Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 1

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 1
BLS. 6–7 BLS. 10 Guðrún Lára í Miðfirði er ein af hinum aðfluttu Varð ástfangin og sér ekki eftir einni einustu mínútu BLS. 4 Selma og Tómas standa í stórræðum í hótel- og veitingarekstri á Króknum Við ákváðum að finna okkur eitthvað að gera James Kennedy myndaði þorrablótið á Skagaströnd Frábær stemning og fullt hús í Fellsbæ 07 TBL 18. febrúar 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Fundarmenn einróma um að stofnun félagsins sé framfaraskref Nýtt hestamannafélag formlega stofnað Stofnfundur fyrir Skagfirðing, nýtt hestamannafélag í Skagafirði, fór fram í Tjarnabæ sl. þriðjudagskvöld. Að sögn Guðmundar Sveinssonar, nýkjörins formanns, var þetta fjöl- mennur og góður fundur og voru viðstaddir á einu máli um að þetta væri framfaraskref fyrir hestamenn í firðinum. Kosið var í stjórn félagsins en auk Guðmundar skipa hana Ása Hregg- viðsdóttir, Skapti Steinbjörnsson, Har- aldur Þór Jóhannsson og Pétur Örn Sveinsson. Varamenn eru Elvar Einarsson og Ragnar Pálsson. Stjórn á eftir að skipta með sér verkum. „Hin félögin þrjú - Léttfeti, Stígandi og Svaði - sem eru að sameinast þessu eina félagi eiga eftir að halda sína aðalfundi. Það verður gert á næstu dögum og þá verða þau formlega lögð niður. Þá verður þessi sameining til en eftir þann gjörning ætlum við að hittast aftur og leggja betur línurnar,“ sagði Guð- mundur. Á fundinum voru gerðar nýjar samþykktir, rætt um nýtt lógó félagsins og var stjórninni falið að vinna það mál áfram. Einnig var rætt aðeins um framtíðina og hvað menn sjá fyrir sér. „Mér sýnist á öllu að kraftar þessarar nýju stjórnar fari næstu vikurnar í að koma þessu formlega á koppinn,“ sagði hann að lokum. /BÞ Það sem af er vetri hefur veturinn verið mjög góður til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi. Þó nokkuð af gestum hefur verið að renna sér í fjallinu, meira af fólki utan svæðisins en hann segist myndi vilja sá fleiri Skagfirðinga og Húnvetninga í fjallinu. „Það hafa verið talsvert af aðkomufólki og það er jákvætt en við auglýsum eftir bæði Skagfirðingum og Húnvetningum, þeir mættu vera duglegri að koma á skíði,“ segir hann. „Töfrateppið okkar hefur slegið í gegn og eru margir krakkar sem eru að byrja að nota það. Það er virkilega gaman að taka slíkt tæki í notkun þegar móttökurnar eru svona góðar, við erum hæstánægð með það.“ Það er mikið um að vera í fjallinu á næstunni. Vetrarhátíð fer fram dagana 26.–28. febrúar og svo er jafnan fjölmennt í fjallinu yfir páskana sem nú eru í lok marsmánaðar. Nánar er fjallað um Vetrarhátíð á bls. 9. Auglýsa eftir fleiri Skagfirðingum og Húnvetningum í fjallið S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! NÝJAR VÖRUR Glæsilegt úrval á pier.is 3.990 kr. Það var frábært skíðafærið um síðustu helgi í Tindastólnum. Myndin er tekin í þann mund sem svæðinu var lokað sl. laugardag og þá fáir eftir í brekkunni. MYND: ÓAB Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni 35 ára Stjórn Skagfirðings. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.