Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 5

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 5
07/2016 5 Meistaradeild Norðurlands farin af stað Sjö lið keppa í KS-Deildinni KS-Deildin í hestaíþróttum hóf göngu sína í Svaðastaða- höllinni í gærkvöldi. Keppt var í fjórgangi en úrslit kvöldsins lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Á síðustu vikum hafa liðin sem taka þátt verið kynnt til leiks, alls sjö talsins. Þegar hefur verið sagt frá liði Draupnis/Þúfna, Hofstorfunn- ar/66°North og Hrímnis í blað- inu. Liðin sem eftir eru voru gerð kunn í vikunni. Þau eru: • Íbess-Hleðsla. Liðstjóri er Jóhann B. Magnússon og með honum eru Magnús Bragi Magnússon, Ísólfur Líndal Þórisson og Anna Kristín Friðriksdóttir. „Þetta lið hefur misst Hönnu Rún Ingibergs- dóttur sem stóð sig afar vel í fyrra. Í stað Hönnu Rúnar kemur Ísólfur Líndal. Það er ánægjulegt að fá Ísólf aftur í KS-Deildina og það er ljóst að þetta lið ætlar sér langt,“ sagði í tilkynningu. • Lífland. Liðstjóri er Agnar Þór Magnússon. Með honum í liði eru Birna Tryggvadóttir, Guð- mundur Karl Tryggvason og Þór Jónsteinsson. „Hér er á ferðinni nýtt lið sem vann sér þátttöku- rétt í gegnum úrtöku KS- Feykiflottur Liggurðu á frétt? Áttu skemmtilega mynd sem gaman væri að birta í Feyki? Hafðu samband > feykir@feykir.is ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF „30. sumarið í röð sem Tindastóll heldur úti móti“ Tindastóll hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlýtur Ungmenna- félagið Tindastóll. Á Facebook-síðu KSÍ segir að Tindastóll hafi um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Lands- bankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki. „KSÍ getur seint þakkað þeim félögum sem halda úti knattspyrnumótum fyrir yngstu iðkendur knattspyrnuhreyfing- arinnar nægilega fyrir þeirra ötula starf. Tindastóll er eitt af frumkvöðlafélögum í þeim efnum og sumarið 2016 verður 30. sumarið í röð sem Tindastóll heldur úti móti. Það er því ekki nokkur spurning að Tindastóll er vel að Grasrótarverðlaunum KSÍ komið,“ segir loks á síðunni. /BÞ Bjarni Jónasson og Randalín frá Efri-Rauðalæk. MYND: KS-DEILDIN Á FB Deildar-innar núna í janúar. Það verður gaman að fylgjast með þessu nýja liði sem er skipað miklum reynsluboltum. Þarna eru á ferð frábærir knapar sem eru þekktir fyrir að vera ætíð með góð hross undir höndum. Ekki skemmir fyrir að þessir liðsmenn koma allir úr Eyjafirði og bjóðum við þá sérstaklega velkomna.“ • Mountain Horse. Liðstjóri er Fanney Dögg Indriðadóttir og með henni eru Elvar Logi Frið- riksson, Hallfríður S. Óladóttir og Hans Þór Hilmarsson. „Þarna er athyglisvert lið á ferðinni. Þrír knaparnir eru búsettir í V-Húnavatnssýslu og þau hafa fengið til liðs við sig hinn þekkta knapa Hans Þór Hilmarsson. V-Húnvetningar eru alltaf vel ríðandi og þegar Hans Þór hefur bæst í hópinn verður spennandi að fylgjast með þessu liði í vetur.“ • Mustad. Liðstjóri er Sina Scholz og með henni eru Hlynur Guðmundsson, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Flosi Ólafs- son. „Hér er um nýtt lið að ræða sem vann sér þátttökurétt í gegn- um úrtöku og hefur engin af þessum knöpum keppt áður í KS-Deildinni. Þetta lið hefur lægstan meðalaldur allra liða deildarinnar en mun án efa láta til sín taka,“ sagði í tilkynningu. /BÞ Sterkur lokasprettur Stólanna Dominos-deildin í körfubolta: Tindastóll - Njarðvík 88–79 Sprækir Njarðvíkingar mættu í Síkið sl. fimmtudagskvöld og spiluðu hörkuleik við lið Tindastóls. Gestirnir voru lengstum skrefinu á undan með Loga Gunnars í stuði og Atkinson ólseigan en Stólarnir reyndust þó seigari á loka- metrunum, náðu forystunni þegar mestu skipti og gest- irnir fóru á taugum. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól. Það var fín mæting í Síkið og stuðningsmenn Stólanna æstir í að sjá nýju mennina, Gurley og Dempsey, leika listir sínar. Gurley hóf leik ásamt Lewis, Pétri, Viðari og Helga Viggós. Njarðvíkingar komust í 9-0 og höfðu frumkvæðið allan fyrri hálfleik þó aldrei tækist þeim að ná meira en tíu stiga forystu. Í hálfleik var staðan 41-44 fyrir gestina. Tindastólsmenn héldu betur í við Njarðvíkinga og komust yfir í smástund í þriðja leikhluta en það voru þó gestirnir sem leiddu með einu stigi, 60-61, fyrir lokafjórðunginn. Enn fóru Njarðvíkingar betur af stað, Tindastólsmenn reyna að verjast Atkinson í liði Njarðvíkur. MYND: ÓAB komust í 65-70, en þá hertu heimamenn taktinn í vörninni, stigu upp í sókninni og gerðu tíu stig í röð. Gestirnir klóruðu í bakkann en frábærar körfur frá Pétri skiluðu fimm stigum í hús og staðan orðin 80-72 fyrir Tindastól. Þá fóru gestirnir á taugum og Tindastólsmenn fögnuðu sætum sigri. Lewis var stigahæstur í liði Tindastóls með 22 stig og fjögur fráköst. Anthony Gurley gerði 21 stig og tók sömuleiðis fjögur fráköst og síðan var Dempsey með 16 stig og fimm fráköst. Pétur átti ágæta spretti og körfurnar hans í lokin voru gulls í gildi. Darrel Flake kom ekki við sögu í leiknum en hann er meiddur. Næsti leikur er hér heima í kvöld þegar Snæfell kemur í heimsókn. Það er annar leikur sem verður að vinnast. /ÓAB Stig Tindastóls: Lewis 22, Gurley 21, Dempsey 16, Helgi Viggós 10, Pétur 7, Svabbi 5, Viðar 4 og Ingvi 3. Sólrún Tinna Grímsdóttir býr á Reykjum í Austur- Húnavatnssýslu. Hún er á sextánda ári, er í 10. bekk Húnavallaskóla og hefur stundað hestamennsku frá því hún man eftir sér. Sólrún Tinna var efst í unglingaflokki á fyrsta mótinu í mótaröð Neista, þar sem keppt var í T7. Blaðamaður Feykis hafði samband við Sólrúnu Tinnu og fékk að heyra aðeins um hestamennskuna. Hvenær byrjaði þú í hesta- mennsku? -Ég hef verið á hestbaki síðan ég man eftir mér. Hvað heitir uppáhaldshesturinn þinn og ertu búin að eiga hann lengi? -Það eru tvær merar sem eru í miklu uppáhaldi. Önnur heitir Hespa frá Reykjum og hún er tíu vetra. Foreldrar mínir eiga hana og þau eru búinn að eiga hana síðan hún var folald. Hin heitir Perla, einnig frá Reykjum, og hún er sextán vetra. Foreldrar mínar hafa líka átt hana síðan hún var folald. Hefurðu áður tekið þátt í mótaröð Neista? -Já, ég hef oft keppt í mótaröð Neista. Áttu þér einhverja fyrirmynd í hestamennskunni? -Já, bara foreldra mína. Á hvað stefnirðu í framtíðinni? -Ég stefni á að halda áfram að keppa og temja og vinna allskonar vinnu í kringum hesta. Hvernig myndirðu lýsa drauma- hestinum?-Draumahesturinn væri rauð eða brúnskjótt meri sem væri viljug, samvinnufús, hlýðin og létt í beisli. Með rúmt og hreint tölt, flugvökur og hágeng. Hver heldurðu að sigri opna flokkinn í mótaröðinni? -Ég held að Jakob Víðir vinni opna flokkinn. Hvert er þitt helsta afrek í hestamennskunni? -Ég hef unnið tölt á Unglingalandsmóti og er búin með knapamerki 1, 2 og 3. Sólrún Tinna Grímsdóttir Hefur verið á hestbaki síðan hún man eftir sér ( HESTAR ) kristin@feykir.is Sólrún Tinna. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.