Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 10
10 07/2016 Vel lukkað þorrablót á Skagaströnd Fullt hús í Fellsborg Góð skemmtun var í Félagsheimilinu Fellsborg laugardaginn 13. febrúar síðastliðinn þegar Þorrablót Kvenfélagsins Ein- ingar fór þar fram. Fjölmennt var að vanda og vel heppnuð skemmtiatriði sem voru í höndum leikhóps heimamanna. Veitingar voru að hætti kvenfélagskvenna og að loknum skemmti- atriðum léku Trukkarnir fyrir dansi. Meðfylgjandi myndir tók James Kennedy. Feykir þakkar honum fyrir myndasendinguna. /BÞ 06/2016 3 Viðurkenning fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum Steinull hf. á Sauðárkróki Fyrirtækið Steinull hf. á Sauðárkróki fékk nýlega viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullar veitti verðlaununum viðtöku frá Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur forstjóra VÍS. Afhendingin fór fram á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins á Grand Hóteli í Reykjavík síðastliðin fimmtudag. „Steinull er gott dæmi um þar sem vel hefur tekist til að efla þátttöku og virkni starfsfólki í öryggismálum vinnustaðarins,“ sagði Auður Björk Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs VÍS við verðlauna- afhendinguna. „Á þriðja hundrað atriða hafa verið skráð með áhættugrein- ingu og atvikaskráningu undan- farin fimm ár. Lykill að árangrinum er að tvinna saman „Maður er víst orðinn miðaldra“ Ingi Jónasson hefur búið í Svíþjóð að verða 30 ár en hann sleit barnsskónum á Króknum. Hann bjó lengst af á Öldu- stígnum en einnig á Hóla- veginum og í Háuhlíðinni. Ingi er sonur Jónasar Hróbjarts- sonar og Auðar Vilhelmsdóttur. Nú býr hann rétt utan borgar- innar Skövde í vestur Svíþjóð. -Leið mín lá til Svíþjóðar í ágúst 1987. Anna Beta Sæmunds Her- mannssonar plataði mig með sér í það sem átti að vera tveggja mán- aða haustvinna á Skáni en nú eru að verða 30 ár. Ég vann í nokkur ár á Skáni, kynntist eiginkonu minni sem er sænsk og flutti mig um set með henni og fór síðan í háskóla. Síðustu rúm tíu árin hef ég unnið hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Asitis, sem framkvæmdastjóri. Asitis er stofnað 2002 af öðrum brottfluttum Króksara, Þórði (Dodda) Erlingssyni. Hann er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins InExchange sem hann stofnaði 2007. Það sem hefur verið sérstakt í þessari útlandsveru er að leiðir okkar Dodda Erlings lágu saman hér ytra fyrir einum 26 árum fyrir hreina tilviljun. Við frændur vorum miklir mátar frá fornu fari og höfum margt brasað saman Akke og Ingi Vaff. MYND: ÚR EINKASAFNI fyrr og síðar. Manni leiðist ekki á meðan. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að fáir dagar eru öðrum líkir. Það er alltaf eitthvað nýtt að ske. Asitis er fyrirtæki sem hefur verið í stöðugum vexti og þróun frá upphafi. Sem framkvæmdastjóri tek ég virkan þátt í þróun á þeirri þjónustu sem við bjóðum okkar viðskiptavinum, sölu og markaðs- setningu. Annaðhvort er vinnu- dagurinn á skrifstofunni eða á ferðalögum til viðskiptavinanna sem eru dreifðir um Norður- löndin. Þá daga sem ég er ekki á ferðalagi byrja ég á milli klukkan 7 og 8 á morgnanna. Klukkan 9:30 er sameiginlegt morgunkaffi hjá starfsfólki Asitis og InExchange. Við erum 35 hjá Asitis og starfsfólk InExchange er nær 80. Af þessum rúmlega 110 manna hópi erum við 14 Íslendingar. Þetta ágæta fólk er víðsvegar af á landinu nema úr Húnaþingi. Það sem mest er um vert er að við erum fjórir Skagfirðingar. Fyrir utan mig og Þórð eru þeir Gunnar Búason og Pétur Örn Erlingsson manna fremstir. Alveg einstakir snillingar sem kunna skil á hvort heldur sem er straumum og ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) berglind@feykir.is Ingi Jónasson / frá Sauðárkróki / býr í Svíþjóð Frá afhendingu viðurkenningarinnar sl. fimmtudag. Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS, Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullar og Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS. MYND: VÍS SJÁVARLÍFTÆKNISETUR EINBÚASTÍG 2 545 SKAGASTRÖND Rannsóknamaður BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd auglýsir stöðu rannsóknamanns lausa til um- sóknar. Um er að ræða ráðningu til eins árs með möguleika til framlengingar. Auglýst er vegna fæðingarorlofs. Markmið verkefnisins Umsækjanda er ætlað að vinna að almennum störfum á rannsóknastofu í samvinnu við sérfræðinga félagsins. Starfsstöð umsækjanda verður á Skagaströnd. Hæfniskröfur Umsækjendur skulu hafa B.S. gráðu í líftækni, líffræði, lífeindafræði, örverufræði, lífefnafræði, matvælafræði eða skildum greinum náttúruvísinda. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt en jafnframt hafa góða hæfileika til samstarfs með öðrum. Öguð og skipuleg vinnubrögð eru jafnframt skilyrði. Reynsla af sambæri- legum störfum mikill kostur. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar nk. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og meðmælendur berist BioPol ehf., Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd eða á eftirfarandi netfang: halldor@biopol.is Nánari upplýsingar veitir: Halldór G. Ólafsson, BioPol ehf. í síma 896-7977. Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.