Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 11

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 11
07/2016 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Þessi gáta hefur birst áður í Feyki Verðlaun Sá sem ekki leysir þrautina þarf að muna að æfingin skapar meistarann. Spakmæli vikunnar Að baki öllum stórafrekum er hreykin eiginkona og undrandi tengdamóðir. - Höf. óþekktur Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Krossgáta og dreift í botninn á formi. Rjóminn er þeyttur og skyrið svo hrært út í þeytta rjómann. Rjómaskyrinu er dreift yfir hafrakexið. Gott getur verið að toppa kökuna með sultu að eigin vali, en það er ekki nauðsynlegt. Geymist í kæli í nokkrar klst. áður en kakan er borin fram. Verði ykkur að góðu! Guðrún Eik og Óskar Már skora á Álfheiði Haraldsdóttur og Böðvar Friðriksson að taka við keflinu. Skyrtertan tilvalin fyrir tímanauma bændur AÐALRÉTTUR Tex Mex hakkréttur 500 g nautahakk 1 bolli hrísgrjón ½ laukur ½ paprika sveppir 2 gulrætur blómkál spergilkál blaðlaukur pítsaostur Sósa: Mexíkóostur 1/3 askja rjómaostur ½ lítil dós salsasósa rjómi Aðferð: Hrísgrjónin eru soðin og lögð í botninn á eldföstu móti. Hakkið er steikt á pönnu og kryddað eftir smekk (gott að nota t.d. taco krydd) og svo dreift yfir hrísgrjónin. Grænmetið er skorið niður, steikt á pönnu og dreift yfir hakkið. Mexíkóosturinn er rifinn niður og bræddur í rjómanum á pönnunni. Rjómaostinum og salsasósunni er bætt við og sósan látin malla þangað til mexíkó- osturinn er allur bráðinn. Sósunni er þá hellt yfir eldfasta mótið og pitsaostinum dreift yfir. Best er að stilla ofninn á grill og baka réttinn í nokkrar mínútur, eða þar til osturinn er gullinbrúnn. EFTIRRÉTTUR Einfalda skyrtertan hans Óskars ½ l rjómi 1 dós skyr að eigin vali Hafrakex Aðferð: Hafrakexið er mulið niður MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Matgæðingar vikunnar eru bændurnir Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson á Tannstaðabakka í Hrútafirði, Tex Mex hakkrétt í aðalrétt og skyrköku í eftirrétt. „Skyrtertan er tilvalin fyrir tímanauma bændur að útbúa og hakkrétturinn slær alltaf í gegn,“ segir Guðrún. Guðrún Eik og Óskar Már matreiða Guðrún Eik og Óskar Már. MYND: ÚR EINKASAFNI Feykir spyr... Tekur þú þátt í starfi Skagfirðinga- félagsins? Spurt á Facebook UMSJÓN kristin@feykir.is „Nei, því miður, en fylgist vel með því frábæra starfi sem er þar í gangi. Húrra fyrir þeim!“ Guðrún Jóna Valgeirsdóttir „Já, með ánægju.“ Sigríður Sigurlína Pálsdóttir „Já, hef mætt á tvö síðustu þorrablót og sé um vefsíðu félagsins..“ Björn Jóhann Björnsson „Hef ekki gert það hingað til en best að bæta úr því.“ Helga Stefanía Magnúsdóttir „Hef ekki gert það enn sem komið er.“ Steinar I Sörensson Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... lengsti tími sem liðið hefur á milli fæðingu tvíbura er 87 dagar? ... í Susami-flóa við Japan er póstkassi á 10 metra dýpi? ... knapinn Frank Hayes vann Belmont-kappreiðarnar í New York árið 1923 dauður? Hann fékk hjartaáfall í miðri keppni en Hayes hélst í hnakknum þangað til hann var kominn í mark. ... Buzz Aldrin var fyrsti maðurinn til að pissa á tunglinu? Hahaha... – Fer maðurinn minn ekki að losna úr steininum bráðum? spurði konan yfirfangavörðinn. – Hvað gerði hann af sér? – Hann braust inn í kjörbúð og stal fimmtíu pylsupökkum. – Það er nú ekki stórglæpur. Ertu farinn að sakna hans? – Nei, nei, en pylsurnar eru að verða búnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.