Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 8

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 8
8 07/2016 Mannlíf og náttúra Grænlands með augum Rannveigar Líndal Áhugaverð skjöl og handrit varðveitt í Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga Á Héraðsskjalasafni Vestur- Húnavatnssýslu eru varðveitt mörg áhugaverð skjöl og handrit, m.a. bréfasafn Rannveigar Hansdóttur Líndal (1883-1955) og ýmsar dagbækur úr hennar fórum. Rannveig lifði fremur óhefðbundnu lífi. Árið 1921 fékk Rannveig óvænt boð um að fara til Grænlands til þess að kenna heimamönnum „íslenska ullarvinnu.“ Í dagbókum hennar má finna lýsingar á því helsta sem fyrir augu bar í mannlífi og náttúru Grænlands, og um leið á samskiptum nýlenduherra og innfæddra og því hugarfari sem í þeim speglast. Sólveig Hulda Benjamínsdóttir forstöðumaður safna í Húna- þingi vestra segir vonir standa til að opna sýningu um Rann- veigu og Grænlandsdvöl henn- ar. Jafnframt er fyrirhuguð rannsókn og útgáfa á dagbók- inni sjálfri þegar fram líða stundir. „Á bryggjunum úði og grúði af fólki, stúlkum í alla vega litum fötum“ Rannveig er fædd og uppalin í Blönduhlíð í Skagafirði. Rúm- lega tvítug var hún farin að starfa við barnakennslu og tók kennslupróf árið 1909. Komin á fertugsaldur söðlaði hún um og gekk í lýðháskóla í Voss í Hörðalandi í Vestur-Noregi þar sem hún lærði m.a. garðyrkju og sérhæfði sig í handavinnu- kennslu. Grænlendingar hófu tilraun- ir við að endurvekja sauðfjár- búskap þar í landi í byrjun 20. aldar og nutu til þess stuðnings nýlendustjórnar Dana. Árið 1915 voru 170 kindur fluttar frá Íslandi til Grænlands af Linde- mann Walsøe, athafnamanni sem gegndi forstjórastöðu fyrir sauðfjárræktunarstöð á vegum danskra stjórnvalda. Hann hafði ásamt landstjóra Grænlands farið þess á leit að við Búnaðar- félag Íslands að útvega kennara til að kenna Grænlendingum hefðbundna úrvinnslu á afurð- um íslensks sauðfés. Sigurður Sigurðsson forseti Búnaðar- félagsins fór þess á leit við Rannveigu að hún tæki að sér þetta starf er þau hittust fyrir tilviljun er hún var í heimsókn í Reykjavík. Svo fór að Rannveig fór utan haustið 1921 og bjó og starfaði í Julianehaab (Qaqortoq) í Grænlandi um tveggja ára tímabil. Þar starfaði hún við að kenna úrvinnslu á sauðfjár- afurðum. Þar að auki tók hún virkan þátt í félagslífi bæjarins. Feykir hefur fengið góðfús- legt leyfi skjalasafnsins til að birta dagbókarfærslur Rannveig- ar en hún lagði af stað frá Lækjarmóti til Grænlands 25. ágúst 1921. 21. október 1921 Eftir langa siglingu yfir nóttina inn eftir mjóum firði komum við um sólaruppkomu inn í Júlíanehoobsfjord. Strendurnar auðar og graslausar ekkert annað en steinn og berar klappirnar að sjá. Það hefir aðeins sjóað lítið eitt og veður hið indælasta, glaðasólskin og hlýtt mót sólu. Ég svaf vel út og þegar ég kom upp á dekkið var grænlenski lóðsinn að koma um borð, það var fyrsti Grænlendingurinn sem ég sá. Mér datt í hug Kínverjinn sem var UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir Rannveig lengst til hægri. MYND: HVH Gamli barnaskólinn á Sauðárkróki til sölu www.skagafjordur.is Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Húsið, sem byggt er árið 1946, er um 910 fermetrar að stærð að meðtöldum leikfimisal sem er um 150 fermetrar að grunnfleti. Lóðin sem húsið stendur á er um 4.500 fermetrar. Skilyrði er að kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun. Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings. Afsal verður gefið út eftir að fullnaðarfrágangi lóðar og hússins að utan er lokið. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frestur til að skila inn tilboðum er til 31. mars 2016 Nánari upplýsingar gefa: Ingvar Páll Ingvarsson ipi@skagafjordur.is Jón Örn Berndsen jobygg@skagafjordur.is Skriflegum tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar Skagfirðingabraut 17–21, 550 Sauðárkróki. Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri N Ý PR EN T eh f með Íslandi á leið til Danmerkur. Svo komu fleiri Grænlendingar á bátum sínum allir líkir hver öðrum. Formaður nýlendurnar kom og heilsaði okkur öllum farþegunum. Ég hitti Norðmanninn að máli, sem var með skipinu. Hann hafði verið lasinn nærri alla leiðina og kom nú í fyrsta skipti upp á dekkið. Hann verður ekki í Júlíanehoobsfjord en vinnur við blýantsnámu lengra suður frá og fer þangað með mótorbát. Hvalsöen kemur um borð og heilsar okkur, við fáum að vita að við verðum að búa hér um borð nokkra daga vegna þess að hús Hvals. er ótilbúið enn þá og við verðum líklega fyrst um sinn að búa annarsstaðar. Ég fer ekki í land. Sit lengi við að fullgera tvær myndir, sem ég byrjaði að teikna í gær. Kona læknisins og hjúkrunarkona staðarins komu um borð, annað kvenfólk ekki, en uppi á bryggjunum úði og grúði af fólki, stúlkum í alla vega litum fötum, mest bar á rauða litnum. Allt þetta fólk er miklu minna er það skandinavíska, svona að sjá yfirleitt. 22. október 1921 Ekki eins bjart veður, þokuloft, snjóalegt útlit um morguninn þó kyrrt á sjóinn. Fyrir hádegi komu sjómenn með veiði sína og seldu skipsmönnum. Það var þorskur og fugl, alveg eins og Drangeyjarfugl heima. Sjómenn komu í kajökum sínum, glaðlegir í bragði. Þeir höfðu skinnbelti, eins og umgjörð í kring um sætið. Seinnipart dagsins rauk upp með storm og hríðaveður. Ég fór ekki heldur í land, en sat og teiknaði nærri allan daginn. 29. október 1921 - laugardagur Þokuloft og hlýtt. Ég kom í fyrsta sinni inn í grænlenskt hús. Ég fór með frk. Nilsen. Þar var mjög þrifalegt og fínt inni. Dóttirin í húsinu fer til Danmerkur með „Hans Egedi“ til frú Hvalsöen. Foreldrar hennar eru að hjálpa henni að pakka niður. Við fengum indælasta kaffi, rétt eins og það væri heima á Íslandi. Bara að maður skildi þetta dæmalausa mál. 30. október 1921 - sunnudagur Klukkan sjö um morguninn fór „Hans Egedi“ á leið norður um Vestur strönd. Ég vakti lengi frameftir og nennti ekki á fætur til að fylgja frk. Nilsen um borð. Ég hafði og kvatt skipshöfnina daginn áður, og verið lengi um borð. Öll flögg staðarins voru uppi, og íbúar þorpsins hópuðust niður bryggjuna til að kveðja skipið og veifa og hrópa húrra er skipið lyfti akkerum og lagði af stað. Það er yfirleitt hátíð þá sjaldan stór skip koma og fara héðan. Sem skiljanlegt er. Ég fór seint á fætur og eftir að ég hafði verið uppi hjá Hvals. tók mér göngutúr inn að Vatninu og þaðan yfir hæðina og niður að firðinum hinu megin. Það var heiðríkt loft og glaðasólskin, ég gleymdi að taka teiknibókina mína með mér, en annars hefði ég vel getað teiknað, það var hiti í móti sól.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.