Feykir


Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 6

Feykir - 18.02.2016, Blaðsíða 6
6 07/2016 vinnandi. Ég tel líka að börnin hafi notið góðs af því, það er góð fjárfesting,“ segir hún og gerir ekki mikið úr því að það hafi verið annasamt starf að vera með svo mörg börn á sama aldri. „Vonandi verðum við svo þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast barnabörn í framtíð- inni,“ bætir Tómas við en börn- in eru nú öll að mennta sig, í þremur mismunandi löndum. Elstur barna þeirra er Ragnar Páll, fæddur 1989. Hann stundar meistaranám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Næstur er Kristinn Björgvin, fæddur 1990, sem er við meistaranám í tölvunarfræði í Háskólanum í Amsterdam og hefur jafnframt lokið BS námi í eðlisfræði frá Uppsala Univers- itet. Hannes Geir er fæddur 1992. Hann er rafeindavirki og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Yngst er Marta Laufey, sem er fædd 1995. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og hóf nýlega nám leikhús- og kvikmyndaförðun í LA Collage of Creative Arts í Dublin á Írlandi. Fyrir átti Tómas soninn Rúnar Inga sem búsettur er ásamt unnustu sinni á Akureyri og vinnur hann hjá Finni Aðalbjörnssyni. Hann er bif- vélavirki og með ódrepandi áhuga á öllum vélum og ekki síst á dráttarvélum og finnst föður hans ekki leiðinlegt að vita af sveitagenunum í honum. Áttu engin tengsl á Krókinn nema nokkra kunningja og vini Það var í apríl árið 1996 fjölskyldan tók sig upp og flutti á Sauðárkrók. Tómas hafði þá fengið starf sem yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni (nú FISK Seafood) og starfaði þar fram í ársbyrjun 2013. „Okkur leist líka vel á að hérna var betra þjónustustig en á Grundarfirði á þeim tíma, fjölbrautaskóli og einnig góð heilbrigðisþjónusta. Einnig var þetta nær mínum heimahaga og ekkert lengra til Selmu heimahaga en verið hafði,“ segir Tómas. Aðspurð segjast þau enga tengingu hafa haft við Sauðárkrók og lítið hafa komið á staðinn áður en þau ákváðu að flytja en áttu þó nokkra kunningja og vini hér. Þegar Selma fór aftur út á vinnumarkaðinn, eftir að hafa verið heimavinnandi um tíma, réði hún sig fyrst í þrif hjá Fiskiðjunni. „Ég fór að vinna þegar hann kom heim úr vinnunni og sá hann þá um „Við ákváðum að finna okkur eitthvað að gera“ Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal standa í stórræðum í veitinga- og gistihúsarekstri á Sauðárkróki Fyrirtækin sem um ræðir eru annars vegar Spíra ehf. sem rekur Arctic Hotels, en undir því eru gististaðirnir hótel Miklagarður, gistiheimilið Mikligarður og Hótel Tindastól. Hins vegar Stá ehf., sem rekur veitingastaðina Ólafshús, Kaffi Krók og skemmtistaðinn Mæli- fell, en þær eignir og rekstur keyptu þau um síðustu áramót af þeim Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni. Tómas er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Ég var mikið í sveit sem krakki og ólst upp við sveitastörf, fyrst sem stráklingur og svo sem kaupa- maður. Ég var meðal annars sjö sumur hjá Sverri Guðmundssyni á Lómatjörn í Höfðahverfi og einnig var ég kaupamaður á öðrum bæjum í nokkur sumur. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Ég fór einn vetur til Sviss sem skiptinemi og fór þar í land- búnaðarháskóla og dvaldi á sveitabæ,“ rifjar hann upp. Selma laumar því inn í samtalið að það sé afar grunnt á bónd- anum í honum og Tómas tekur undir það. Að loknu náminu í Sviss hélt hann í Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfirði og þar lágu leiðir þeirra saman. Selma er Reykvíkingur en rekur ættir sínar vestur á firði. „Mamma er fædd og uppalin í Fljótavík á Hornströndum. Ég á mikið af skyldfólki á Ísafjarðar- svæðinu og ég var mörg sumur þar sem barn og unglingur og átti heima þar um tíma sem smábarn. Ég er þó að mestu leyti alin upp í Árbænum,“ segir hún. Hennar leið lá í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og þaðan í Fiskvinnsluskólann þar sem þau Tómas voru bekkjar- félagar og felldu síðan hugi saman í skólaferðalagi í Portúgal. Þau hófu svo sinn búskap saman árið 1982. Að námi loknu lá svo leiðin út á land. „Það var tiltölulega nýtilkomið að fólk væri mennt- að í þessi stjórnunarstörf í fiskiðnaði og mikil vöntun á menntuðu fólki í verkstjórastörf. Ég var nítján ára þegar ég var fyrst verkstjóri í fiskvinnslu,“ segir Selma. Á Bíldudal bjuggu þau í tíu ár en voru einnig nokkur ár á Grundarfirði og austur á fjörðum. Selma vann þá á Fáskrúðsfirði en Tómas á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Þar segjast þau hafa unnið á sitt hvorum staðnum þar sem yfir- leitt voru ekki stjórnunarstörf í fiskvinnslu að fá fyrir fleiri en einn á sama stað. „Ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta,“ segir Selma. „En Tómas var miklu betri í þessu en ég,“ segir hún og hlær. „Okkur var treyst þó við værum bara krakkar og vorum sett yfir fólk sem var búið að vinna í hús- unum í áratugi. Maður þurfti að hafa bein í nefinu og virkilega mikinn áhuga á öllu vinnslu- ferlinu til að standa í slíku,“ segir Selma. Móðurhlutverkið besta starfið Eftir að hafa starfað nokkur ár við fiskvinnslu og ýmis störf segist Selma hafa helgað sig besta starfi sínu, móðurhlut- verkinu. „Við eigum fjögur börn á sex árum, sá elsti var ekki orðinn sex ára þegar sú yngsta fæddist. „Uppeldi þeirra er það skemmtilegasta og yndislegasta starf sem ég hef unnið og það sem ég hef haft mesta ánægju af í lífinu,“ segir Selma. „Ég tel það mikil forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að vera heima- Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal hafa búið á Sauðárkróki síðan 1996, en þau áttu engin tengsl við staðinn áður en þau fluttu þangað ásamt fjórum börnum sínum fyrir utan nokkra kunningja og vini. Í dag eiga þau og reka tvö fyrirtæki sem eru umsvifamikil í veitinga- og gistihúsageiranum á Sauðárkróki. Blaðamaður Feykis tók Selmu og Tómas tali á dögunum og fékk að heyra um bakgrunn þeirra, fyrri störf og þann viðamikla rekstur sem þau hafa ráðist í. Selma og Tommi fyrir utan Hótel Tindastól. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.