Feykir


Feykir - 20.08.2015, Síða 7

Feykir - 20.08.2015, Síða 7
31/2015 7 Varpar nýju ljósi á forna byggð í Hegranesi Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin Fornleifarannsóknir á vegum Byggðasafns Skagfirðinga og hóps bandarískra vísinda- manna hafa farið fram í Hegranesi í sumar og hafa þær leitt margt forvitnilegt í ljós, að sögn Guðnýjar Zoëga mannabeinafræðings og stjórnanda rannsóknarinnar. Um er að ræða fyrsta sumarið af þremur þar sem vettvangs- rannsóknir eru fyrirhugaðar á nesinu en til þess fékkst veglegur styrkur frá Vísindasjóði Bandaríkjanna (The National Science Foundation) sem greint var frá í Feyki í marsmánuði. „Það kom margt forvitnilegt í ljós við vettvangsvinnu sumars- ins. Sem dæmi má nefna að borkjarnar og könnunarskurðir, sem teknir voru í öskuhauga, leiddu í ljós að Ás hefur frá upphafi Íslandsbyggðar verið stórbýli og afbýli voru þar snemma byggð. Til dæmis má nefna fornbýlið Næfurstaði en vísbendingar voru um byggð á fyrri hluta 10. aldar. Í Keldudal fundust leifar forns járn- vinnslusvæðis og byggðaleifar tengdar því. Í Hróarsdal fundust þó nokkur merki um byggð þegar á 10. öld. Þá sýndu jarðsjármælingar ennfremur UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir fram á mögulegt bæjarstæði sem kirkjugarður sá sem grafið var í á Hegranesþingstað árið 2009 hefur líklega tilheyrt,“ segir Guðný þegar hún nefnir dæmi um helstu niðurstöður sumars- ins. Vettvangsrannsóknir í Hegranesi hófust þann 6. júlí og stóðu til 14. ágúst. Alls tóku 25 manns þátt í rannsóknum, 15 sérfræðingar og tíu nemar. Þar af voru átján Bandaríkjamenn og sex Íslendingar. Aðspurð um hvernig aðstæður hafi verið til rannsókna svarar Guðný að þær hafi verið ágætar en það verði þó að segjast að á stundum hafi verið heldur hráslagalegt. Það voru þó einungis tveir dagar sem ekki var hægt að vinna úti vegna rigningar. Í byggð allt frá landnámsöld Rannsóknir sumarsins voru í raun fjórþættar að sögn Guð- nýjar. Í fyrsta lagi fóru fram víðtækar kjarnaboranir en þær eru gerar til að rannsaka aldur, gerð og umfang byggðaleifa. Í öðru lagi fóru fram jarðsjár- mælingar á nokkrum stöðum, til að mynda Hegranesþingstað, í Keldudal og í Keflavík. Í þriðja lagi voru teknir könnunarskurðir á völdum stöðum til að staðfesta frekar aldur og umfang byggðar. Í fjórða lagi var svo opnað stórt svæði í Keflavík þar sem fór fram heildaruppgröftur 11. aldar kirkjugarðs. „Stærsta rannsóknin fór þó fram í Keflavík þetta árið. Þar voru bæði umfangsmiklar borkjarna- og jarðsjárrannsókn- ir auk uppgraftar kristins heim- ilisgrafreits og kirkju úr frum- kristni. Staðfest var að í Keflavík hefur verið í byggð allt frá landnámsöld og þar má finna óraskað 10.–11. aldar bæjar- stæði í gamla heimatúninu,“ útskýrir Guðný. Kirkjugarðurinn sem grafið var í lá utan túngarðs 10. aldar bæjarins og hefur líklega tilheyrt yngri eða samtíða bæ. Í upp- greftrinum í Keflavík tóku að jafnaði tíu manns þátt en allur hópurinn tók þó þátt í að hreinsa ofan af kirkjugarðinum. „Garð- urinn lá að hálfu undir 20. aldar ruslahaugi og þá hafði rotþró einnig verið grafin ofan í garðinn vestanverðan. Þrátt fyrir það var garðurinn þó ótrúlega vel varðveittur og virtist rotþróin ekki hafa skemmt grafir eða byggingar,“ segir Guðný. Kirkjugarðsveggurinn var hringlaga, um 15m í þvermál og leifar kirkjubyggingar voru í miðju hans, líkt og venjan var. Við lok uppgraftarins höfðu tólf grafir verið rannsakaðar og tvö skeið kirkjubygginga. Guðný segir að ljóst sé að nokkuð þétt hafi verið grafið í garðinn á 11. öld en gjóska frá Heklugosinu 1104 lá yfir flestum grafanna. Þá hafði kirkjan verið endurbyggð og stækkuð skömmu eftir að gjóskan féll. Hún segir alls sex grafir í garðinum hafa verið teknar á 12. öld, fimm barna- grafir og gröf fullorðinnar konu, en ein gröf sem virtist frá 12. öld reyndist hinsvegar hafa verið tæmd og var ekkert í henni nema örfá handa- og fótabein. „Samskonar beinaflutningur hafði einnig farið fram í kirkjugörðunum á Stóru-Seylu og Keldudal. Það verður áhugavert að sjá hvort fleiri grafir hafi verið tæmdar en ljóst er þó að margar grafir eru enn óhreyfðar,“ segir Guðný um þessar athyglisverðu niðurstöður en það hefur því verið hætt að grafa í garðinn snemma á 11. öld. Þróun kristni og kirkjuvalds speglast í tilvist heimilisgrafreitanna Guðný segir kistur hafa verið í flestum grafanna og kistunaglar ófáir en annars var fátt um gripi, Fornlefiafræðingar vinna sér til hita í Hegranesi í sumar. Drónasýn yfir uppgreftrarsvæði í landi Keflavíkur í Hegranesi. MYNDIR: SCASS-SKAGAFJÖRÐUR SETTLEMENT AND CHURCH SURVEY

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.