Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 7

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 7
07/2016 7 börnin. Þetta var ágætis starf þó það gæfi manni ekki mikið félagslega en það er krefjandi og slítur manni út líkamlega. Þannig að þegar mér fannst ég vera orðin þreytt á því og farin að hjakka í sama hjólfarinu fannst mér tími til að fara að líta í kringum mig“. Selma ákvað því að breyta til og árið 2007 keyptu þau gistihúsið Miklagarð við Kirkju- torg á Sauðárkróki, hús sem í daglegu tali er kallað Rússland. Selma sá alfarið um rekstur þess. Árið 2009 kom Jón þáverandi skólameistari FNV að máli við þau og bauð þeim að taka heimavist FNV á leigu til rekstur sumarhótels og varð það úr að þau hófu rekstur þess það sumar. Árið 2012 keyptu þau síðan Hótel Tindastól ásamt húsinu að Lindargötu 1, sem stendur fast við hótelið. Í fram- haldi á þessum kaupum var ákveðið að markaðssetja allan þennan rekstur undir nafninu Arctic Hotels og er það nú skrásett vörumerki. Þá voru þau komin með 220 gistirými til útleigu á sumrin. Í kjölfarið hætti Tómas fljótlega hjá FISK Seafood og hafa þau bæði starfað alfarið við hótelrekst- urinn síðan. Selma bætir því brosandi við að enn í dag sé fólk að spyrja hvort þau séu „bara“ í þessu.“ „Þetta kjaftaðist svona til“ Við Arctic Hotels starfa mis- margir starfsmenn eftir árstíð- um og hafa starfsmenn verið sex í vetur en voru 27 í fyrra- sumar. Það er í mörg horn að líta við hótelrekstur auk hinna daglegu vakta við móttöku gesta, þrif og því um líkt til að mynda bókhald, bókanir, markaðssetn- ing og margt fleira.“ Með góðu starfsfólki við hótelreksturinn fór hugurinn á flug og í kjölfar- ið bættu þau við sig eignum og rekstri Videosports. Þegar blaðamaður innir þau eftir hvernig það hafi komið til segja þau einfaldlega að það hafi „kjaftast svona til.“ Þau segjast hafa átt í góðu samstarfi við Stínu og Sigga Dodda gengum tíðina, enda hafa hópar og ein- staklingar sem koma á Arctic Hotels iðulega keypt veitingar af Ólafshúsi eða Kaffi Krók. „Við höfum sagt það stund- um í gegnum árin að það væru mikil samlegðaráhrif af þessum tveimur fyrirtækjum, hvort sem að þau keyptu af okkur eða við af þeim. Síðan kjaftaðist þetta svona til í haust og gekk hratt fyrir sig og um áramótin vorum við tekin við,“ útskýra þau. Aðspurð um framtíðarsýn fyrir rekstur veitingahúsanna segjast þau vilja komast vel inn í reksturinn áður en ráðist verði í einhverjar breytingar eða nýja stefnumótun, þangað til verði áhersla lögð á að treysta þann góða rekstur sem þau tóku við. Verkaskiptingin hjá þeim hjónum er sú að Selma sér um rekstur Arctic Hotels en Tómas hefur umsjón með veitinga- stöðunum. „Ég réði svo til mín mann sem ég kalla mína hægri hönd, Óla Grétar Óskarsson sem er rekstrarstjóri veitinga-og skemmtistaðanna. Hann hafði unnið hjá okkur á hótelunum í nokkur ár og einnig dálítið á Ólafshúsi þannig að hann þekkir okkur vel og hvernig við hugsum og viljum hafa hlutina. Við erum með góðan kjarna af starfsfólki í báðum fyrirtækj- unum sem kann vel til verka,“ segir Tómas. Núna eru um 24 stöðugildi í heildina á báðum stöðum en í sumar reikna þau með að það verði 50-60. Við ráðningu á sumarstarfsfólki segjast þau vinna að því að það sé ýmist heimafólk eða fólk sem hafi ættartengsl við svæðið. Í því samhengi berst talið að því að bæst hafi í hóp þeirra góðu kokka sem starfa á Ólafshúsi. Sauðkrækingurinn Stefán Ingi Svansson er væntanlegur á staðinn í sumar með fjölskyldu sína. „Það er einkar ánægjulegt að fá hann til liðs við okkur og hann mun flytja hingað með eiginkonu og þrjú börn,“ segir Tómas. Það er í mörg horn að líta í þessum viðamikla rekstri . Fram kemur í spjallinu að bygging- arnar í rekstrinum séu allar komnar til ára sinna. Elst er Hótel Tindastóll, sem var upprunalega byggt árið 1820 í Grafarósi handan Skagafjarðar en síðar flutt á Sauðárkrók 1884. Þar hafa þau haldið áfram endurbótum sem fyrri eigendur höfðu gert. Viðamest er sú breyting að gera innangengt á milli Tindastóls og hússins við hliðina, Lindargötu 1, og útbúa þar eldhús. Er sú breyting eink- um gjörbylting fyrir starfsfólkið og möguleika á nýtingu hús- næðisins. Þar með er aðstaða komin til að útbúa minni veislur í húsinu. Gistiheimilið hefur einnig verið endurbætt smám saman. „Það er alltaf verið að endurbæta eitthvað og við höfum lagt áherslu að halda þessum gamla stíl hérna á hótelinu,“ segja þau um leið og blaðamaður virðir fyrir sér notalegt umhverfi í Jarlstofu, sem er á jarðhæð hótelsins, en Selma á Jakobsveginu á Spáni. MYND: ÚR EIINKASAFNI þar fær hinn gamli andblær virkilega að njóta sín. Ýmsum gömlum munum hefur verið gaukað að þeim gegnum tíðina og fá þeir að njóta sín í hlýlegri stofunni. Samstarf skagfirskra ferðaþjónustufyrir- tækja til fyrirmyndar Selma og Tómas hafa bæði verið virk í félagsstarfi ferðaþjónustu aðila. Þau eiga m.a. aðild að Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði og segja víða horft til þess sem fyrirmyndar hvað samstarfið innan þess sé gott. Tómas situr jafnframt í stjórn Ferðamálasamtaka Norður- lands vestra og er formaður stjórnar. Þá eiga þau aðild að Markaðsstofu Norðurlands og Samtökum aðila í ferðaþjónustu. Selma er einnig meðlimur í félaginu Á Sturlungaslóð og Samtökum um sögutengda ferðaþjónustu. Hún segist áhugasöm um allt sögutengt og fer í samlestur á Sturlungu í Glaumbæ á veturna. Þar með víkur talinu að öðrum áhugamálum og þótt ótrúlegt kunni að virðast finna þessi athafnasömu hjón sér tíma fyrir slíkt og eru til að mynda bæði virkir félagar í Oddfellow. „Við grínuðust oft með það að þegar ég var fimmtug að langaði mig í heitan pott í afmælisgjöf. Ég fékk heita pottinn en það fylgdi bara heilt hótel með,“ segir Selma og brosir. Hún gefur sér samt tíma fyrir áhugamál sín og er fastagestur í Króksbíói, les mikið, stundar hannyrðir og segist þessa dagana vera að dunda sér við að sauma faldbúning. Í haust lét hún nokkurra ára gamlan draum rætast og gekk 300 kílómetra af Jakobsveginum, þekktri píla- grímaleið á Spáni. „Ég var búin að ætla mér þetta lengi. Vinkona mín hafði farið þetta áður og var tilbúin að fara með mér á þeim forsendum sem ég hafði. Við gengum í tæpar þrjár vikur, 15- 25 kílómetra á dag og enduðum svo á vikudvöl á sólarströnd. Þetta var ógleymanlegt,“ segir Selma. Þau segjast ferðast mikið, en oft í sitthvora áttina, enda hafi þau ekki alltaf haft tök á því að taka sér frí saman. „Við fórum þó saman til Svíþjóðar. Bróðir minn sótti mig á flugvöllinn en Tommi var sóttur af veiðifél- ögum og fór að veiða,“ segir Selma og Tómas bætir því við að þau hafi þó farið saman til Hollands til að kynna fyrirtækið fyrir ferðaskrifstofum og heim- sækja son sinn sem þar býr. Tómas segist vera „forfallinn veiðisjúklingur.“ Hann hefur m.a. farið á svartbjarnarveiðar í Kanada og náði einum sem er nú uppstoppaður heima, villi- svínaveiðar í Póllandi og víðar. Einnig stundar hann refa- og hreindýraveiðar en segir stang- veiðarnar á undanhaldi vegna tímaskorts eftir að hann fór alfarið að starfa við ferða- þjónustu. Blaðamaður rifjar upp verk- efni sem Tómas kynnti fyrir fáeinum árum, hugmynd að skreiðarsetri á Sauðárkróki. „Sú hugmynd er ennþá til. Jón Mínus hannaði líkan að setrinu og við eigum það heima. En það þarf meira fjármagn og tíma til að ráðast í þetta verkefni,“ segir Tómas. Þau hjónin segja gríðar- lega möguleika felast í ferða- þjónustu á svæðinu. „Það má bæta við þá afþreyingu sem fyrir er og gera hana sýnilegri. Þarna þarf einstaklingsfram- takið að koma sterkt inn. Það hafa mörg ný fyrirtæki sprottið upp, sem hafa alla burði til að vaxa. Það er margt að gerast og það er líka gott að eiga eitthvað eftir. Beint flug á Akureyri skapar mikla möguleika en það er mikilvægt að það verði allt árið,“ segja þau. Skoðun þeirra er sú að svæðið geti borið fleiri ferða- menn á sumrin en mikilvægt sé að keyra af fullum krafti á vetrarferðaþjónustuna. „Þjóð- félagið þarf að líta á ferða- þjónustu sem alvöru atvinnu- grein. „Við erum bjartsýn á uppgang í héraðinu á komandi árum og teljum að samvinna í samkeppni sé það sem kemur okkur öllum til góða,“ segja þau hjón að lokum. Fjölskyldan saman um jólin. MYND: ÚR EIINKASAFNI Tómas á villisvínaveiðum í Póllandi. MYND: ÚR EIINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.