagsins Í tilefni dagsins bjóða nokkrir veitingastaðir upp á þjóðhátíðarkaffi eða glæsileg kaffihlaðborð sem Skagfirðingar og gestir geta keypt sér og bragðað brot af því besta! Þjóðhátíðarkaffihlaðborð Kaffi Krókur frá kl. 14-17 Þjóðhátíðarkaffi og kaka dagsins að hætti Áskaffis, Glaumbæ frá kl. 15-17 Hið vinsæla 17. júní kaffihlaðborð í Ljósheimum frá kl. 15-17 Heitt súkkulaði og rjómaterta í Lónkoti frá kl. 14-16:30 Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu er bannað að fara með hunda á almennar útisamkomur. Vinsamlegast virðið bannið! Hátíðar- og skemmtidagskrá á Sauðárkróki í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslands 12:30 Andlitsmálun við Skagfirðingabúð Félagar úr Skátafélaginu Eilífsbúum selja gasblöðrur á vægu verði 13:40 Skrúðganga frá Skagfirðingabúð að íþróttavelli 14:00 Hátíðardagskrá á íþróttavellinum - Hátíðarræðu flytur Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Fjallkonan flytur ljóð - Jón Arnór töframaður með sýningu - Útitónleikar þar sem koma fram Hafdís Huld, Róbert og Guðmundur, Pétur Örn og Einar úr Buffinu taka nokkur lög - Hús Frítímans með leiki og þrautir - Hoppukastalar 14:30 Skátatívolí á Flæðunum norðan sundlaugar - Candy Floss til sölu 17. júní! Hæ hó jibbí jeij, það er kominn... www.skagafjordur.is Bjórinn rann í stríðum straumum á Bjórsetrinu. MYNDIR: GBE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.