Feykir


Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 04.05.2016, Blaðsíða 10
10 17/2016 Skemmtilegast að útbúa brúðurnar Handbendi sýndi brúðuleikverkið Engi á sunnudag og mánudag í Félagsheimilinu á Hvammstanga og markaði það upphaf sýningarferðar á leikverkinu, sem er á leiðinni til Bretlands næstu sex vikurnar. Blaðamaður Feykis ræddi við Gretu Clough, konuna á bakvið Handbendi og skapara brúðuverksins. Að jafnaði segir hún taka um tvö ár að þróa og skapa leikverk. Skemmtilegast þykir henni að útbúa brúðurnar en einnig æfingarnar með hinum leikurunum. Áður en Greta flutti á Hvamms- tanga hafði hún rekið brúðu- leikhúsið Old Saw frá árinu 2012. Hún segir Handbendi eins konar framlengingu af því, en Old Saw er farandleikhús sem gerir út á fjölskyldu- og brúðuleikverk. Greta er fædd og uppalin í Vermont í Bandaríkjunum þar sem rík hefð er fyrir brúðu- leikhúsum, eins og kom fram í viðtali við hana og Sigurð Líndal Þórisson eiginmann hennar í jólablaði Feykis. Hún lagði stund á leiklistarnám í London þar sem hún bjó og starfaði innan leikhúsgeirans í tólf ár. Starfaði hún m.a. hjá leikhúsinu Little Angel Theater, en þar segir hún hugmyndina að Engi hafa kviknað. „Þegar við fluttum á Hvammstanga í október síðast- liðinn flutti ég fyrirtækið með mér. En nýtt land og nýtt tungu- mál þýðir annað nafn, og jafn- framt ný tækifæri til þess að þróa fyrirtækið í nýjar áttir,“ segir Greta. Greta sér alfarið um rekstur fyrirtækisins, sér um listræna stjórnun þess, skrifar sögurnar, hannar leikmyndina og brúð- urnar. Sömuleiðis eru markaðs- mál, fjáröflun og bókun sýn- ingarferða á hennar könnu. Hún leikstýrir einnig oft á tíðum eða er þátttakandi í sýningunni. „Þetta er mikil vinna og ég stefni að því að ráða starfmann þegar fram líða stundir, sem getur annast mark- Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir aðs- og sýningarbókunarþátt fyrirtækisins. Þangað til sinni ég mörgum störfum,“ segir hún og brosir. Skemmtilegasta hluta starfsins segir Greta vera að útbúa brúðurnar en hún hefur komið sér upp vinnustofu á Hvamms- Frá sýningunni Engi á Hvammstanga í síðustu viku. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI tanga. Einnig að æfa sýningarnar með öðrum brúðuleikurum. „Í hverju verki eru vanalega einn til þrír faglærðir brúðuleikarar og leikarar. Það er vegna þess að flestar brúðurnar mína krefjast þess að fleiri en einn stýri þeim. Ég hef mest gaman að brúðuleik á borði og beinni stýringu brúð- anna, þar sem brúðuleikarinn er í beinni snertingu við brúðuna en ekki aðskilinn með strengjum eða priki. Þannig að brúðuleikararnir mínir eru nánast alltaf sýnilegir á sviðinu.“ Sex vikna sýningarferð í sjö borgum Þann 26. apríl síðastliðinn bauð Handbendi til kynningarfundar í Selasetrinu á Hvammstanga þar sem markmið og framtíðarsýn fyrirtækisins voru til umræðu. Þá fengu gestir einnig stutta kynn- ingu á brúðunum sem var stýrt af þremur brúðuleikurum frá Bretlandi, sem eru hér til þess að vinna við Engi. Vel var mætt á fundinn og fullt hús í Selasetrinu. „Allir fengu tækifæri til þess að leika með brúðurnar eftir sýninguna og skemmtu sér allir konunglega,“ segir Greta glöð í bragði. Greta segir sýninguna Engi standa sérlega nærri hjarta hennar. Hún byrjaði að þróa sýninguna fyrir tveimur árum, sem er u.þ.b. sá tími sem tekur að skapa frumsamið leikverk. „Þegar ég vinn að verki er ég alltaf með a.m.k. tvö aðskilin rannsóknar- og þróunarstig þar sem ég kanna sjónrænan söguþráð sýningar- innar og leik mér með ýmis sögu útspil. Ég sýni verkið líka alltaf fyrir framan áhorfendur snemma í vinnuferlinu, til þess að fylgjast með viðbrögðum þeirra,“ segir Greta um hvernig sýningar hennar verða til. Engi var sýnt í London í fyrra og fékk mikið lof gagnrýnenda en sýninguna sáu um 2000 manns. „Við erum að fara aftur af stað með sýninguna og verður hún sýnd í sjö borgum fyrir allt að 10 þúsund manns, á sex vikum. Við byrjum sýningarferðina hér á Hvammstanga en eftir Bretlands ferðina munum við skoða nánar hvort við ferðumst meira með sýninguna hér á Íslandi eða hvort við förum jafnvel með hana á alþjóðlegar brúðuleikhátíðir víða um heim. Við höfum fengið fyrirspurnir frá Hong Kong og Macau, þannig að við sjáum til hvað verður næst.“ Loks segir Greta að sér finnist einstaklega ánægjulegt, þar sem fyrirtækið er staðsett á Hvammstanga, að geta frumflutt sýningarnar þar í bænum. „Það er dásamlegt að fá tækifæri til þess að til þess að leyfa samfélaginu að njóta vinnu sinnar, auk þess að skapa fleiri tækifæri fyrir fólk til þess að koma saman og njóta fjölbreyttra menningarviðburða.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.