Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 2

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 2
2 07/2016 Ég var svo hugmyndasnauð þegar kom að því að finna efni í leiðara að þessu sinni að ég ákvað einfaldlega að lýsa broti af deginum mínum eins og hann hefur gengið fyrir sig í dag. Þegar þetta er skrifað er miðvikudagur. Miðvikudag- arnir er útgáfudagur hjá okkur hér á Feyki og þá er yfirleitt nóg að gera. Tryggja þarf að allt efni sé klárt og komið í blaðið, lesa þarf yfir o.s.frv. hlutirnir þurfa því að ganga nokkuð smurt ef allt á að klárast í tíma og það gerir það reyndar yfirleitt. Nýverið skráðum við hjónin börnin okkar, tvö af þremur, í tónlistarskóla, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, en það vildi svo til að þau fengu bæði tíma kl. 13:30 á miðvikudögum. Tónlistarskólinn er staðsett- ur í sömu byggingu og Feykir þannig að það gat nú ekki verið þægilegra. Gott og vel, tónlistartímar kl. 13:30 á miðvikudög- um - við mössum það er það ekki… Þar sem þau eru nýbyrjuð í tónlistarnáminu (annar tíminn hjá dótturinni og sá þriðji hjá syninum) erum við enn pínulítið að finna taktinn í þessu. Þegar ég var búin að sitja sveitt við skrif allan daginn kemur eiginmaðurinn með drenginn úr leikskólanum í trommutíma. Ég krossa fingurna og vona að dóttirin muni eftir tímanum sínum og komi beint úr skólanum, en ég hafði tekið fiðluna með mér í vinnuna um morguninn. Tíminn líður og klukkan er orðin 13:30 – hvar er stelpan? Kennarinn búinn að keyra alla leið frá Hvammstanga til að taka á móti henni í fiðlutíma og hún hvergi sjáanleg. Ég í stressinu er farin að tromma taktfast með fótunum undir borði með símann í annarri að hringja heim til helstu vinkvenna dótturinnar og reyna að skrifa fréttir með hinni. Þegar sonurinn er farinn í trommutíma kemur eigin- maðurinn og fær hjá mér fiðluna og fer út að rúnta um bæinn í leit að dömunni. Eftir smá stund gengur stúlkan inn í mestu rólegheitum og ég skúbba henni með hraði yfir í tónlistar- skólann. „Hvar er fiðlan?“ spyr kennarinn þegar hún sér okkur koma á hlaupum. Arrgh! Ég hringi í eiginmanninn, sem var á góðri leið með að vera kominn aftur í vinnuna, og spyr sömu spurningar. Hún var auðvitað hjá honum - í bílnum – í hinum enda bæjarins. Svitn, arg! Pirr! Þá kom sér vel að búa í litlum bæ. Já, svona er þetta stundum, það tekur smá stund að stilla saman strengi sína. Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Múltitaskandi mamman Sprungan orðin 2-3 metra breið á yfirborði Sprungan í Ketubjörgum stækkar Stór sprunga í Ketubjörgum á Skaga hefur verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum síðan í byrjun síðasta árs. Nú er svo komið að sprungan er orðin 2-3 metrar á breidd á yfir- borði. Svæðið var girt af með lögregluborðum sl. sumar og ferðamenn ítrekað varaðir við hættum sem af sprungunum stafa. Sprungan er í björg- unum í Syðri-Bjargarvík en Ketubjörgin eru vinsæll útsýnis- og áningarstaður við vestanverðan Skagafjörð. Bjargsneiðin sem losnað hefur frá er um átta metrar á Eldur í bíl og vélsleða Brunar á Blönduósi og í Skagafirði Slökkviliðið á Blönduósi var kallað út rétt fyrir klukkan fjögur sl. föstudag vegna elds sem hafði kviknað í bíl er staðsettur var í bragga við gömlu mjólkurstöðina á Blönduósi. Þegar slökkviliðið bar að hafði eldur einnig læst sig í útveggi braggans. Greint var frá þessu á vefnum huni.is og þar kom fram að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn en slökkvistarfi lauk á um tveimur tímum. Þrír aðrir bílar voru í bragganum og eru þeir taldir ónýtir. /KSE Þá kviknaði í vélsleða á Sauðárkróksbraut sunnan við Sauðárkrók, skammt hjá Félags- heimilinu Ljósheima, þann 10. febrúar. Samkvæmt upplýsing- um frá Brunavörnum Skaga- fjarðar urðu engin slys á fólki, slökkvistarf gekk greiðlega en vélsleðinn er ónýtur. /KSE & BÞ Sögusetur íslenska hestsins fær styrk Skagafjörður Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf. Skagafjarðar samþykkti að styrkja Sögusetur íslenska hestsins til þátttöku á LM 2016 í Skagafirði á fundi sínum þann 12. febrúar síðastliðinn. Styrkurinn nemur kr. 1.000.000,- „Tekið fyrir erindi frá Sveini Ragnarssyni, formanni stjórnar Söguseturs íslenska hestsins, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Sögu- seturs íslenska hestsins, á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í sumar. Atvinnu-, menningar- og kynningar- nefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að styrkja Sögu- setrið um kr. 1.000.000,“ segir í fundargerð. /BÞ Vikuna 7. - 13. febrúar var tæpum 35 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var landað rétt rúmum 5 tonnum á Hofsósi, rúmum 252 tonnum á Sauðárkróki og 246 kg á Hvammstanga. Alls gera þetta rúm 252 tonn á Norðurlandi vestra. /BÞ Aflatölur 17.–23. febrúar á Norðurlandi vestra Aldan með tæp 16 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 246 Alls á Hvammstanga 246 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 15.520 Bogga í Vík HU 6 Landb. lína 1.730 Dagrún HU 121 Þorskanet 3.842 Guðmundur á Hópi Landb. lína 5.107 Ólafur Magnússon Þorskanet 617 Sæfari HU 200 Landb. lína 4.347 Stella GK 23 Landb. lína 3.396 Alls á Skagaströnd 34.559 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landb. lína 5.022 Alls á Hofsósi 5.022 SAUÐÁRKRÓKUR Klakkur SK 5 Botnvarpa 109.102 Málmey SK 1 Botnvarpa 143.194 Alls á Sauðárkróki 252.296 Slökkviliðið að störfum á Blönduósi. MYND: RÓBERT DANÍEL breidd og 50-60 metrar á hæð og samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Erni Kristjánssyni sem sendi Feyki meðfylgjandi samanburðarmyndir nýlega. /KSE Myndin lengst til vinstri er tekin í mars 2015, sú í miðjunni í júlí 2015 og myndin lengst til hægri í þessum mánuði. MYND: KRISTJÁN ÖRN KRISTJÁNSSON Aldrei fleiri umsóknir Umsóknarfrestur til Uppbyggingasjóðs liðinn Umsóknarfrestur um styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar til Uppbyggingasjóðs Norðurlands vestra rann út sl. mánudag. Að sögn Ingibergs Guðmundssonar hjá SSNV atvinnuþróun hafa aldrei fleiri umsóknir borist. Framundan er úrvinnsla umsókna. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.