Feykir - 28.01.2016, Page 1
BLS. 6–7
BLS. 8
Árni Gunnarsson fylgdi
sýrlenskum flóttamönnum
frá Beirút til Íslands
Hlustuðum á
margar sögur,
flestar afskaplega
sorglegar
BLS. 9-10
Feykir heimsækir Leikskólann
Barnaból á Skagaströnd
Yndislegt að heyra
litlar raddir kalla:
Bíddu kæri vinur
Sólmundur Friðriksson svarar
fyrir sig í Tón-lystinni
Féll fimm ára fyrir
lagi með Hendrix
04
TBL
28. janúar 2016
36. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Skagfirskir hestamenn ætla að taka
vel á móti gestum sem koma með
hross til keppni á Landsmótinu á
Hólum næsta sumar. Á opnum fundi
um skipulag mótsins sl. laugardag
tilkynnti Ingimar Ingimarsson sem
unnið hefur að skipulagi hesthúsmála
fyrir mótið að skagfirskir hestamenn
hyggist bjóða keppendum á
Landsmótinu ókeypis hesthúspláss á
meðan á mótinu stendur.
Í tilkynningu frá Landsmóti hesta-
manna segir að framtakið endurspegli enn
og aftur þá miklu samstöðu sem er um
verkefnið í Skagafirði þar sem allir ætla að
leggjast á eitt til að gera Landsmót-ið á
Hólum að glæsilegum viðburði. „Þó það sé
mikill húsakostur á Hólum þá dugir hann
ekki til og er þörf á að skipuleggja
nýtinguna. Við fengum það verkefni að
finna pláss hér í héraði og þessi hugmynd
kviknaði strax hjá okkur, hvort við gætum
ekki verið svolítið rausnarlegir Skagfirð-
ingar og það gekk eftir. Hestamenn tóku
vel í það,“ sagði Ingimar í samtali við Feyki.
Hann segir að von sé á bilinu 600 til 700
keppnishrossum á mótið, hugmyndin sé
að nýta Brúnastaði, stóra hesthúsið á
Hólum, fyrir þau hross sem eru að keppa
hverju sinni, svo fari hrossin á náttstað.
Auk þess sem boðið verður upp á pláss þá
verður einnig skaffaður undirburður og
hey, því sem til er að dreifa. „Mér heyrist á
bændum að þeir sæju ekki eftir tveim til
þrem rúllum en kannski í einhverjum
tilfellum vantar hey,“ sagði Ingimar.
Áskell Heiðar Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri Landsmóts segir þetta mjög
höfðinglegt boð hjá skagfirskum hesta-
mönnum. „Þetta skiptir verulegu máli
fyrir okkur sem erum að skipuleggja
mótið og auðvitað þá sem munu koma
hingað með hesta í keppni. Það er frábært
að finna þessa jákvæðni sem þetta
verkefni mætir og endurspeglast í þessu
boði og líka í þeim frábæru viðtökum
sem miðasalan hefur fengið“.
Vinna stendur yfir varðandi skipulag á
nýtingu þess mikla hesthúspláss sem er á
mótssvæðinu á Hólum og verður niður-
staða þeirrar vinnu kynnt innan tíðar. En
sem fyrr segir er stefnt að því að bjóða
aðstöðuna þar fyrir keppendur á keppnis-
degi og að engin langtímapláss verði í
boði inni á mótssvæðinu. Ennfremur er
unnið að skipulagi beitarhólfa fyrir
keppendur á mótssvæðinu. /BÞ
Skagfirðingar bjóða ókeypis
hesthúspláss á Landsmóti
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
ÚTSÖLULOK
28.–31. JANÚAR
allt að 70% AFSLÁTTUR
Glæsi legt úrval á pier. is
Vertu vinur
okkar á
Facebook
Ljósadýrð við minnisvarðann um Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson á Arnarstapa í Skagafirði. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Samstaða um að gera Landsmótið á Hólum sem glæsilegast
Norðurljósadans
við Arnarstapa
35 ára
Ingimar Ingimarsson, fyrrum kennari við Bænda-
skólann á Hólum, og Lárus Ástmar Hannesson,
fyrrverandi nemandi hans og formaður LSH á
fundinum í Tjarnarbæ sl. laugardag. MYND: ÁHÁ