Feykir - 28.01.2016, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
04
TBL
28. janúar 2016 36. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
N1 í Varmahlíð
Breytingar vegna olíugeyma
N1 hf. hefur sótt um heimild til að afleggja
neðanjarðarbirgðaolíugeyma N1 í Varmahlíð og setja
tvo ofanjarðargeyma í staðinn, 20 þúsund lítra hvorn.
Sótt er um leyfið tímabundið. Þetta kemur fram í
fundargerð Skipulags- og bygginganefndar Svf.
SKagafjarðar 22. janúar sl.
Það er Hafsteinn Guðmundsson, deildarstjóri fram-
kvæmdadeildar N1 hf, sem sækir um leyfið f.h. N1. Fyrir
fundinum lágu umsagnir heilbrigðisfulltrúa og slökkvi-
liðsstjóra.
Fallist var á að veita leyfi fyrir ofangreindri framkvæmd
gegn því að athugasemdir og ábendingar slökkviliðsstjóra
og heilbrigðisfulltrúa verið virtar. Veitt var tímabundið
leyfi til 31. janúar 2017. /BÞ
Í lok 19. aldar var farið að
huga að byggingu sjúkrahúss á
Sauðárkróki. Stofnaður var
sjúkrasjóður til að standa undir
framkvæmdunum. Til að byrja
með gekk hægt að safna í sjóðinn
en á tímabilinu 1903-1905
stækkaði hann umtalsvert, ekki
síst fyrir tilstilli tveggja
einstaklinga sem arfleiddu
hluta eigna sinna til
sjóðsins.
Fyrir vikið var árið 1905 kosin nefnd
til að huga að því hvort mögulegt
væri að ráðast þá þegar í byggingu
sjúkrahússins. Nefndin taldi svo
vera og samþykkti sýslunefndin þá
niðurstöðu. Byggingarnefnd var
skipuð sem valdi hússtæði og sá um
alla framkvæmd byggingarinnar. Í
henni sátu Guðmundur Björnsson,
oddviti sýslunefndar, Sigurður
héraðslæknir og Stefán Jónsson
faktor. Teikningu gerði Jón
Þorláksson landsverkfræðingur.
Samningur var gerður við J.
Gunnarsson & S. Jóhannesson á
Akureyri að byggja húsið sumarið
1906. Húsið var tekið í notkun í
byrjun árs 1907. Fullgert mun það
hafa haft rúm fyrir 14 sjúklinga.
Árið 1922 var byggt við
suðurstafn hússins. Viðbyggingin
var ein hæð með kjallara undir og
loftsvölum yfir, 7 x 12 ½ alnir.
Teikningu gerði Steindór Jónsson.
Hlutverk hússins breyttist árið
( HÚS MEÐ SÖGU OG SÁL ) berglind@feykir.is
Gamla Sjúkrahúsið á Króknum
er nú Safnaðarheimili
Sjúkrahúsið, Spítalinn, Safnaðarheimilið við Aðalgötu 1, Sauðárkróki
Byggt árið 1906
1961 er nýtt sjúkrahús var tekið í
notkun á Sauðárkróki. Í kjölfarið
keypti Sauðárkróksbær hlut sýsl-
unnar í húsinu og hafði það til
ýmissa afnota um sinn. Árið 1965
keypti sóknarnefnd Sauðárkróks-
kirkju húsið og nýtir það sem
safnaðarheimili.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga,
Gísli Þór Ólafsson skrásetti.
Bakhlið sjúkrahússins. Myndin tekin á árunum 1910-1912. MYND: HSK
Sauðárkrókskirkja og Safnaðarheimilið. MYND: ÓAB
og pantið áburðinn hjá okkur
fyrir 1. febrúar
Björn Magni, sölumaður áburðar og sáðvöru tekur við pöntunum
BÆNDUR nýtið ykkur bestu kjör
Verð og úrval afar gott eins og áður
Sjáumst hress!