Feykir


Feykir - 23.07.2015, Síða 3

Feykir - 23.07.2015, Síða 3
28/2015 3 Feykir í fríi! Feykir er í sumarfríi 27. júlí til 7. ágúst. Blaðamaður á vakt er í síma 848 1994 eða sendu Feyki póst á thora@nyprent.is „Hlakka til að takast á við nýja starfið“ Halla Rut Stefánsdóttir verður vígð til Hofsós- og Hólaprestakalls þann 16. ágúst Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Feykis hefur Skagfirðingurinn Halla Rut Stefánsdóttir verið skipuð í embætti sóknarprests í Hofsós- og Hólaprestakalli frá og með næstu mánaðar- mótum. Feykir hitti Höllu að máli í vikunni og sagðist hún hlakka mikið til að takast á við þetta nýja starf. Halla útskrifaðist úr guðfræði við Háskóla Íslands fyrir rúmum tveimur árum. Eftir það starfaði hún sem deildarstjóri á leikskóla á Akureyri í eitt ár en flutti svo aftur í Skagafjörðinn í maí í fyrra og vann um sumarið á Hótel Varmahlíð en hefur unnið á dvalarheimilinu á Sauðárkróki síðan í september í fyrra, þar sem hún segist hafa kunnað mjög vel við sig. Halla segist heppin að hafa fengið embættið eftir að hafa aðeins sótt tvisvar um embætti áður. Hún hafi alveg verið undir það búin að þurfa að sækja í Til styrktar Rauða krossinum Tombóla Þessir ungu krakkar héldu tombólu á Aðalgötunni á laugardaginn, þar sem þau seldu kertastjaka, töskur, poka og allskonar dót. Afraksturinn, 5050 krónur, fóru þau með í Rauða krossinn á Sauðárkróki. Þessir duglegu krakkar heita Rakel Sif Davíðsdóttir, Viktor Smári Davíðsson og Bríet Stefanía Þorsteinsdóttir. /ÞKÞ Halla Rut Stefánsdóttir. MYND: KSE Starfsmenn óskast! Við óskum eftir starfsmönnum í fjölhæf störf við byggingu og endurreisn Gönguskarðsár- virkjunar. Góð laun í boði fyrir góða menn. Upplýsingar veitir Þórir í síma 696 8815 Netfang: thorir@armar.is Auðunn í síma 660 1700 Pétur í síma 660 1771 HNIKAR EHF. Um er að ræða um það bil 22 km. langa girðingu sem liggur meðfram ánni Blöndu, frá Blöndulóni og fram að Seyðisá. Jeppavegur liggur samsíða girðingunni og víðast hvar er hægt að komast að henni á dráttarvél og fjórhjóli. Um 5 km. af girðingunni er girt með 6 strengja neti og gaddavír en restin er 5 strengja rafmagnsgirðing. Viðkomandi getur hvort heldur sem er tekið efnið upp í greiðslu fyrir verkið eða komið því á umsaminn stað í byggð. Allt efni skal fjarlægt af staðnum. Verkinu má skipta niður á tvö ár en á að vera lokið fyrir 15. september 2016. Eyvindarstaðarheiði ehf áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Tryggva Jónsson í síma 452 7120 eða Valgerði Ingu Kjartansdóttur í síma 453 8070. Tilboð óskast í að fjarlægja girðingu á Eyvindarstaðarheiði Brekkugötu 2 530 Hvammstanga Sími 451 3500 Við óskum íbúum í húnaþingi vestra til hamingju með eld í húnaþingi Strandgötu 1 Hvammstanga Sími 451 2345 www.selasetur.is Brekkugötu 2 530 Hvammstanga Sími 451 1110 nordanatt@nordanatt.is > Fréttavefur í Húnaþingi vestra Kjötafurðastöð KS, Eyrarvegi 20, 550 Sauðárkrókur SAUÐFJÁRBÆNDUR ATHUGIÐ! MUNIÐ AÐ PANTA TÍMANLEGA SLÁTURPLÁSS FYRIR KOMANDI SLÁTURTÍÐ. VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ ÓLA VIÐAR Í SÍMA 455 4593 EÐA SENDIÐ TÖLVUPÓST Á OLI.ANDRESSON@KS.IS nokkur ár áður en hún hreppti brauð, enda margir um hvert embætti sem losnar og töluvert orðið um að íslenskir prestar fari til Noregs. „Þannig að ég er mjög heppinn, ekki síst af því þetta er á heimaslóðum. Ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Halla segir að þegar hún taki til starfa verði sú breyting á em- bættinu að hún gegni jafnframt embætti héraðsprests, en í því felast afleysingar fyrir aðra presta í prófastdæminu og aðstoð við sóknarprest á Sauðárkróki. „Þetta er nýtt hérna á þessu svæði og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Ég þekki hina prestana vel og það er alltaf gaman að vera í samstarfi.“ /KSE Krakkarnir með afraksturinn MYND: ÞKÞ

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.