Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 2

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 2
2 17/2016 Stundum verður manni hugsað um tímann. Tímann sem við eyðum í vinnu, tímann sem við verjum með fjölskyldunni, í áhugamálin og allt það sem gefur lífinu gildi – hvernig svo sem það er metið af hverjum og einum. Íslendingar bera sig oft saman við nágrannalönd sín og hafa annað slagið komið upp umræður um að stytta vinnu- vikuna á Íslandi í takt við Danmörku, þar sem vinnuvikan er 37 stundir á viku, meðan hún er 40 stundir á Íslandi. Satt að segja er mín tilfinning sú að flestir vinni talsvert meira en 40 stundir á viku. Félagi minn sem flutti til Danmerkur fyrir skömmu var tekinn á teppið í nýju vinnunni fyrir það að vinna of mikið. Í kjölfarið vissi hann ekki hvað hann átti af sér að gera með allan þennan frítíma sem hann átti allt í einu. Þá átti ég nýverið samtal við annan vin, sem var einu sinni búsettur Danmörku, og sagðist stundum sakna daganna frá Danmerkurárunum þegar vinnu- deginum lauk um kl. 15 og eftir voru fimm til sex góðar stundir með fjölskyldunni á hverjum degi. Óneitanlega væri gott að geta hægt aðeins á taktinum og notið meira lífsins með fjölskyldunni en á sama tíma veltir maður fyrir sér í hverju munurinn liggur á þessum samfélögum. Í grunninn er Ísland bænda- og sjávarútvegssamfélag. Í hvoru tveggja er mikil tarnavinna, t.d. sauðburður og vertíðir, og Íslendingar því vanir því að bretta upp ermar og taka til hendinni þegar þörf er á. Þá liggur fyrir að fæstar vinnur bjóða uppá minna en 100% starf, auk þess sem erfitt getur reynst að framfleyta fjölskyldu á minna en launum beggja foreldra, ólíkt því sem gerist í Danmörku þar sem Danir þurfa að vinna minna til að afla sömu tekna og á Íslandi. Þá spyr maður sig hvers vegna er ekki hægt að framfleyta fjölskyldunni á minni tekjum? Hvað er það sem kostar svona mikið og þurfum við raunverulega á öllu því sem við erum að kaupa að halda? Þá förum við yfir í aðrar pælingar um neyslusamfélagið sem við búum í og svokallaðar gerviþarfir. Erum við tilbúin til þess að greiða fyrir alla þessa hluti sem við kaupum með klukkustundum úr lífi okkar? Meðallaun á Íslandi eru 436 þúsund á mánuði (samkv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands 2013) og samkvæmt því er meðal Íslendingurinn að fá um 314 þúsund í vasann. Þetta eru um 1.963 kr. á klukkustund. Ef gera á sér glaðan dag og splæsa í pizzu fyrir fjölskylduna kostar það um tvær klukkustundir af lífi manns, ný 66°N úlpa kostar um 46 klukkustundir af lífinu og iPhone 6 kostar um 79 klukku- stundir. Í þessu tilfelli er reiknað með að viðkomandi sé með nokkuð góð laun. Hið kaldhæðna er að það eina sem ekki er hægt að kaupa eru fleiri klukkustundir við lífið. Þetta er svosem gömul pæling og ný. Heimspekingurinn Henry Thoreau var upptekinn af þessum sömu hugleiðingum þegar hann ritaði bókina Walden 1854. Í henni fjallar Henry um tímann sem hann varði í litlum kofa hjá Walden tjörn, í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga, þar sem hann var sjálfum sér nógur. Í bókinni rannsakaði hann og mældi allt í tíma. Hann skoðaði til dæmis hve lengi hann þyrfti að vinna til þess að geta keypt sér lestarfar á milli tveggja staða og hve lengi hann yrði að ganga þar á milli, og komst að því að það tæki hann styttri tíma að ganga. Þegar þetta er skrifað er ég er stödd á Spáni í fríi með fjölskyldunni. Þar sem ég greiddi fyrir flugfarið með um 65 klukkustundum af lífi mínu ætla ég að leggja mig alla fram við að njóta þess í botn. Með Spánarkveðjum! Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Nokkrar hugleiðingar um tímann Ófá handtökin við endur- nýjað og glæsilegt húsnæði Formleg opnun Iðju við Sæmundarhlíð Á fimmtudag í síðustu viku fór fram formleg opnun Iðju við Sæmundarhlíð. Fjölmargir komu til að skoða nýuppgert húsnæðið, sem áður hýsti Leikskólann Furukot, og samglöddust með starfsfólki og skjólstæðingum Iðju. Í máli Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns byggð- arráðs Svf. Skagafjarðar, kom fram að þau voru ófá handtökin við að gera húsið fínt en það hafði staðið autt frá árinu 2010. Framkvæmdir hófust í júní á síðasta ári og var endanlegur kostnaður við endurbætur áætlaður um 50 milljónir króna. Hann sagði að ekkert hefði verið til sparað varðandi Jónína segir nokkur orð við opnun Iðju við Sæmundarhlíð. MYND: BÞ Þungur rekstur afurðastöðva Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsið KVH Rekstur afurðastöðva Kjötafurðastöðvar KS (KKS) og Sláturhúss KVH (SKVH) hefur verið þungur undanfarin tvö ár og segja má að árið 2015 hafi verið rekstrarlega það erfiðasta um nokkurra ára skeið. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi KKS og SKVH. „Það sem harðast kemur niður á rekstrinum er samdráttur í sölu á hliðarafurðum, óhagstætt gengi í útflutningi, hörð samkeppni á innlendum markaði, verkfall dýralækna og nýir kjarasamn- ingar,“ segir ennfremur í fréttabréfinu. „Það sem mestu hefur ráðið um verðhækkanir til bænda á undanförnum árum, er aukin verð- mætasköpun á hliðarafurðum og hefur það ásamt hagræðingu sem náðst hefur, skilað því að verð til bænda hefur hækkað langt umfram það sem verðlagning á lambakjöti hefur gert á innlendum markaði. En nú er uppi önnur staða sem bitnað hefur á rekstrinum undanfarin tvö ár og þá sér í lagi síðast liðið ár,“ segir loks í fréttabréfinu, en það má lesa í heild á heimasíðu KS. /KSE Jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta Norðurland vestra Þingmenn Norðausturkjör- dæmis hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta Annars vegar vegar eru lögð til gerð 4,7 km langra jarðganga frá Hólsdal í Siglufirði yfir í Nautadal í Fljótum og gerð u.þ.b. 5 km langs vegar til að tengjast núverandi vegakerfi. Hins vegar 6,1 km löng göng frá Skarðsdal yfir að Hrauni í Fljótum. Með hvorri leið mundi vegurinn frá Ketilási í Fljótum til Siglufjarðar styttast um rúmlega helming eða um 15 km. „Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að hefja vinnu við nauðsynlegar rann- sóknir og frumhönnun á jarð- göngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Ráðherra skili Alþingi skýrslu með niðurstöðum rann- sókna fyrir árslok 2018,“ segir m.a. í tillögunni. Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að með stóraukinni umferð um Siglufjörð með tilkomu Héðinsfjarðarganga og sífelldu jarðsigi á Siglufjarðar- vegi um Almenninga og mjög tíðum aur- og snjóflóðum á ströndinni út frá Siglufirði að Strákagöngum sé fullljóst að framtíðarvegtenging frá Siglu- firði í vesturátt verði best tryggð með gerð jarðganga milli Siglu- fjarðar og Fljóta. /KSE aðgengi og hefur hönnun og framkvæmd verið unnin í nánu samráði við notendur hús- næðisins. Húsið hefur verið algjörlega endurnýjað; ný aðkoma og hluti af lóð lagfærð, rafmagnslagn- ir, hita- og neysluvatnslagnir endurnýjaðar, miðrými opnað, hiti í gólfum að stórum hluta og snjóbræðsla í stétt, ný gólfefni og nýjar loftaklæðningar. Stefán hafði fengið spurnir af því að fjarlægja þurfti ótal hefti úr eldri loftklæðningu og var það ærið verk. Hann spurði Eirík Pétursson hjá Eignarsjóði Svf. Skagafjarðar, sem hafði umsjón með verkinu, hve mörg þau hefðu verið. Eiríkur svaraði að þau hefðu verið hvorki fleiri né færri en 15 þúsund talsins. Við tilefnið framkvæmdi Jónína Gunnarsdóttir forstöðu- maður Iðju táknrænan gjörn- ing. Saumaður hafði verið litríkur taupoki til að fanga títtnefndan góðan anda, sem ríkt hefur í Iðju við Aðalgötu, og við mikinn fögnuð viðstaddra var honum sleppt í hinu nýja húsnæði /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.