Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 9

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 9
07/2016 9 Ég var ímyndunar- veikt barn - eða kannski frekar ímyndunarfullfrískt barn. Ég las mikið og fékk úr bókunum mínum alls konar hugmyndir um veruleika gjörólíkan þeim sem ég lifði í raun og veru. Stundum var ég galdramaður, stundum var ég lögfræðingur með stresstösku, stundum var ég söguhetjan í hryllingssögu ala Gæsahúð, stundum var ég fréttakona sem las mikilvægar fréttir inná kasettu ábúðarfullri röddu. Ég var líka dugleg að semja sögur. Til að byrja með voru flestar sögurnar sem ég skrifaði niður um sérstakan skóla fyrir ketti, skólinn hét því frumlega nafni „Kattaskólinn“ og í honum lærðu kettirnir ýmislegt sem ótrúlega mikilvægt er fyrir talandi ketti að kunna. Eftir því sem ég eltist voru sögurnar flestar um drauga og sagðar með því markmiði að hræða litla frænda sem trúði öllu því sem viskubrunnurinn, stóra frænka, sagði en yfirleitt endaði ég sjálf með hjartað í buxunum yfir eigin lygasögum. Í dag er ég 27 ára og ég er ennþá ímyndunarveikt (ímyndunarfullfrískt) barn. Stundum er ég ennþá galdramaður - sjö ára sonur vinkonu minnar hefur fulla trú á því með mér að ég kunni að galdra. Þegar ég les yfir lögfræðiverkefni fyrir skil er ég orðin farsæll lögfræðingur með stresstösku, tilbúin í að tækla glæpona með orðklækjum og bjarga Íslandi úr klóm hverskyns skúrka. Við skuggalegar aðstæður er ég undireins aðalpersóna í klisjukenndri hryllingsmynd úr Hollívúdd, tilbúin að taka verstu ákvarðanirnar um leið og grímuklæddur ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN berglind@feykir.is Ása María H. Guðmundsdóttir frá Sauðárkróki skrifar Að vera fullorðið barn morðingi hoppar út úr næsta runna. Flest það sem ég les fyrir skólann er á ensku og þá nýti ég tækifærið og æfi snobbaðasta breska hreiminn minn með því að þykjast vera snjöll fréttakona hjá BCC sem flettir ofan af sannleikanum um loftlagsbreytingar. Ég sem ennþá sögur um flestallt það sem gerist í kring um mig, sambýlingar mínir hafa lifað ótal lífum, vinkonur mínar lent í ótrúlegustu ævintýrum og dýrin sem ég kynnist eru flest búin að upplifa meira en margir gera á lífsleiðinni. Þetta er hluti af því að vera fullorðið barn. Ég viðurkenni það að oft finnst mér raunveruleikinn bara hundleiðinlegur, stundum á ég það til að sjá allt grátt í kringum mig og neikvæðnin getur annað slagið yfirtekið allt. Sama hversu leiðinlegur mér getur þótt hann, þá er raunveruleikinn þó óumflýjanlegur og lítið þýðir að ætla sér að sleppa undan honum algerlega. En þegar hversdagsleikinn er óendanlega yfirþyrmandi er gott að geta gripið til allra varalífanna minna. Þegar hversdagsleikinn er óendanlega yfirþyrmandi er ég fegin að vera fullorðið barn. - - - - - Ég ætla að skora á vinkonu mína Fanneyju Skúladóttur, stjórnmála- og förðunarfræðing að skrifa næsta pistil. Hýsing og rekstur á öllum miðlægum kerfum PAPCO til samstarfs við Fjölnet Pappírsvörufyrirtækið PAPCO hefur nú gert nýjan viðskiptasamning við Fjölnet. Samkvæmt samningnum tekur Fjölnet að sér hýsingu og rekstur á öllum miðlægum kerfum og nær hann jafnframt til afritunar á öllum gögnum fyrirtækisins. Starfsmenn PAPCO fá einnig aðgang að þjónustuveri Fjölnets. „PAPCO er traust og öflugt fyrirtæki sem einkum fer með framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætispappír, hreinlætis- vörum og öðrum rekstrarvörum til birgja og neytenda innan- lands. Fyritækið hefur einnig haslað sér völl með sölu á vör- um til skólafélaga, íþróttafélaga og annarra félagasamtaka á vörum til endursölu í fjár- öflunarskyni. Fjölnet fagnar hinum nýja viðskiptavini,“ segir í fréttatilkynningu. Fjölnet er vaxandi tækni- fyrirtæki sem sérhæfir sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa auk þess að bjóða upp á persónulega og örugga alhliða tölvuþjónustu, ráðgjöf og kennslu. Unnið er með gæða og öryggisvottunina ISO 27001. Fjölnet er með tvær starfsstöðv- ar, Sundagörðum Reykjavík og Hesteyri á Sauðarkróki. /KSE Frá vinstri á mynd: Ólafur Kárason, framleiðslustjóri PAPCO og Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Fjölnets í Reykjavík handsala samninginn. MYND: PAPCO Óásættanlegt að skerða opinbera þjónustu við 1/3 hluta íbúa á Norðurlandi vestra Stjórn SSNV ályktar vegna fyrirhugaðrar skerðingar á póstþjónustu Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt þeirri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að draga úr póstdreifingu í aðildarsveitarfélögunum sjö sem standa að SSNV. Einnig mótmælir stjórn SSNV ákvörðun Íslandspósts þess efnis að draga úr þjónustu við íbúa Norðurlands vestra. „Ákvarðanir ofangreindra aðila gera það að verkum að enn er vegið að þeirri grunnþjónustu sem sjálfsögð og eðlileg þykir víðast hvar. Vert er að geta þess að þjónustuskerðingin tekur til um eitt þúsund (um 1/3 hluta) heimila/fyrirtækja á Norðurlandi vestra,“ segir í ályktuninni. Stjórn SSNV efast um lögmæti ákvörðunar Íslandspósts og Póst- og fjarskiptastofnunar og þess ákvæðis í lögum og reglugerð sem stuðst er við í réttlætingu á þjónustuskerðingunni. „[SSNV] minnir á að samkvæmt 21. gr. laga nr. 19/2001 skal Póst-og fjarskiptastofnun tryggja að alls staðar á landinu sé alla virka daga borinn út póstur sem fellur undir skilgreiningu á alþjónustu nema kringumstæður og landfræðilegar aðstæður hindri slíkt.“ Vísað er í greinargerð með frumvarpi að ofangreindum lögum segir um 21. gr.: „Hér er fært í lög að póstsendingar innan marka alþjónustu skulu bornar út alla virka daga alls staðar á landinu nema kringumstæður eða landfræðilegar aðstæður komi í veg fyrir útburð. Slíkar kringumstæður geta verið ófærð og óveður eða sérstakar landfræðilegar aðstæður. Póst- og fjar- skiptastofnun gerði árið 1999 könnun á möguleikum þess að koma á útburði pósts hvern virkan dag alls staðar á landinu. Kostnaður á ári var þá áætlaður tæplega 100 millj. kr. umfram þáverandi kostnað við útburð pósts. Með því að fella útburð pósts á virkum dögum undir alþjónustukvaðir verður að gera ráð fyrir að almenn gjaldskrá rekstrarleyfishafa sem veitir alþjónustu verði að hækka samsvarandi.“ Þá segir að hvergi í lögunum sé gefin heimild fyrir afslætti á þessum skyldum öðrum en að einungis „kringumstæður eða sérstakar landfræðilegar aðstæður“ komi í veg fyrir að póst- dreifing eigi sér stað alla virka daga. „Heimild til skerðingar póstdreifingar á fjárhagslegum forsendum er ekki til staðar. […] Er það að mati stjórnar SSNV algerlega óásættanlegt að skerða eigi opinbera þjónustu sem þessa við 1/3 hluta íbúa á Norðurlandi vestra og skerða með því samkeppnishæfni svæðisins enn frekar. Í ljósi ofangreinds mótmælir stjórn SSNV harðlega ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar og Íslandspósts og krefst þess að fyrrgreindar stofnanir draga ákvarðanir sínar til baka,“ segir m.a.í ályktun en hana má lesa í heild sinni á Feyki.is. /BÞ & KSE Alls kyns ævintýri á Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Tindastólnum dagana 26.–28. febrúar Vetrarhátíð Tindastóls fer fram í Skagafirði 26.-28. febrúar nk. Af því tilefni er búið að setja saman skemmti- lega dagskrá með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. „Vetrarhátíðin snýst um að hafa gaman saman,“ segir Viggó Jónsson staðarhaldari Tindastóls í samtali við Feyki. Á föstudeginum opnar svæðið kl. 14 og er opið til kl. 21. Kveikt verður í varðeldi og tónlistin mun óma í fjallinu. Opið er á laugardegi frá kl. 11- 16 og það verða þrautir og stuð allan tímann. „Við skiptum krökkunum og fólkinu upp í hópa þar sem við förum í leiki í fjallinu. Hópstjórar stjórna þeim. Svo höfum við fengið skátana í lið með okkur og björgunarsveitina,“ segir Viggó. Þá verður bátur frá Viking Rafting í fjallinu og Crazy Roller á sínum stað. „Svo ætlum við að loka deginum með því að fara upp á topp. Ég verð búinn að troða leið þar sem þú getur skíðað alveg niður á veg, sem við köllum Skíðað út í buskann.“ Í tilefni af Vetrarhátíð er lengri opnunartími hjá Sundlaug Sauðárkróks á laugardeginum, til kl. 18. Á sunnudeginum er opið frá kl. 11:00-16:00, með tilheyrandi tónlist en þá verður einnig Brettabrun kl. 13:00. „Það verða alls kyns ævintýri. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu,“ segir Viggó. Sameiginleg markaðssetning skíðasvæðanna að skila sér Þá er einnig að draga til tíð- inda í markaðssetningarmálum Skíðasvæðis Tindastóls, í sam- vinnu við skíðasvæðin á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, undir heitinu Ski Iceland. Skíðasvæðin hafa verið að kynna og selja skíðapassa erlendis, svokallaðan 5x5 passa. Passarnir eru seldir á 170 evrur og þá er hægt að renna sér í brekkum allra þessara skíða- svæða í fimm skipti. „Það skiptir ekki máli hvort þú takir þetta á fimm dögum í beit eða á tíu dögum,“ útskýrir Viggó. Sem liður í þeirri markaðs- setningu hefur fjölmiðlafólki, erlendu sem innlendu, verið boðið í ferðir til að skoða þessi svæði síðustu ár og er sú markaðssetning að skila sér, að sögn Viggós. Farið verður í slíka ferð í lok mars. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.